Peningamál - 04.11.2015, Síða 17

Peningamál - 04.11.2015, Síða 17
ALÞJÓÐLEG EFNAHAGSMÁL OG VIÐSKIPTAKJÖR P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 17 ber sl. (mynd II-5). Veruleg lækkun hrávöru- og olíuverðs (mynd II-6) hefur lagst á sveif með framleiðsluslaka og dregið úr verðbólgu á ný, en verðbólga hefur sums staðar aukist meðal ríkja í hópi hrávöru- og olíuútflytjenda þar sem gengislækkun hefur aukið innflutta verðbólgu. Verðbólguhorfur meðal helstu viðskiptalanda Íslands eru heilt á litið nær óbreyttar frá síðustu spá þótt búist sé við að hún verði ójafnari vegna ólíkra áhrifa olíu- og hrávöruverðslækkunar á einstök ríki. Verulegar sviptingar á alþjóðlegum mörkuðum Sex árum eftir að efnahagsbati hófst í heimsbúskapnum í kjölfar alvarlegustu fjármálakreppu frá fjórða áratug síðustu aldar er batinn enn þróttlítill og brothættur. Það hægir á vexti efnahagsumsvifa í nýmarkaðsríkjum, ekki síst í Kína þar sem einkaneysla og þjónusta þurfa í auknum mæli að koma í stað fjárfestingar og framleiðslu sem megindrifkraftar hagvaxtar. Ótti við harða lendingu í Kína jókst í sumar og olli miklum óróleika á alþjóðlegum mörkuðum þar sem hrávöruverð lækkaði skarpt, fjármagnsinnflæði til nýmarkaðsríkja minnkaði, áhættuálag hækkaði og gengi gjaldmiðla nýmarkaðsríkja lækkaði gagnvart Bandaríkjadal (myndir II-6 og II-7). Þessar sviptingar eru ólíkar þeim sem áttu sér stað á seinni hluta síðasta árs þegar snörp olíuverðslækkun hafði tiltölulega lítil áhrif á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum (mynd II-8) og gengi gjaldmiðla ýmissa iðnríkja lækkaði gagnvart Bandaríkjadal. Að þessu sinni hefur verð málma, sem alla jafna bregst meira við breytingum í efnahagsumsvifum í heims- búskapnum en olíuverð, einnig lækkað verulega ólíkt því sem átti sér stað í fyrra. Enn gera markaðsaðilar almennt ráð fyrir að vextir hækki fyrr í Bandaríkjunum og Bretlandi en í flestum öðrum iðnríkjum þótt þess sé vænst að tímasetningar fyrstu hækkana verði heldur seinna á ferðinni en áður var talið. Óvissa hefur hins vegar aukist um hversu vel nýmarkaðsríkin eru í stakk búin til að takast á við hækkun vaxta, ekki síst í ríkjum í hópi hrávöruútflytjenda þar sem skuldsetning fyrirtækja í Bandaríkjadal er gjarnan víðtæk (mynd II-9).1 Útflutningsverð og viðskiptakjör Áframhaldandi mikil hækkun sjávarafurðaverðs en álverð fer lækkandi Verð sjávarafurða í erlendum gjaldmiðlum hefur hækkað nær látlaust frá því í febrúar í fyrra. Sjávarafurðaverð hækkaði um ríflega 17% milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs en heldur hefur dregið úr hækkuninni eftir því sem liðið hefur á árið. Gert er ráð fyrir að verð sjávarafurða muni hækka um 8½% milli ára á þessu ári eins og í ágústspánni (mynd II-10). Horfur eru hins vegar tvísýnni en í ágúst, m.a. vegna versnandi efnahagshorfa, óvissu um áhrif innflutningsbanns Rússa og efnahags- þrenginga í Nígeríu. Líklegt er þó að verð mjöls og lýsis muni hækka á næstunni vegna samdráttar í framleiðslu í Chíle og Perú fyrir áhrif hlýsjávarstraumsins El Niño. Á fyrstu þremur fjórðungum þessa árs lækkaði álverð um 7% frá sama tíma í fyrra. Heimsmarkaðsverð málma hefur lækkað verulega, 1. Sjá t.d. umfjöllun í kafla 3 í Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2015). Global Financial Stability Report, október. 1. VIX-flöktvísitölur sýna afleitt flökt fjármálaafurða. Heimild: FRED gagnagrunnur Seðlabanka Bandaríkjanna í St. Louis. Vísitala Mynd II-8 Flökt á alþjóðlegum mörkuðum1 Daglegar tölur 3. janúar 2011 - 30. október 2015 VIX-flöktvísitalan fyrir hráolíuverð VIX-flöktvísitalan fyrir S&P 500 hlutabréfavísitöluna VIX-flöktvísitalan fyrir hlutabréfavísitölur nýmarkaðsríkja 0 10 20 30 40 50 60 70 80 2011 2012 2013 2014 2015 1. UNG: Ungverjaland, INA: Indónesia, MEX: Mexíkó, CHI: Chile, TYR: Tyrkland, RÚS: Rússland, PÓL: Pólland, FIL: Filippseyjar, BRA: Brasilía, SAF: Suður-Afríka, MAL: Malasía, TAÍ: Taíland, IND: Indland, KÍN: Kína. Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. % af heildarskuldum fyrirtækja í árslok 2014 Mynd II-9 Skuldsetning fyrirtækja í erlendum gjaldmiðli í nýmarkaðsríkjum1 Vaxtaþekja orku- og hrávörufyrirtækja (v. ás) Gírun orku- og hrávörufyrirtækja (h. ás) Skuldabréf Erlend lán Innlend lán EBITDA sem % af vaxtagjöldum Hreinar skuldir sem % af EBITDA 0 2 4 6 8 0 1 2 3 4 ‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05 KÍN IND TAÍ MAL SAF BRA FIL PÓL RÚS TYR CHI MEX INA UNG 0 20 40 60 80 Mynd II-7 Þróun gjaldmiðla nýmarkaðsríkja í aðdraganda og kjölfar gengislækkunar renminbis1 %-breyting á móti Bandaríkjadal² 1. Þann 11. ágúst sl. tilkynnti Seðlabanki Kína um aukinn sveigjanleika við skráningu kínverska renminbisins. 2. Lækkun táknar gengislækkun gjaldmiðils gagnvart Bandaríkjadal. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Macrobond. Kasakst tengi Brasilískt ríal Tyrknesk líra Kolumbískur pesi Malasískt ringgit Suður-Afrískt rand Síleskur pesi Mexíkóskur pesi Rússnesk rúbla Perúskt sól Taílenskt bat Indonesísk rúpía Pólskt slot Rúmenskt lei Suðurkóreskt vonn Ungversk fórinta Tékknesk króna Filippseyskur pesi Indversk rúpía Frá 12. ágúst 2015 Frá 1. janúar til 12. ágúst 2015 -40 -30 -20 -10 0 10

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.