Peningamál - 01.11.2007, Page 29

Peningamál - 01.11.2007, Page 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 29 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Í grunnspánni er brugðið upp mynd af framvindu efnahagsmála miðað við þá forsendu að stýrivextir fylgi ferli sem að mati sérfræðinga Seðlabankans dugir til þess að verðbólga verði sem næst 2,5% innan ásættanlegs tíma og haldist stöðug í nánd við verðbólgumarkmiðið eftir það. Þess gætir í spánni hér á eftir að krafturinn í efnahagslífinu í fyrra og á þessu ári hefur reynst meiri en áður var reiknað með. Á síðasta ári leit út fyrir að draga myndi nokkuð hratt úr vextinum og tölur um fyrsta fjórðung þessa árs virtust staðfesta þá þróun. Í síð- ustu Peningamálum var þó lögð áhersla á að ýmsar vísbendingar gæfu meiri umsvif til kynna en ætla mætti af fyrstu áætlunum þjóð- hagsreikninga. Þetta hefur nú verið staðfest. Framleiðsluspennan er því talin meiri en áður. Mat sérfræðinga bankans er að hækka þurfi stýrivexti nokkuð og seinka vaxtalækkun um einn fjórðung frá stýri- vaxtaferli júlíspárinnar.1 Það mun ekki hafa umtalsverð áhrif á hagvöxt á þessu og næsta ári en leiða til umtalsverðs samdráttar eftirspurnar og framleiðsluslaka á árinu 2009 sem mun vega á móti áhrifum lækkandi gengis krónunnar. Vöxtur einkaneyslu dróst ört saman í kjölfar óróans í fyrra en hefur sótt í sig veðrið á nýjan leik Vöxtur einkaneyslu frá árinu 2003 hefur verið drifinn áfram af miklum vexti ráðstöfunartekna og auknu aðgengi að lánsfé (sjá mynd IV-2 og nánar í rammagrein IV-1). Langvarandi lágt atvinnuleysi gerir heimilin einnig óhræddari við að safna skuldum, sem jukust hraðar en ráðstöf- unartekjur á árunum 2003-2005.2 Í fyrra jókst einkaneysla hægar en ráðstöfunartekjur. Framboð lánsfjár minnkaði og vaxtakjör heimila og fyrirtækja versnuðu, ekki síst kjör verðtryggðra íbúðalána bankanna. Ásamt lækkun krónunnar sem hafði neikvæð áhrif á væntingar leiddu þessi umskipti til þess að verulega dró úr vexti einkaneyslu tímabundið undir lok sl. árs og í byrjun þessa árs. Lægðin reyndist skammvinn. Mikill vöxtur ráðstöfunartekna í fyrra og í ár sakir launahækkana og skattalækkana er meginskýringin. Hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs í aðdraganda kosninga og aukin áhersla bankanna á lán í erlendum gjaldmiðlum glæddu einnig vænt- ingar neytenda á ný (sjá mynd IV-3). Áhrifa aukins kaupmáttar og endurvakinnar bjartsýni gætti fyrst á fasteignamarkaði, sem tók við sér á nýjan leik um áramótin. Kaup á bílum og varanlegri neysluvöru tóku einnig kipp, eftir að hafa dregist saman fram á fyrsta fjórðung þessa árs. 1. Nánara yfi rlit yfi r þjóðhagsspá er að fi nna í viðauka 1, bls. 59. Helstu breytingar á þjóð- hagsspá frá Peningamálum 2007/2 eru raktar í rammagrein IV-3. Greint er frá helstu breytingum á verðbólguspá í rammagrein IX-1. 2. Í umfjöllun í megintexta er notast við mat Seðlabankans á þróun ráðstöfunartekna en ekki nýlega útgefnar tölur Hagstofu Íslands. Mestu munar að með höndlun eignatekna og -útgjalda er önnur en hjá Hagstofunni. Í tölum Seðlabankans eru virðis breytingar hlutabréfaeignar og annarra eigna t.d. færðar sem breytingar á auði en ekki sem breyting á ráðstöfunartekjum. Vinna er hafi n innan bankans við endurskoðun á tölum um ráð- stöfunartekjur í ljósi nýrra talna Hagstofunnar. Nánari upplýsingar um mat Seðlabankans á ráðstöfunartekjum er að fi nna í Ásgeir Daníelsson, Lúðvík Elíasson, Magnús F. Guðmundsson, Björn A. Hauksson, Ragnhildur Jónsdóttir, Þorvarður T. Ólafs son og Þórarinn G. Pétursson (2006), ,,QMM: A quarterly macroeconomic model of the Ice landic economy”, Seðlabanki Íslands, Working Papers, nr. 32. Mynd IV-1 Þróun þjóðarútgjalda og framleiðsluspennu 2000-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Framleiðsluspenna (h. ás) Þjóðarútgjöld (v. ás) -10 -5 0 5 10 15 20 -6 -3 0 3 6 9 12 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 % af framleiðslugetu Mynd IV-2 Þróun einkaneyslu og ráðstöfunartekna 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Ráðstöfunartekjur eru mat Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Einkaneysla Ráðstöfunartekjur -10 -5 0 5 10 15 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.