Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 38
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
38
INNLENT RAUNHAGKERFI
atvinnuleysis, atvinnuþátttöku, hlutfalls starfandi og vinnulítilla var
slakinn horfinn ef miðað er við frávik frá meðaltali áranna 2003-2015,
en meðalfjöldi vinnustunda var hins vegar enn undir sögulegu meðal-
tali sínu.5 Í ljósi þess hversu hægt meðalvinnustundum hefur fjölgað
kann þó enn að vera eitthvert svigrúm til að mæta aukinni eftirspurn
eftir vinnuafli án þess að það skapi enn frekari þrýsting á laun. Hlutfall
fyrirtækja sem telur vera skort á starfsfólki hækkaði um sjö prósentur
milli sumar- og haustkönnunar Gallups en í haustkönnuninni taldi um
fjórðungur fyrirtækja sig búa við skort á starfsfólki (mynd IV-22). Þar
sem þessar upplýsingar ná aðeins til ársins 2006 er meðaltal tímabilsins
(43%) þó líklega ekki góður mælikvarði á eðlilega nýtingu framleiðslu-
þátta.
Niðurstöður haustkönnunarinnar vekja einnig þá spurningu
hvort erfiðara sé orðið fyrir fyrirtæki að mæta skorti á starfsfólki með
innflutningi vinnuafls en hreinn innflutningur erlendra ríkisborgara
hefur verið töluverður á undanförnum árum (mynd IV-23). Þetta
á sérstaklega við í ljósi mats fyrirtækja í byggingageiranum sem er
sá geiri sem einna mest hefur mætt skorti á vinnuafli með innfluttu
vinnuafli. Í haustkönnun Gallups töldu um 2/3 byggingafyrirtækja sig
búa við skort á starfsfólki á sama tíma og rúmlega 70% fyrirtækja í
greininni vildu fjölga starfsmönnum. Í ferðaþjónustu, sem einnig hefur
mætt skorti á starfsfólki með erlendu vinnuafli, töldu 40% fyrirtækja
sig búa við skort á starfsfólki.
Framleiðsluspenna hefur myndast
Frá því að efnahagsbatinn hófst í kjölfar fjármálakreppunnar hefur
vannýtt framleiðslugeta minnkað jafnt og þétt. Aukin nýting fjár-
magnsstofnsins og minnkandi atvinnuleysi á síðustu árum eru til marks
um það. Vísbendingar úr viðhorfskönnunum benda sterklega til þess
að framleiðsluspenna hafi einnig aukist eftir því sem liðið hefur á árið.
Samkvæmt því sem kemur fram í haustkönnun Gallups voru mun
fleiri fyrirtæki sem töldu sig búa við skort á starfsfólki en áður og þeim
fyrirtækjum sem töldu erfitt að bregðast við aukinni eftirspurn fjölgaði
(mynd IV-22). Talið er að slakinn í þjóðarbúskapnum hafi nánast
horfið á síðasta ári og í ár er búist við því að landsframleiðslan vaxi
hraðar en framleiðslugeta þjóðarbúskaparins og að framleiðsluspenna
verði hátt í 1½% af framleiðslugetu (mynd IV-24). Er það heldur meiri
spenna en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans.
Mynd IV-22
Vísbendingar um notkun framleiðsluþátta1
1. ársfj. 2006 - 3. ársfj. 2015
%
Fyrirtæki með starfsemi nærri eða umfram hámarks-
framleiðslugetu
Fyrirtæki sem búa við skort á starfsfólki
1. Samkvæmt viðhorfskönnun Gallups meðal 400 stærstu fyrirtækja
landsins. Árstíðarleiðrétt gögn. Tvisvar á ári er spurt um hvort starfsemi
sé nærri eða umfram framleiðslugetu. Ársfjórðungsleg gögn eru fengin
með línulegri brúun (e. interpolation). Brotalínur sýna meðalhlutföll
tímabilsins.
Heimildir: Gallup, Seðlabanki Íslands.
0
10
20
30
40
50
60
‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06
1. Tölur um mannfjölda eru á ársgrunni á tímabilinu 1987-2014 og
ársfjórðungslegar frá 4. ársfjórðungi 2010.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd IV-23
Framlag til breytinga í mannfjölda1
Breyting frá fyrra ári (%) Prósentur
Náttúruleg fólksfjölgun (h. ás)
Aðfluttir ísl. ríkisborgarar umfram brottflutta (h. ás)
Aðfluttir erl. ríkisborgarar umfram brottflutta (h. ás)
Mannfjöldi (v. ás)
Árstölur Ársfj.tölur
-2
-1
0
1
2
3
-2
-1
0
1
2
3
‘14 ‘15‘13‘12‘11‘14‘10‘05‘00‘95‘90
Mynd IV-24
Framleiðsluspenna og atvinnuleysi 2005-20181
1. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
% af framleiðslugetu
Framleiðsluspenna (v. ás)
Atvinnuleysi (h. ás, andhverfur kvarði)
% af mannafla
-4
-3
-2
-1
0
1
2
3
4
9
8
7
6
5
4
3
2
1
‘17 ‘18‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05
5. Hagstofa Íslands birti nýlega ítarlegri sundurgreiningu á vinnuaflinu sem sýnir mögulega
viðbót á vinnumarkaði. Um er að ræða þrjá hópa: vinnulitla sem eru þeir sem eru í hluta-
starfi en vilja vinna meira og þá sem eru utan vinnumarkaðar og annaðhvort að leita að
starfi en geta ekki hafið störf innan tveggja vikna eða geta hafið störf innan tveggja vikna
en eru ekki að leita sér að vinnu (sjá nánar umfjöllun í rammagrein 3 í Peningamálum
2015/2).