Peningamál - 01.11.2007, Page 36

Peningamál - 01.11.2007, Page 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 36 Stóriðjufjárfesting dregst saman í takt við síðustu grunnspá en önnur atvinnuvegafjárfesting er meiri í ár en þá var talið Ör samdráttur stóriðjufjárfestingar hefur sett svip sinn á framvindu atvinnuvegafjárfestingar og innlendrar eftirspurnar undanfarið ár. Úr henni dregur hratt á þessu ári. Því mætti ætla að fjármunamyndun í heild dragist hratt saman. Í reynd hefur þetta gerst hægar en ætlað var vegna þess að önnur fjárfesting hefur tekið við sér á sama tíma og fjármunamyndun í ál- og orkuverum hefur dregist saman. Þjóð- hagsreikningar hafa sýnt minni samdrátt en samrýmist fyrri spám og viðhorfskönnun meðal forsvarsmanna stærstu fyrirtækja lands- ins sem gerð var í september bendir til þess að veruleg fjárfesting- aráform séu enn til staðar. Óregluleg upplýsingaöfl un staðfestir vísbendingar um meiri fjármunamyndun. Uppbygging verslunar- og skrifstofuhúsnæðis virðist t.d. vera með mesta móti. Í grunnspánni er því gert ráð fyrir mun minni samdrætti almennrar atvinnuvega- fjárfestingar að stóriðju frátalinni en áður, þrátt fyrir að innlendur fjár magnskostnaður fari hækkandi. Mun kröftugri vöxtur íbúðafjárfestingar en spáð var í síðustu Peningamálum Spá um íbúðafjárfestingu hefur breyst verulega frá grunnspá Pen- ingamála í júlí sl. Áætlun Hagstofunnar gerir ráð fyrir rúmlega 11% vexti á öðrum fjórðungi þessa árs. Í endurskoðaðri spá er gert ráð fyrir um 10% vexti í ár og áframhaldandi vexti hennar fram á síðasta fjórðung næsta árs. Í júlí var hins vegar spáð nokkrum vexti í ár en verulegum samdrætti út spátímabilið. Engin teikn eru á lofti um að svo snöggra umskipta sé að vænta, þvert á móti hefur aukinn kraftur færst í fasteignamarkaðinn frá áramótum. Þetta birtist einnig í því að spáð er meiri hækkun húsnæðisverðs í ár og minni lækkun á næstu árum en spáð var í júlí. Dekkri horfur fyrir útflutning í ár en í júlíspánni ... Flest hefur róið á sama borð þegar kemur að útfl utningi. Seinkun hefur orðið á aukningu álútfl utnings, afl abrögð urðu slakari á síðasta fi skveiðiári en spáð var og kvótaskerðingin fyrir yfi rstandandi fi sk- veiðiár var harkalegri en gert var ráð fyrir í júlí. Horfur fyrir útfl utn- ingsvöxt í ár eru því mun dekkri en í síðustu grunnspá. Í stað 12% vaxtar er einungis spáð um 4% vexti. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir að álútfl utningur aukist verulega. ... en samt bjartari hagvaxtarhorfur framan af spátímabilinu Meiri innlend eftirspurn í fyrra og í ár en ætlað var í júlí setur mark sitt á hagvöxt bæði árin. Hagvöxtur var um 1½ prósentu meiri í fyrra en fyrstu áætlanir Hagstofunnar frá því í mars gáfu til kynna. Sam- kvæmt grunnspánni verður hagvöxtur einnig nokkru meiri í ár en spáð var í júlí, þótt óhagstæðara framlag utanríkisviðskipta verki á móti. Þar sem innfl utningur dregst töluvert minna saman á næsta ári en spáð var í júlí, verður hagvöxtur heldur minni þrátt fyrir minni samdrátt þjóðarútgjalda og aukinn álútfl utning. Strangara peninga- legt aðhald á fyrri hluta spátímabilsins í endurskoðaðri spá eykur hins vegar samdráttinn á árinu 2009. Grunnspá PM 2007/2 Grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 4 Útflutningur 2005-2009 -8 -4 0 4 8 12 16 20092008200720062005 Grunnspá PM 2007/2 Grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 5 Hagvöxtur 2005-2009 -4 -2 0 2 4 6 8 20092008200720062005 Grunnspá PM 2007/2 Grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 3 Þróun íbúðafjárfestingar 2005-2009 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 20092008200720062005

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.