Peningamál - 01.11.2007, Síða 36

Peningamál - 01.11.2007, Síða 36
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 7 • 3 36 Stóriðjufjárfesting dregst saman í takt við síðustu grunnspá en önnur atvinnuvegafjárfesting er meiri í ár en þá var talið Ör samdráttur stóriðjufjárfestingar hefur sett svip sinn á framvindu atvinnuvegafjárfestingar og innlendrar eftirspurnar undanfarið ár. Úr henni dregur hratt á þessu ári. Því mætti ætla að fjármunamyndun í heild dragist hratt saman. Í reynd hefur þetta gerst hægar en ætlað var vegna þess að önnur fjárfesting hefur tekið við sér á sama tíma og fjármunamyndun í ál- og orkuverum hefur dregist saman. Þjóð- hagsreikningar hafa sýnt minni samdrátt en samrýmist fyrri spám og viðhorfskönnun meðal forsvarsmanna stærstu fyrirtækja lands- ins sem gerð var í september bendir til þess að veruleg fjárfesting- aráform séu enn til staðar. Óregluleg upplýsingaöfl un staðfestir vísbendingar um meiri fjármunamyndun. Uppbygging verslunar- og skrifstofuhúsnæðis virðist t.d. vera með mesta móti. Í grunnspánni er því gert ráð fyrir mun minni samdrætti almennrar atvinnuvega- fjárfestingar að stóriðju frátalinni en áður, þrátt fyrir að innlendur fjár magnskostnaður fari hækkandi. Mun kröftugri vöxtur íbúðafjárfestingar en spáð var í síðustu Peningamálum Spá um íbúðafjárfestingu hefur breyst verulega frá grunnspá Pen- ingamála í júlí sl. Áætlun Hagstofunnar gerir ráð fyrir rúmlega 11% vexti á öðrum fjórðungi þessa árs. Í endurskoðaðri spá er gert ráð fyrir um 10% vexti í ár og áframhaldandi vexti hennar fram á síðasta fjórðung næsta árs. Í júlí var hins vegar spáð nokkrum vexti í ár en verulegum samdrætti út spátímabilið. Engin teikn eru á lofti um að svo snöggra umskipta sé að vænta, þvert á móti hefur aukinn kraftur færst í fasteignamarkaðinn frá áramótum. Þetta birtist einnig í því að spáð er meiri hækkun húsnæðisverðs í ár og minni lækkun á næstu árum en spáð var í júlí. Dekkri horfur fyrir útflutning í ár en í júlíspánni ... Flest hefur róið á sama borð þegar kemur að útfl utningi. Seinkun hefur orðið á aukningu álútfl utnings, afl abrögð urðu slakari á síðasta fi skveiðiári en spáð var og kvótaskerðingin fyrir yfi rstandandi fi sk- veiðiár var harkalegri en gert var ráð fyrir í júlí. Horfur fyrir útfl utn- ingsvöxt í ár eru því mun dekkri en í síðustu grunnspá. Í stað 12% vaxtar er einungis spáð um 4% vexti. Á næsta ári er hins vegar gert ráð fyrir að álútfl utningur aukist verulega. ... en samt bjartari hagvaxtarhorfur framan af spátímabilinu Meiri innlend eftirspurn í fyrra og í ár en ætlað var í júlí setur mark sitt á hagvöxt bæði árin. Hagvöxtur var um 1½ prósentu meiri í fyrra en fyrstu áætlanir Hagstofunnar frá því í mars gáfu til kynna. Sam- kvæmt grunnspánni verður hagvöxtur einnig nokkru meiri í ár en spáð var í júlí, þótt óhagstæðara framlag utanríkisviðskipta verki á móti. Þar sem innfl utningur dregst töluvert minna saman á næsta ári en spáð var í júlí, verður hagvöxtur heldur minni þrátt fyrir minni samdrátt þjóðarútgjalda og aukinn álútfl utning. Strangara peninga- legt aðhald á fyrri hluta spátímabilsins í endurskoðaðri spá eykur hins vegar samdráttinn á árinu 2009. Grunnspá PM 2007/2 Grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 4 Útflutningur 2005-2009 -8 -4 0 4 8 12 16 20092008200720062005 Grunnspá PM 2007/2 Grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 5 Hagvöxtur 2005-2009 -4 -2 0 2 4 6 8 20092008200720062005 Grunnspá PM 2007/2 Grunnspá PM 2007/3 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd 3 Þróun íbúðafjárfestingar 2005-2009 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 20092008200720062005
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.