Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 29

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 29
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 29 IV Innlent raunhagkerfi Frá því að árstíðarleiðrétt landsframleiðsla náði lægsta gildi sínu eftir fjármálakreppuna sem skall á af fullum þunga haustið 2008 hefur hún vaxið jafnt og þétt og mælist nú meiri en þegar hún var mest árið 2007. Hagvöxtur þessa batatímabils hefur verið borinn uppi af mikilli aukningu útflutnings, fjárfestingu atvinnuveganna og einkaneyslu sem batnandi hagur heimila hefur stutt við, sérstaklega á síðustu tveimur árum. Í ár er búist við því að hagvöxtur verði sá mesti frá árinu 2007 og verður hann drifinn áfram af kröftugum vexti sömu þátta og leitt hafa efnahagsbatann. Mikill vöxtur innlendrar eftirspurnar endur- speglast einnig í minnkandi afgangi á viðskiptum við útlönd þrátt fyrir ágætan útflutningsvöxt. Batinn á vinnumarkaði heldur einnig áfram með mikilli fjölgun starfa og minnkandi atvinnuleysi. Framleiðnivöxtur hefur hins vegar verið slakur og töluvert veikari en á fyrri bataskeiðum. Slakinn sem var í þjóðarbúinu á undanförnum árum hefur snúist í framleiðsluspennu og endurspeglar það þá aðlögun og bata sem orðið hefur í þjóðarbúskapnum á undanförnum árum. Samhliða því hefur aðhald í opinberum fjármálum minnkað. Hagvöxtur og innlend eftirspurn einkaaðila Hagvöxtur á fyrri hluta ársins í takt við maíspá Peningamála Hagstofa Íslands birti þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung í september sl. Samkvæmt þeim tölum var hagvöxtur 5,6% á öðrum ársfjórðungi sem er sá mesti sem mælst hefur á einum fjórðungi frá fyrsta fjórðungi 2008. Hagvöxtur mældist 5,2% á fyrri hluta ársins en í ágústspá bankans hafði verið gert ráð fyrir rúmlega 3% vexti (mynd IV-1). Stór hluti spáskekkjunnar er vegna endurskoðunar á eldri gögn- um Hagstofunnar auk þess sem framlag utanríkisviðskipta var umtals- vert hagfelldara en búist var við í ágúst. Hagvöxtur á fyrri hluta ársins var því talsvert nær því sem bankinn spáði í maí en sú spá var gerð áður en bráðabirgðatölur fyrir þjóðhagsreikninga fyrsta ársfjórðungs lágu fyrir. Sé horft á samsetningu hagvaxtarins má sjá að þar vegast á kraftmikill vöxtur innlendrar eftirspurnar og framlag utanríkisviðskipta sem, þrátt fyrir mikinn uppgang í þjónustuútflutningi, var neikvætt á fyrstu sex mánuðum ársins vegna mikils innflutnings sem jafnan fylgir vaxandi fjárfestingarumsvifum og einkaneyslu. Landsframleiðsla á mann nálgast það sem hún var mest fyrir kreppu Landsframleiðslan á öðrum ársfjórðungi var um 3,3% meiri en hún var þegar hún var mest á fjórða ársfjórðungi 2007 miðað við árstíðar- leiðréttar tölur Seðlabankans. Á sama tíma hefur fólksfjölgun einnig verið umtalsverð og því var landsframleiðsla á mann enn um 2½% minni (miðað við áætlun Hagstofunnar um mannfjöldaþróun). Frá því að landsframleiðslan var mest fyrir fjármálakreppuna dróst hún saman um 11,2% áður en hún tók að vaxa á ný um mitt ár 2010. Frá þeim tíma hefur hún vaxið um 16,1% og hefur batinn að mestu verið drifinn áfram af einkaneyslu, þjónustuútflutningi og atvinnuvegafjár- festingu (mynd IV-2). Mynd IV-1 Þjóðhagsreikningar á fyrri hluta 2015 og mat Seðlabankans Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Hagstofa Íslands PM 2015/3 0 10 20 30 VLF Innflutningur Útflutningur Þjóðarútgjöld Fjárfesting Samneysla Einkaneysla Mynd IV-2 Framlag undirliða landsframleiðslu til efnahagsbata1 1. Frá fyrri árshelmingi 2010 til fyrri árshelmings 2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 Innflutningur Samneysla Einkaneysla Fjárfesting Útflutningur Vörur Þjónusta VörurÞjón- usta Atvinnu- vegir Önnur fjárfesting Prósentur Mynd IV-3 Þróun landsframleiðslunnar í kjölfar fjármálakreppunnar1 1. ársfj. 2007 - 3. ársfj. 2015 Vísitala, 3. ársfj. 2008 = 100 Ísland Helstu viðskiptalönd OECD-ríki Evrusvæðið Bandaríkin Bretland 1. Árstíðarleiðrétt gögn fyrir Ísland koma frá Seðlabanka Íslands. Heimildir: Macrobond, OECD, Seðlabanki Íslands. 90 92 94 96 98 100 102 104 106 108 110 112 ‘14 ‘15‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.