Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 10

Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 10
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 10 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR Bandaríkjadals hefur reynt á þolrif efnahagsreikninga í mörgum þessara ríkja, einkum þar sem fjármálalegt ójafnvægi hefur byggst upp undanfarin ár, og bæst ofan á lækkun hrávöru- og olíuverðs. Væntingar um hækkun vaxta í Bandaríkjunum hafa að sama skapi dregið verulega úr fjármagnsflæði til þeirra og aukið hættuna á bak- slagi í brothættum efnahagsbata, sérstaklega ef vaxtahækkanir færu saman við enn frekari hækkun Bandaríkjadals. Óvissa í alþjóðastjórn- málum er enn nokkur og þótt hún hafi líklega minnkað á heildina litið frá því sem hún var fyrir ári, hefur mikill flóttamannastraumur frá botni Miðjarðarhafs skapað nýja núningsfleti. Litið lengra fram á veginn gætu erfiðleikar við að þoka verðbólgu upp í markmið og óhagstæð þróun í aldurssamsetningu í mörgum iðnríkjum einnig bent til þess að alþjóðlegar hagvaxtarhorfur séu of bjartsýnar. Alþjóðlegur hagvöxtur gæti þó orðið meiri en grunnspáin gerir ráð fyrir ef t.d. áhrif lækkunar hrávöru- og olíuverðs á eftirspurn í helstu iðnríkjum verða meiri en gert er ráð fyrir eða ef nýlegar eftirspurnarörvandi aðgerðir Seðlabanka Evrópu reynast árangursríkari en talið hefur verið. Eftir sem áður er talin meiri hætta á að alþjóðlegar efnahagshorfur séu of bjartsýnar í grunnspánni en að þær séu of svartsýnar. Óvissa um gengisþróun Í grunnspánni er sem fyrr gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist stöðugt út spátímann. Um þessa forsendu ríkir óvissa. Gengið gæti orðið lægra en hér er gert ráð fyrir ef t.d. viðskiptakjör verða óhag- stæðari. Mikil hækkun innlends launakostnaðar í kjölfar kjarasamninga nýverið mun einnig leiða til hækkunar raungengis sem skapa mun vaxandi þrýsting til nafngengislækkunar, sérstaklega til lengri tíma litið. Gengi krónunnar gæti hins vegar einnig orðið hærra en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Nýlega gengishækkun má að nokkru leyti rekja til þess að efnahagsþróun hér á landi hefur verið hagfelldari en í nágrannaríkjum og ekki er útilokað að svo verði áfram. Gengið gæti einnig hækkað ef fjármagnsinnflæði í leit að betri ávöxtun eykst enn frekar eða ef viðskiptakjör þjóðarbúsins batna meira en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Óvissa gæti aukist tímabundið við uppgjör slitabúa Framundan er uppgjör slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja í tengslum við losun fjármagnshafta. Í spánni er áætlað að uppgjörið eigi sér m.a. stað með greiðslu svokallaðs stöðugleikaframlags sem getur valdið verulegum breytingum á innlendum efnahagsreikningum meðan á uppgjörinu stendur.2 Markmiðið er að beita markaðsaðgerðum Seðlabankans þannig að uppgjörið muni ekki hafa áhrif á lausafé í umferð eða peningamagn og þannig á aðhaldsstig peningastefn- unnar miðað við það sem peningastefnunefnd bankans stefnir að. Umbreytingarnar gætu hins vegar orðið það miklar að ekki takist fylli- lega að vinna á móti þeim. Uppgjörið gæti því valdið tímabundnum breytingum á lausafé og aðhaldsstigi sem gæti aukið óvissu tíma- 2. Sjá t.d. umfjöllun í Þorvarður Tjörvi Ólafsson (2015), „Economic analysis of capital account liberalisation in Iceland“. Seðlabanki Íslands Sérrit (væntanlegt). 1. Vegið meðaltal staðalfráviks í hagvaxtarspám þeirra spáaðila sem Consensus Forecasts tekur saman fyrir G7-ríkin (vegið með kaup- máttarleiðréttri landsframleiðslu). 2. Afleitt flökt S&P500-hlutabréfa- vísitölunnar (Chicago Board Options Exchange). Heimildir: Consensus Forecasts, Macrobond. Mynd I-12 Óvissa í hagvaxtarspám og flökt í hlutabréfaverði Janúar 2004 - október 2015 Staðalfrávik (%) Sundurleitni í hagvaxtarspám (v. ás)¹ VIX-flöktvísitalan (h. ás)² Vísitala 0,2 0,3 0,4 0,5 0,6 0,7 0,8 0 10 20 30 40 50 60 70 ‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04 0,9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.