Peningamál - 04.11.2015, Page 14

Peningamál - 04.11.2015, Page 14
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 14 EFNAHAGSHORFUR OG HELSTU ÓVISSUÞÆTTIR öðru óbreyttu myndi kalla á hærra vaxtastig en felst í grunnspánni til að halda verðbólgu í markmiði, ef t.d. fyrirtæki velta kostnaðarauka nýgerðra kjarasamninga í meira mæli út í verðlag en hér er gert ráð fyrir eða ef áhrif mikillar tímabundinnar hækkunar kaupmáttar ráðstöf- unartekna á einkaneyslu og húsnæðisverð eru vanmetin.3 Verðbólga gæti einnig orðið þrálátari en spáð er ef þessar miklu launahækkanir ná að grafa enn frekar undan kjölfestu verðbólguvæntinga. Svipaða sögu má segja ef gengi krónunnar reynist lægra á spátímanum en gert er ráð fyrir í grunnspánni eða ef spennan í þjóðarbúskapnum verður meiri, t.d. ef umsvif í orkufrekum iðnaði reynast meiri en spáð er eða ef slakinn í ríkisfjármálum reynist meiri. Nýlegir brestir í miðlunarferli peningastefnunnar gætu einnig gert henni erfiðara fyrir að halda aftur af innlendri eftirspurn sem að öðru óbreyttu gæti leitt til meiri verð- bólgu en spáð er. Verðbólga gæti hins vegar reynst minni en spáð er ef alþjóðlegar efnahagshorfur reynast lakari eða ef alþjóðlegt hrá- vöru- og olíuverð gefur enn frekar eftir. Gengi krónunnar gæti einnig reynst hærra en grunnspáin gerir ráð fyrir og fyrirtæki gætu brugðist við mikilli hækkun launakostnaðar í meira mæli í gegnum lækkun eigin hagnaðarhlutdeildar eða með aukinni hagræðingu. Framleiðnivöxtur gæti einnig orðið meiri en í grunnspánni sem vega myndi í meira mæli gegn verðbólguþrýstingi af vinnumarkaði. Mynd I-16 endurspeglar ofangreinda óvissuþætti verðbólgu- spárinnar með því að sýna verðbólguhorfur samkvæmt grunnspá ásamt mati á óvissubili spárinnar, þ.e. mati á bili verðbólgu sem taldar eru 50-90% líkur á að verðbólga verði innan næstu þrjú ár (sjá viðauka 3 í Peningamálum 2005/1 þar sem aðferðafræðinni í þessum útreikningum er lýst). Óvissa um verðbólguhorfur er talin hafa aukist frá því í ágúst, m.a. vegna meiri ólgu á vinnumarkaði og aukinnar óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum. Líkt og í ágúst er talin meiri hætta á að verðbólgu sé vanspáð á öllum spátímanum. Taldar eru um helmingslíkur á að verðbólga verði á bilinu 3¼-5% að ári liðnu og á bilinu 2-4½% í lok spátímans. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd I-16 Verðbólguspá og óvissumat 1. ársfj. 2012 - 4. ársfj. 2018 PM 2015/4 Verðbólgumarkmið 50% líkindabil 75% líkindabil 90% líkindabil 0 1 2 3 4 5 6 7 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 3. Grunnspáin byggist á því að peningastefnunni sé beitt þannig að tryggt sé að verðbólga sé við markmið yfir hagsveifluna.

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.