Peningamál - 04.11.2015, Page 13
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
13
EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR
leiðnivöxtur um þetta langt skeið er áhyggjuefni, þótt svipaða þróun
megi finna meðal flestra annarra þróaðra ríkja (um mögulegar ástæður
þessa er fjallað í kafla IV í Peningamálum 2015/2), en framleiðnivöxtur
er einn þeirra grundvallarþátta sem ráða hagvaxtargetu þjóðarbúsins
til langs tíma og sá þáttur sem einna mest ræður því hversu hratt
efnahagsbúskapurinn getur vaxið án þess að af hljótist aukinn verð-
bólguþrýstingur. Fari framleiðnivöxtur í sögulegt meðaltal frá og með
næsta ári eykst hagvaxtargeta þjóðarbúsins sem því nemur og verð-
bólguþrýstingur verður minni. Vextir geta því verið lægri en ella sem
styður enn frekar við innlenda eftirspurn og hagvöxt. Eins og sjá má
á mynd I-14 verður fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu hátt í 1
prósentu meiri árið 2018 en í grunnspánni og hagvöxtur verður ríflega
½ prósentu meiri á ári frá árinu 2017. Verðbólga verður einnig um ½
prósentu minni en í grunnspánni og yrðu því vextir Seðlabankans um
1 prósentu lægri árið 2018.
Áhrif kjarasamninga á eftirspurn og verðbólgu mögulega
vanmetin
Nýgerðir kjarasamningar á almennum vinnumarkaði hafa aukið inn-
lendan verðbólguþrýsting verulega. Í kjölfar úrskurðar gerðardóms um
launahækkanir háskólamenntaðra opinberra starfsmanna hefur ólga
á vinnumarkaði aukist enn á ný og líkur eru á að niðurstaða dómsins
muni leiða til enn frekari launahækkana í byrjun næsta árs vegna
endurskoðunarákvæða kjarasamninga á almennum markaði. Í grunn-
spánni er tekið tillit til þessara þátta en mikil óvissa er um hver endan-
leg áhrif upphaflegra samninga verða og þess uppnáms sem úrskurður
gerðardóms hefur síðan valdið (sjá einnig rammagrein 4). Verðbólga
hefur vissulega aukist heldur hægar en mat Seðlabankans í vor á
áhrifum kjarasamninganna gerði ráð fyrir (sjá kafla I í Peningamálum
2015/2) og bankinn spáði í ágúst. Skammur tími er hins vegar liðinn
og ekki hafa sést skýr merki um að fyrirtækjum hafi tekist að mæta
kostnaðarhækkuninni með innri hagræðingu, a.m.k. ekki ef marka má
nýlega atvinnuþróun og ráðningaáform þeirra. Í öllu falli bendir hröð
hækkun launahlutfalls til þess að hætta sé á að grunnspáin vanmeti
það efnahagslega ójafnvægi sem af þessum kjarasamningum geti
hlotist og að vöxtur eftirspurnar verði enn kröftugri og efnahagslegt
ójafnvægi byggist upp hraðar en í henni felst (mynd I-15).
Þeir óvissuþættir sem raktir eru í kafla I í Peningamálum 2015/2
eiga því enn við. Markmið í opinberum fjármálum gætu t.d. verið í
uppnámi sem hækkað gæti áhættuþóknun innlendra fjáreigna sem
auka myndi fjármögnunarkostnað innlendra aðila og gæti grafið
undan áætlun um losun fjármagnshafta. Þessi óvissa og lakari sam-
keppnisstaða sem fylgir mikilli hækkun innlends kostnaðarstigs (sjá
rammagrein 2) gæti til viðbótar skapað aukinn þrýsting á gengi
krónunnar sem eykur hættu á að áhrif launahækkana á verðbólgu séu
vanmetin í grunnspánni.
Aukin óvissa um verðbólguhorfur og meiri hætta á vanmati en
ofmati
Óvissuþættirnir sem lýst er hér að ofan undirstrika að verðbólguhorfur
til næstu þriggja ára gætu auðveldlega breyst frá því sem gert er ráð
fyrir í grunnspánni. Verðbólguþrýstingur gæti verið vanmetinn sem að
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd I-15
Framleiðsluspenna, atvinnuleysi og
launahlutfall 2000-20181
% % af mannafla
Framleiðsluspenna, % af framleiðslugetu (v. ás)
Launahlutfall, % af vergum þáttatekjum
(frávik frá 20 ára meðaltali, v. ás)
Atvinnuleysi (h. ás, andhverfur kvarði)
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0
‘02 ‘04 ‘06 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14 ‘18‘16‘00