Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 29

Peningamál - 01.11.2007, Qupperneq 29
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 29 IV Innlend eftirspurn og framleiðsla Í grunnspánni er brugðið upp mynd af framvindu efnahagsmála miðað við þá forsendu að stýrivextir fylgi ferli sem að mati sérfræðinga Seðlabankans dugir til þess að verðbólga verði sem næst 2,5% innan ásættanlegs tíma og haldist stöðug í nánd við verðbólgumarkmiðið eftir það. Þess gætir í spánni hér á eftir að krafturinn í efnahagslífinu í fyrra og á þessu ári hefur reynst meiri en áður var reiknað með. Á síðasta ári leit út fyrir að draga myndi nokkuð hratt úr vextinum og tölur um fyrsta fjórðung þessa árs virtust staðfesta þá þróun. Í síð- ustu Peningamálum var þó lögð áhersla á að ýmsar vísbendingar gæfu meiri umsvif til kynna en ætla mætti af fyrstu áætlunum þjóð- hagsreikninga. Þetta hefur nú verið staðfest. Framleiðsluspennan er því talin meiri en áður. Mat sérfræðinga bankans er að hækka þurfi stýrivexti nokkuð og seinka vaxtalækkun um einn fjórðung frá stýri- vaxtaferli júlíspárinnar.1 Það mun ekki hafa umtalsverð áhrif á hagvöxt á þessu og næsta ári en leiða til umtalsverðs samdráttar eftirspurnar og framleiðsluslaka á árinu 2009 sem mun vega á móti áhrifum lækkandi gengis krónunnar. Vöxtur einkaneyslu dróst ört saman í kjölfar óróans í fyrra en hefur sótt í sig veðrið á nýjan leik Vöxtur einkaneyslu frá árinu 2003 hefur verið drifinn áfram af miklum vexti ráðstöfunartekna og auknu aðgengi að lánsfé (sjá mynd IV-2 og nánar í rammagrein IV-1). Langvarandi lágt atvinnuleysi gerir heimilin einnig óhræddari við að safna skuldum, sem jukust hraðar en ráðstöf- unartekjur á árunum 2003-2005.2 Í fyrra jókst einkaneysla hægar en ráðstöfunartekjur. Framboð lánsfjár minnkaði og vaxtakjör heimila og fyrirtækja versnuðu, ekki síst kjör verðtryggðra íbúðalána bankanna. Ásamt lækkun krónunnar sem hafði neikvæð áhrif á væntingar leiddu þessi umskipti til þess að verulega dró úr vexti einkaneyslu tímabundið undir lok sl. árs og í byrjun þessa árs. Lægðin reyndist skammvinn. Mikill vöxtur ráðstöfunartekna í fyrra og í ár sakir launahækkana og skattalækkana er meginskýringin. Hækkun hámarkslána Íbúðalánasjóðs í aðdraganda kosninga og aukin áhersla bankanna á lán í erlendum gjaldmiðlum glæddu einnig vænt- ingar neytenda á ný (sjá mynd IV-3). Áhrifa aukins kaupmáttar og endurvakinnar bjartsýni gætti fyrst á fasteignamarkaði, sem tók við sér á nýjan leik um áramótin. Kaup á bílum og varanlegri neysluvöru tóku einnig kipp, eftir að hafa dregist saman fram á fyrsta fjórðung þessa árs. 1. Nánara yfi rlit yfi r þjóðhagsspá er að fi nna í viðauka 1, bls. 59. Helstu breytingar á þjóð- hagsspá frá Peningamálum 2007/2 eru raktar í rammagrein IV-3. Greint er frá helstu breytingum á verðbólguspá í rammagrein IX-1. 2. Í umfjöllun í megintexta er notast við mat Seðlabankans á þróun ráðstöfunartekna en ekki nýlega útgefnar tölur Hagstofu Íslands. Mestu munar að með höndlun eignatekna og -útgjalda er önnur en hjá Hagstofunni. Í tölum Seðlabankans eru virðis breytingar hlutabréfaeignar og annarra eigna t.d. færðar sem breytingar á auði en ekki sem breyting á ráðstöfunartekjum. Vinna er hafi n innan bankans við endurskoðun á tölum um ráð- stöfunartekjur í ljósi nýrra talna Hagstofunnar. Nánari upplýsingar um mat Seðlabankans á ráðstöfunartekjum er að fi nna í Ásgeir Daníelsson, Lúðvík Elíasson, Magnús F. Guðmundsson, Björn A. Hauksson, Ragnhildur Jónsdóttir, Þorvarður T. Ólafs son og Þórarinn G. Pétursson (2006), ,,QMM: A quarterly macroeconomic model of the Ice landic economy”, Seðlabanki Íslands, Working Papers, nr. 32. Mynd IV-1 Þróun þjóðarútgjalda og framleiðsluspennu 2000-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Magnbreyting frá fyrra ári (%) Framleiðsluspenna (h. ás) Þjóðarútgjöld (v. ás) -10 -5 0 5 10 15 20 -6 -3 0 3 6 9 12 ‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 % af framleiðslugetu Mynd IV-2 Þróun einkaneyslu og ráðstöfunartekna 1991-20101 1. Grunnspá Seðlabankans 2007-2010. Ráðstöfunartekjur eru mat Seðlabankans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Einkaneysla Ráðstöfunartekjur -10 -5 0 5 10 15 ‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.