Peningamál - 04.11.2015, Síða 6
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
6
EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR
spátímann. Því er gert ráð fyrir hærra gengi en í ágústspánni (mynd
I-2). Raungengið hefur einnig hækkað með hærra nafngengi og
hækkun innlends kostnaðar umfram meðalhækkun í helstu viðskipta-
löndum. Samkvæmt spánni mun raungengið halda áfram að hækka
út spátímann og verður það orðið um 3% yfir meðaltali sl. þrjátíu ára
árið 2018. Það verður þó enn næstum 18% lægra en það fór hæst í
aðdraganda fjármálakreppunnar.
Viðskiptakjör bötnuðu um 10½% á fyrri hluta ársins frá sama
tíma í fyrra og kemur það til viðbótar ríflega 3% bata í fyrra. Skýrist
batinn fyrst og fremst af lækkun alþjóðlegs hrávöru- og olíuverðs og
hækkun á verði sjávarafurða. Gert er ráð fyrir að það hægi á batanum
á seinni hluta ársins og að viðskiptakjör batni um liðlega 5% í ár. Er
það ½ prósentu minni bati en spáð var í ágúst. Horfur fyrir næstu
ár eru hins vegar óbreyttar frá ágúst en óvissa hefur aukist í takt við
aukna óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum.
Þjónustuútflutningur jókst töluvert meira á fyrri hluta ársins en
gert var ráð fyrir í ágústspá bankans. Skýrist frávikið annars vegar
af miklum krafti í ferðaþjónustu og hins vegar af miklum og ófyrir-
séðum einskiptistekjum af einkaleyfum vegna hugverka. Þótt þessar
einskiptistekjur séu ekki líklegar til að endurspegla þróunina fyrir árið í
heild eru horfur á miklum vexti þjónustuútflutnings í ár. Á móti vegur
hins vegar veikari útflutningur sjávarafurða, sem rekja má til minni
makrílveiða, innflutningsbanns Rússa og tregðu í sölu til Nígeríu.
Vöxtur útflutnings vöru og þjónustu er því áætlaður 6,8% í ár eins
og í ágústspánni (mynd I-3). Samkvæmt spánni hægir nokkuð á
útflutningsvexti á næstu þremur árum í takt við hækkandi raungengi
(sjá umfjöllun í rammagrein 2 um áhrif gengisbreytinga á utanríkis-
viðskipti). Horfur eru á minni vöruútflutningi á næsta ári en spáð var
í ágúst enda hækkun raungengis meiri og eftirspurn viðskiptalanda
minni en þá var gert ráð fyrir. Á móti vega betri horfur í ferðamanna-
iðnaði.
Líkt og í fyrri spám bankans er gert ráð fyrir að afgangur á við-
skiptum við útlönd minnki nokkuð á næstu árum. Það endurspeglar
fyrst og fremst kröftugan innflutning, en á móti vegur nokkur við-
skiptakjarabati frá því í fyrra og fram á næsta ár. Talið er að afgangur
á vöru- og þjónustuviðskiptum minnki úr 6½% af landsframleiðslu í
ár í um 3½% árið 2018 (mynd I-4). Undirliggjandi viðskiptajöfnuður
minnkar með áþekkum hætti úr um 4% af landsframleiðslu í ár í ½%
árið 2018. Nánar er fjallað um þróun raungengis og viðskiptakjara í
kafla II og útflutning og ytri jöfnuð í kafla IV.
Mikill vöxtur innlendrar eftirspurnar í fyrra og horfur á enn meiri
vexti í ár
Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands jókst einkaneysla á
fyrri hluta ársins um 4,4% frá sama tíma í fyrra. Leggst þar á eitt
aukinn kaupmáttur ráðstöfunartekna vegna hækkunar launa, auk-
innar atvinnu, tiltölulega lítillar verðbólgu og batnandi eiginfjárstöðu
heimila sakir hækkunar eignaverðs og lækkunar skulda. Horfur eru á
að svo verði áfram og við bætast fyrirhugaðar lækkanir skatta sem
auka munu eftirspurn heimila enn frekar. Áætlað er að einkaneysla
aukist um 4,6% í ár sem er heldur meira en spáð var í ágúst og að hún
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-2
Gengi krónunnar og viðskiptakjör 2008-20181
Vísitala, 2005 = 100
Gengisvísitala PM 2015/4 (v. ás, andhverfur kvarði)
Raungengi PM 2015/4 (h. ás)
Viðskiptakjör PM 2015/4 (h. ás)
215
205
195
185
175
165
155
145
60
65
70
75
80
85
90
95
‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Vísitala, 2005 = 100
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Macrobond, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-3
Útflutningur vöru og þjónustu 2008-20181
Breyting frá fyrra ári (%)
Útflutningur vöru og þjónustu PM 2015/4
Innflutningur helstu viðskiptalanda Íslands PM 2015/4
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
12
‘17 ‘18‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Brotalínur sýna spá frá PM 2015/3.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-4
Viðskiptajöfnuður 2008-20181
% af VLF
Jöfnuður á vöru- og þjónustuviðskiptum PM 2015/4
Undirliggjandi viðskiptajöfnuður PM 2015/4
-20
-15
-10
-5
0
5
10
15
‘18‘17‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08