Peningamál - 04.11.2015, Page 26
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
26
PENINGASTEFNAN OG INNLENDIR
FJÁRMÁLAMARKAÐIR
í aðdraganda kjarasamninga hafa eflaust átt þátt í að auka áhuga
lántakenda á slíkum lánum. Auk þess lækkaði greiðslubyrði heimila
í kjölfar skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda og lántakendur hafa lík-
lega talið greiðslugetu sína aukast í kjölfar launahækkana samhliða
nýgerðum kjarasamningum.
Útlán til atvinnufyrirtækja hafa einnig farið vaxandi á árinu.
Leiðréttur útlánastofn innlánsstofnana til fyrirtækjanna hefur hækkað
um tæplega 4% frá áramótum til septemberloka sem er heldur meira
en á sama tímabili í fyrra þegar hann dróst saman um u.þ.b. 1½%.
Hrein ný útlán innlánsstofnana til atvinnufyrirtækja námu rúmlega
126 ma.kr. á fyrstu níu mánuðum ársins sem er umtalsvert meira en á
sama tíma í fyrra. Aukinn útlánavöxtur er í takt við aukna fjárfestingu
atvinnufyrirtækja á þessu ári og vaxandi hlutdeild ytri fjármögnunar
fjárfestingarútgjalda, en samkvæmt nýrri fjárfestingarkönnun bankans
hefur hlutfall innri fjármögnunar lækkað úr ríflega 80% árið 2014 í
u.þ.b. 70% (sjá einnig umfjöllun í kafla IV).
Eignaverð og fjármálaleg skilyrði
Íbúðaverð hefur hækkað nokkuð það sem af er ári …
Það sem af er ári hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um
rúm 9% frá sama tíma í fyrra. Á sama tíma hefur kaupsamningum á
höfuðborgarsvæðinu fjölgað um rúm 10%, leiguverð hækkað um rúm
6% og launavísitala Hagstofunnar um tæp 7%.
... og horfur á að svo verði áfram
Hækkun íbúðaverðs á fyrstu þremur fjórðungum ársins er áþekk því
sem gert var ráð fyrir í ágústspá bankans og endurspeglar mikinn
vöxt undirliggjandi efnahagsstærða eins og hækkun ráðstöfunar-
tekna og bætta eiginfjárstöðu heimila. Hækkun raunverðs íbúða að
undanförnu hefur verið töluvert meiri en á evrusvæðinu en svipuð
og í Bandaríkjunum og í öðrum löndum þar sem verð hefur hækkað
umtalsvert (mynd III-14). Í grunnspá bankans nú er því spáð að hús-
næðisverð muni halda áfram að hækka á næstu árum með áþekkum
hætti og undanfarið.
Hlutabréfaverð hefur haldið áfram að hækka
Úrvalsvísitala kauphallarinnar, OMXI8, hefur hækkað um 18,2% frá
útgáfu síðustu Peningamála en 40,8% það sem af er ári (og 46,3%
að teknu tilliti til arðgreiðslna). Velta á aðalmarkaði var um 263 ma.kr.
á fyrstu níu mánuðum ársins eða um 43% meiri en á sama tíma í
fyrra. Skráðum fyrirtækjum á markaði fjölgaði í október þegar Síminn
lauk hlutafjárútboði. Þrátt fyrir aukna fjárfestingu erlendra aðila á
skuldabréfamarkaði virðist lítið um slíka nýfjárfestingu á hlutabréfa-
markaði enn sem komið er, en erfitt er þó að meta hvort afleidd áhrif
af nýfjárfestingu á skuldabréfamarkaði hafi haft áhrif á þróun hluta-
bréfamarkaðarins.
Skuldir einkageirans hafa lækkað frá áramótum
Bein uppsöfnuð höfuðstólslækkun íbúðalána lánastofnana vegna
skuldalækkunaraðgerða stjórnvalda nam 53,5 ma.kr. í júlí en áhrif svo-
kallaðrar séreignarsparnaðarleiðar voru töluvert minni eða um 9 ma.kr.
% af VLF
Mynd III-15
Skuldir heimila og fyrirtækja1
1. Skuldir við fjármálafyrirtæki og útgefin markaðsskuldabréf. 2. Lok
júní 2015. Áætlun SÍ fyrir VLF á árinu 2015. 3. Án fjármálafyrirtækja
og eignarhaldsfélaga.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Heimili
Fyrirtæki3
0
50
100
150
200
250
300
350
400
‘13 ‘14 ‘152‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03
91 91 96 85
99
103 102111 107113 110
122 119125
108 125 108
131 120
166
142
197
159
223
196
211
Vísitala, 2000 = 100
Mynd III-14
Íbúðaverð að raunvirði í þróuðum ríkjum
1. ársfj. 2000 - 2. ársfj. 2015
1. Ríki þar sem viðkvæmnivísitala íbúðarhúsnæðis (e. residential real
estate vulnerability index) er fyrir ofan miðgildi meðal þróaðra ríkja.
Þessi ríki eru: Ástralía, Austurríki, Belgía, Bretland, Frakkland, Hong
Kong, Ísrael, Kanada, Lúxemborg, Noregur, Nýja-Sjáland, Portúgal,
Spánn og Svíþjóð.
Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands.
Ísland
Bandaríkin
Evrusvæðið
Þróuð ríki sem búa við verðþrýsting¹
90
100
110
120
130
140
150
160
170
180
‘00 ‘02 ‘04 ‘06 ‘08 ‘10 ‘12 ‘14
Ma.kr. Ma.kr.
Mynd III-13
Hrein ný útlán innlánsstofnana til heimila
og fyrirtækja1
1. ársfj. 2013 - 3. ársfj. 2015
1. Ný útlán að frádregnum inn- og uppgreiðslum eldri lána. Utan
eignarhaldsfélaga.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
Óverðtryggð
Verðtryggð
Í erlendum gjaldmiðlum
Eignaleigusamningar
Alls
Alls að meðtöldum ÍLS
Heimili Fyrirtæki
-30
-15
0
15
30
45
60
2014 20152013 20142013 2015
-30
-15
0
15
30
45
60