Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 16
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
16
Hagvaxtarhorfur heimsbúskaparins fara versnandi …
Í nýrri hagvaxtarspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að
hagvöxtur dragist saman í heimsbúskapnum í ár frá fyrra ári og
verði einungis 3,1% sem er þó nokkru undir meðaltali síðustu þrjátíu
ára. Aðlögun Kína að minni hagvexti og breyttum drifkröftum hans,
veruleg lækkun olíu- og hrávöruverðs, sviptingar í fjármagnsflæði á
milli landa, vænt vaxtahækkun í Bandaríkjunum og hert fjármálaleg
skilyrði nýmarkaðsríkja setja svip sinn á spá sjóðsins. Hagvaxtarhorfur
hafa einkum versnað til skamms tíma og býst sjóðurinn við að heims-
hagvöxtur taki við sér á næsta ári og verði 3,6% sem eru lakari horfur
en í fyrri spám hans. Samanborið við vorspá sjóðsins er gert ráð fyrir
hægari fjölgun iðnríkja þar sem hagvöxtur verður yfir 2% (mynd II-4).
En um leið er aukin hætta að mati sjóðsins á verri hagvaxtarþróun en
gengið er út frá í grunnspá hans, sérstaklega meðal nýmarkaðsríkja.
Meginþorri hagvaxtar í heimsbúskapnum hefur verið borinn
uppi af nýmarkaðsríkjum undanfarin ár, en árið í ár verður fimmta
árið í röð þar sem hagvöxtur í þeim ríkjum minnkar milli ára gangi spá
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eftir. Um leið hefur sjóðurinn lækkað spá sína
fyrir hagvöxt iðnríkja. Horfur hafa einkum versnað fyrir útflytjendur
olíu og hrávöru, t.d. Ástralíu, Brasilíu og Kanada.
… sem endurspeglast einnig í lakari horfum fyrir helstu
viðskiptalönd Íslands
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur meðal helstu viðskiptalanda Íslands
verði óbreyttur í ár frá fyrra ári eða 1,7%. Í fyrri spám Seðlabankans á
árinu hefur hins vegar verið búist við að þróttur efnahagsbatans myndi
aukast frá fyrra ári. Horfur fyrir hagvöxt næstu tveggja ára hafa sömu-
leiðis versnað samanborið við ágústspána. Um leið hafa líkur á minni
hagvexti en gert er ráð fyrir í grunnspánni aukist.
Vöxtur alþjóðaviðskipta og eftirspurnar helstu viðskiptalanda
hefur gefið eftir það sem af er ári
Horfur um alþjóðaviðskipti og eftirspurn helstu viðskiptalanda hafa
einnig versnað frá ágústspá bankans. Eins og rakið er í nýrri spá
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er erfitt að meta í hve ríkum mæli hafi hægt
á vexti alþjóðaviðskipta á fyrri helmingi ársins vegna mikilla sveiflna
í viðskiptakjörum og gengi gjaldmiðla. Þannig bregði þjóðhags-
reikningar upp mynd af því að nokkuð hafi hægt á vexti alþjóðavið-
skipta en ýmsir alþjóðlegir vísar um umfang viðskipta bendi beinlínis til
samdráttar. Spá sjóðsins um vöxt alþjóðaviðskipta í ár hefur því verið
lækkuð um tæpa prósentu frá því í júlí í 3,2% og spá fyrir næsta ár
hefur ennfremur verið lækkuð. Sjóðurinn býst við nokkru minni vexti
innflutnings í iðnríkjum og mun minni vexti í nýmarkaðsríkjum. Af
þessum sökum er búist við minni innflutningi meðal helstu viðskipta-
landa Íslands en í ágústspánni. Gert er ráð fyrir að hann aukist um
3,3% í ár, sem er lækkun um ½ prósentu frá því í ágúst.
Verðbólga enn sem fyrr lítil í þróuðum ríkjum
Enn sem fyrr er verðbólga lítil í iðnríkjunum og meginviðfangsefni
seðlabanka flestra þeirra að ýta undir meiri verðbólgu til að komast hjá
verðhjöðnun og óhóflegri lækkun verðbólguvæntinga. Þannig mældist
á ný lítils háttar verðhjöðnun á evrusvæðinu og í Bretlandi í septem-
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.
Fjöldi ríkja
< -2%
-2% til -1%
-1% til 0%
0 5 10 15 20 25 30 35
2017
2016
2015
2014
0% til 1%
1% til 2%
> 2%
Mynd II-4
Dreifing hagvaxtar meðal 35 þróaðra ríkja
1
1 13 21
11 15 18
1888
311 4 8 18
Heimild: Macrobond.
12 mánaða breyting (%)
Mynd II-5
Verðbólga í nokkrum iðnríkjum
Janúar 2004 - september 2015
Bandaríkin
Evrusvæðið
Japan
Bretland
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
5
6
‘13 ‘14 ‘15‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04
1. Gildi fyrir árið 2015 miðast við fyrri árshelming. Vísitala raunverðs
fyrir hvern flokk hrávöru er viðskiptavegið meðaltal heimsmarkaðsverðs
hvers hrávöruflokks í Bandaríkjunum staðvirt með vísitölu framleiðslu-
verðs í þróuðum ríkjum.
Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn.
Vísitala, 2005 = 100
Mynd II-6
Hrávöruverð að raunvirði 1960-20151
Eldsneyti
Málmar
Hrávara
0
25
50
75
100
125
150
175
200
225
201020001990198019701960