Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 10

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 10
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 10 Áfram líklegra að verðbólga verði meiri en í grunnspánni en að hún verði minni Fjölmargir óvissuþættir gætu haft áhrif á verðbólguna næstu misseri. Að mestu leyti eru þeir hinir sömu og í síðustu grunnspá, þótt áhersla á einstaka þætti hafi breyst. Áfram er gengi krónunnar stærsti ein- staki óvissuþátturinn, enda raungengi enn hátt í sögulegu samhengi og miðað við aðra mælikvarða á jafnvægisraungengi (sjá viðauka 3) og ekki horfur á að viðskiptahalli verði sjálfbær á spátímanum sam- kvæmt grunnspánni. Því eru hugsanlegum áhrifum gengislækkunar gerð skil í fráviksdæmi, sem sýnt er á myndum I-8 og I-9 (sjá nánar í rammagrein IX-2). Annar og vaxandi óvissuþáttur eru horfur í launa- málum. Ýmislegt gefur tilefni til að ætla að umtalsverð hætta sé á að laun hækki meira en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Meiri verðbólga, lakari verðbólguhorfur og vaxandi skortur á vinnuafli í aðdraganda kjarasamninga gætu bent til þess. Þessari áhættu eru einnig gerð skil í fráviksdæmi. Áhættuþættirnir tveir eru innbyrðis háðir og gætu magnað hvor annan. Í báðum tilvikum gæti þurft umtalsverða stýri- vaxtahækkun til viðbótar til þess að ná verðbólgumarkmiðinu á spá- tímanum og að lokum meiri samdrátt innlendrar eftirspurnar. Fleira gæti unnið gegn peningastefnunni á næstu misserum. Í ljósi þess að mun meiri þróttur er í efnahagslífinu á þessu ári en áður var ætlað gæti minnkandi aðhald í útgjöldum hins opinbera, sem áður var litið á sem mótvægi gegn minni framkvæmdum við ál- og orkuver, komið á afar óheppilegum tíma og örvað eftirspurn enn frekar. Enn fremur gætu kjarasamningar sett útgjaldaáform hins opinbera út af sporinu. Aðhald í opinberum fjármálum mun því skipta miklu. Nokkrir óvissuþættir gætu unnið með aðhaldsstefnu Seðlabankans til lengri tíma litið. Í fyrsta lagi má nefna hækkandi áhættuálag á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Hærra áhættuálag gæti unnið með miðlun peningastefnunnar um vaxtarófið, eins og gerst hefur að und- anförnu. Til skamms tíma vegur hætta á að endurmat áhættu leiði til lækkunar á gengi krónunnar þó þyngra, þótt það hafi ekki gerst til þessa nema í skamman tíma í ágúst sl. Í öðru lagi gæti íbúðamarkaður- inn veikst meira en ætlað er í grunnspánni, t.d. ef vextir á íbúða lánum hækka enn frekar og verulega dregur úr framboði lánsfjár með lækk- andi húsnæðisverði. Samdráttur íbúðafjárfestingar gæti þá orðið mjög snarpur, þótt fasteignaverð sé að jafnaði fremur tregbreytilegt niður á við. Í ljósi þess hve umsvifin eru enn mikil er þó ósennilegt að þetta gerist í bráð. Slík þróun er að auki líklegust í tengslum við gengislækk- un. Niðurstaðan er því sú að óvissuþættir séu líklegri til að valda meiri verðbólgu en í grunnspánni framan af spátímanum, en að aðrir þættir gætu farið að vega þar á móti þegar lengra líður á hann. Því eru meiri líkur á að þörf sé á hærri stýrivöxtum á spátímanum en grunnspáin gerir ráð fyrir en að lægri stýrivextir dugi. Skilvirkari miðlun peningastefnunnar Frá því að Seðlabankinn hóf að birta stýrivaxtaferil sem að mati sér- fræðinga bankans samrýmist best verðbólgumarkmiðinu hafa orðið greinilegar framfarir í miðlun peningastefnunnar. Þetta birtist glöggt í þróun framvirkra vaxta frá marsmánuði (sjá rammagrein III-2). Greinilegt er að væntingar um stýrivexti nokkra ársfjórðunga fram í 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd I-9 Verðbólga - fráviksdæmi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með frekari launahækkunum 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 2006 2007 2008 2009 2010 Verðbólgumarkmið Frávik verðbólgu frá markmiði Mynd I-10 Frávik verðbólgu frá markmiði, framleiðslu- spenna og frávik stýrivaxta frá jafnvægisvöxtum1 1. Jafnvægisvextir eru þeir stýrivextir sem samrýmast hlutlausri stöðu peningastefnunnar. Líklegt er að þetta jafnvægisraunvaxtastig sé á bilinu 3-4% sem að viðbættu verðbólgumarkmiðinu þýðir hlutlausa stýrivexti á bilinu 5,5-6,5%. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Framleiðsluspenna Frávik raunstýrivaxta frá jafnvægisraunvöxtum -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 20102009200820072006 50% óvissubil 75% óvissubil 90% óvissubil Grunnspá Mynd I-8 Stýrivextir - fráviksdæmi Heimild: Seðlabanki Íslands. % Fráviksdæmi með gengislækkun Fráviksdæmi með frekari launahækkunum 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 2006 2007 2008 2009 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.