Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 33

Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 33
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 33 INNLENT RAUNHAGKERFI umsvifum vegna stóriðjutengdrar fjárfestingar en í ágústspánni. Gangi það eftir verður vægi fjárfestingar í landsframleiðslu tæplega 20% árið 2018, rétt um 1 prósentu minna en meðalvægi síðustu þrjátíu ára. Hið opinbera Grunnspá gerir ráð fyrir hóflegum vexti útgjalda hins opinbera Aðhalds gætir á útgjaldahlið í rekstri hins opinbera sem sést á því að raunvöxtur samneyslu á fyrstu sex mánuðum þessa árs var um 1% samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Á sama tíma dróst fjár- festing hins opinbera lítillega saman að raunvirði. Á spátímabilinu er gert ráð fyrir lágum og stöðugum raunvexti bæði samneyslu og fjárfestingar. Þar vega þungt miklar kostnaðarhækkanir vegna launa- hækkana sem munu að óbreyttum útgjaldaáformum að nafnvirði halda aftur af raunvexti samneyslunnar bæði hjá ríkissjóði og sveitar- félögum. Þannig hafa nokkur sveitarfélög þegar tilkynnt að grípa þurfi til uppsagna semji þau um sambærilegar hækkanir og voru í nýlegum úrskurði gerðardóms. Gert er ráð fyrir um 1½% samneysluvexti á ári á spátímanum og líkt og í áætlunum fjármála- og efnahagsráðuneytisins er áætlað að fjárfesting hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu haldist óbreytt út spátímann í um 3%. Gangi spáin eftir markar það kafla- skil í þróun þessara hagstærða á hagvaxtarskeiði líkt og margra ára samdráttur samneyslu og fjárfestingar markaði þáttaskil í kjölfar fjár- málakreppunnar. Framlag opinberra útgjalda til hagvaxtar verður því hóflegt á næstu árum eða um ½ prósenta á ári (mynd IV-11). Hætta er hins vegar á að útgjaldaáform muni ekki ganga eftir þegar eins miklar kostnaðarhækkanir og felast í kjarasamningum opinberra starfsmanna eiga sér stað. Horfur á tiltölulega stöðugum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs Í voráætlun ríkisfjármála frá því í apríl sl. var gert ráð fyrir að afgangur á frumjöfnuði ríkissjóðs myndi batna um 0,4 prósentur af landsfram- leiðslu milli áranna 2016 og 2019.1 Í nýju fjárlagafrumvarpi minnkar þessi bati um helming þannig að viðbrögð fjármálastjórnar við nýgerðum kjarasamningum mæld í breytingu á frumjöfnuði eru tak- mörkuð. Á sama tímabili er gert ráð fyrir að halli á fjármagnsjöfnuði minnki verulega vegna niðurgreiðslu skulda sem hefur í för með sér að afgangur á heildarjöfnuði fer lítillega vaxandi á tímabilinu (mynd IV-12). Uppsöfnuð tekjulækkun vegna kerfisbreytinga á tekjuhlið frá hausti 2013, að bankaskattinum undanskildum, nemur samtals 1,6% af landsframleiðslu á árinu 2016. Verulegar skatttekjur hafa því verið gefnar eftir á sama tíma og aðhalds gætir á útgjaldahliðinni. Slökun á aðhaldi stafar því fyrst og fremst af breytingum á tekjuhliðinni. Yfirlýst stefnumið frumvarpsins um að hlutfall frumtekna af landsframleiðslu skuli ekki hækka á árunum 2016-2019 virðist því ganga gegn mark- miðum um sjálfvirka sveiflujöfnun ríkisfjármála en í henni felst að láta hlutfallið hækka á uppgangstímum. Frumgjöld sem hlutfall af lands- 1. Hér er frumjöfnuður ársins 2017 leiðréttur fyrir flýtingu niðurgreiðslu verðtryggðra hús- næðislána. 1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Br. frá fyrra ári (%) Mynd IV-11 Samneysla og fjárfesting hins opinbera 2010-20181 Samneysla (v. ás) Fjárfesting hins opinbera (v. ás) Opinber útgjöld í ráðstöfunaruppgjöri (h. ás) Framlag til hagvaxtar (prósentur) -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 -8 -6 -4 -2 0 2 4 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 1. Á þjóðhagsgrunni. Heimildir: Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Seðlabanki íslands. % af VLF Mynd IV-12 Afkoma ríkissjóðs 2015-20181 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 5 2018201720162015 Frumjöfnuður Fjármagnsjöfnuður Heildarjöfnuður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.