Peningamál - 21.05.2014, Qupperneq 66

Peningamál - 21.05.2014, Qupperneq 66
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 4 • 2 66 Hreint útflæði vegna fjármagnsjafnaðar meira í fyrra en árið áður Fjármagnsjöfnuður heldur utan um allar breytingar á erlendum eignum og skuldum sem tilkomnar eru vegna afborgana af erlendum lánum, nýrra lána eða kaupa og sölu á erlendum eignum. Undirliggjandi fjár­ magnsjöfnuður án breytinga á gjaldeyrisforða Seðlabankans reyndist neikvæður um rúma 206 ma.kr. á síðasta ári eða sem nemur 12% af landsframleiðslu, sem er heldur meira hreint útstreymi fjármagns en árið áður. Á árinu 2012 var hreint fjármagnsútstreymi verulegt vegna endurgreiðslna erlendra lána ríkissjóðs og Seðlabankans en í fyrra var fjármagnsútstreymi að stórum hluta vegna endurgreiðslna af erlendum lánum annarra aðila, en einnig vegna kaupa á erlendum verðbréfum. Hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur haldið áfram að batna, sem m.a. má rekja til mikils undirliggjandi viðskiptaafgangs sem hefur verið ríflega 5% af landsframleiðslu að meðaltali undanfarin fimm ár.2 Opinber hrein erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um 7.532 ma.kr. eða 421% af landsframleiðslu í lok síðasta árs. Að frátöldum eignum og skuldum innlánsstofnana í slitameðferð var staðan hins vegar mun betri eða neikvæð um 12% af landsframleiðslu. Við þessa stöðu þarf að bæta áhrifum af slitum sömu stofnana með tilliti til bókfærðs virðis eigna og undirliggjandi skiptingar kröfuhafa miðað við samþykktar kröfur í kröfuhafaskrám.3 Þessi áhrif eru talin neikvæð um sem nemur 44% af landsframleiðslu. Að auki hefur verið lagt mat á skuldastöðu annarra fyrirtækja sem unnið er að slitum á og er talið að þau áhrif séu jákvæð sem nemi 3% af landsframleiðslu. Samkvæmt nýjasta mati Seðlabankans er undirliggjandi hrein erlend staða þjóðarbúsins því talin hafa verið neikvæð um 944 ma.kr. eða 53% af landsframleiðslu í árslok 2013. Staðan hefur því batnað um 180 ma.kr. eða 10% af landsframleiðslu frá árslokum 2012. Nánar er fjallað um erlenda stöðu þjóðarbúsins í Fjármálastöðugleika 2014/1. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður snýst í halla á seinni hluta spátímans Gert er ráð fyrir að halli á þáttatekjujöfnuði verði lítillega meiri á seinni hluta spátímans en í ár þar sem gert er ráð fyrir að arðsemi erlendra stóriðjufyrirtækja aukist samfara hækkandi álverði. Þrátt fyrir það er undirliggjandi viðskiptajöfnuður talinn verða um ½ prósentu hagstæð­ ari á næstu tveimur árum en í síðustu spá Peningamála. Rekja má betri horfur til meiri útflutnings á vöru og þjónustu, sérstaklega á næsta ári þegar gert er ráð fyrir að hann verði um 1½ prósentu meiri en áætlað var í febrúarspánni, og hagstæðari þróunar viðskiptakjara (sjá nánar í kafla II). Undirliggjandi viðskiptajöfnuður verður neikvæður um ríflega ½% af landsframleiðslu árið 2015 en fer í rúmlega 2% halla árið 2016 (mynd VII­5) sem endurspeglar að vergur þjóðhagslegur sparnaður nær ekki að halda í við aukna innlenda fjármunamyndun (mynd VII­ 6). Sem fyrr eru horfur um viðskiptajöfnuð háðar mikilli óvissu og geta hæglega breyst verði þróun ytri skilyrða með öðrum hætti (sjá umfjöllun í kafla I). Mynd VII-5 Viðskiptajöfnuður 2000-20161 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. 2. Án reiknaðra tekna og gjalda innlánsstofnana í slita- meðferð en með áætluðum áhrifum af uppgjörum þrotabúa þeirra og án áhrifa lyfjafyrirtækisins Actavis fram til ársins 2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vöru- og þjónustujöfnuður Undirliggjandi þáttatekjujöfnuður2 Undirliggjandi viðskiptajöfnuður2 Mældur viðskiptajöfnuður -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘02 ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘00 Mynd VII-6 Viðskiptajöfnuður, fjárfesting og sparnaður 2000-20161 % af VLF 1. Rekstrarframlög talin með þáttatekjum. Grunnspá Seðlabankans 2014-2016. 2. Leiðrétt fyrir reiknuðum tekjum og gjöldum innláns- stofnana í slitameðferð og áhrifum uppgjörs búa þeirra og leiðrétt fyrir Actavis fram til ársins 2012. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Undirliggjandi viðskiptajöfnuður² Undirliggjandi þjóðhagslegur sparnaður² Fjárfesting ‘16‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00 -30 -20 -10 0 10 20 30 40 2. Breyting á erlendri stöðu þjóðarbúsins er jöfn fjármagnsjöfnuði auk áhrifa verð­ og gengis­ breytinga. 3. Sjá nánar í Seðlabanki Íslands (2013), „Undirliggjandi erlend staða og greiðslujöfnuður“, Sérrit nr. 9, mars 2013.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.