Peningamál - 04.11.2015, Side 39

Peningamál - 04.11.2015, Side 39
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 39 V Verðbólga Verðbólga mældist 2% á þriðja ársfjórðungi þessa árs sem var nokkru minna en búist var við í síðustu spá Peningamála. Hún hefur þó heldur aukist undanfarna mánuði samanborið við fyrri hluta ársins, einkum vegna hækkunar á verði húsnæðis og innlendrar vöru og þjónustu. Lækkun olíuverðs á heimsmarkaði hefur hins vegar dregið verulega úr mældri verðbólgu. Innlendur verðbólguþrýstingur hefur aukist í kjölfar nýlegra kjarasamninga á vinnumarkaði þótt gengishækkun krónunnar og lækkun alþjóðlegs vöruverðs vegi upp á móti. Óvíst er þó hve varanleg þau áhrif eru auk þess sem töluverð óvissa er um þróun launakostnaðar á næstu misserum vegna hugsanlegrar endur- skoðunar á kjarasamningum. Verðbólguvæntingar eru fyrir ofan verð- bólgumarkmið Seðlabankans á flesta mælikvarða en þróun þeirra að undanförnu hefur gefið nokkuð misvísandi mynd. Nýleg verðbólguþróun Verðbólga hefur mælst minni en búist var við Verðbólga hefur verið undir markmiði síðan í byrjun ársins 2014. Hún mældist 2% á þriðja ársfjórðungi þessa árs sem var heldur minna en spáð var í ágústhefti Peningamála. Verðlag án húsnæðis hafði einungis hækk að um 0,6% á þriðja ársfjórðungi frá fyrra ári. Frávikið frá síðustu spá skýrist að mestu af gengishækkun krónunnar að undanförnu og meiri lækkun olíuverðs á heimsmarkaði en búist var við en lækkun inn lends bensínverðs hafði töluverð áhrif á vísitölu neysluverðs á fjórðungnum. Einnig virðast verðlagsáhrif af nýlegum kjarasamningum vera minni hingað til en gert var ráð fyrir í ágústspá bankans, líklega að hluta til vegna gengishækkunar krónunnar og batnandi viðskiptakjara undanfarna mánuði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,07% í október frá fyrri mán- uði eftir að hafa lækkað um 0,4% í september. Lækkun vísitölunnar var nokkuð óvænt og átti rætur sínar að rekja til mikillar lækkunar flug- fargjalda. Helsti áhrifaþáttur í október var hækkun á verði húsnæðis. Ársverðbólga mældist 1,8% eða nánast óbreytt frá síðustu útgáfu Peningamála (mynd V-1). Ársverðbólga án húsnæðis hefur hjaðnað lít- illega síðan þá og var 0,3% í október. Verðbólga miðað við samræmdu neysluverðsvísitöluna (sem undanskilur einnig húsnæðiskostnað) hefur mælst heldur meiri undanfarna mánuði og var árshækkun vísitölunnar 0,9% í september samanborið við 0,5% í júlí 2015. Undirliggjandi verðbólga og aðrar vísbendingar um verðbólguþrýsting Innlendir þættir hafa verið megindrifkraftar verðbólgunnar Undirliggjandi verðbólga hefur einnig aukist frá því í ársbyrjun þótt hún sé enn lítil á flesta mælikvarða. Ársverðbólga miðað við kjarnavísi- tölu 3, sem undanskilur áhrif óbeinna skatta, sveiflukenndra mat vöru- liða, bens íns, opinberrar þjónustu og raunvaxtakostnaðar húsnæðis- lána, var 1,9% í október og 0,6% ef markaðsverð húsnæðis er einnig undan skilið. Tölfræðilegir mælikvarðar á undirliggjandi verðbólgu benda til þess að hún sé á bilinu 2-4% og sé að meðaltali óbreytt frá því í júlí sl. (mynd V-2). Mynd V-1 Ýmsir mælikvarðar á verðbólgu Janúar 2010 - október 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Samræmd vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 12 14 201520142013201220112010 Mynd V-3 Undirliðir verðbólgu Framlag til verðbólgu janúar 2010 - október 2015 Prósentur Innfluttar vörur án áfengis, tóbaks og bensíns Bensín Húsnæði Innlendar vörur án búvöru og grænmetis Almenn þjónusta Aðrir liðir Vísitala neysluverðs (12 mánaða %-breyting) Heimild: Hagstofa Íslands. -2 0 2 4 6 8 10 201520142013201220112010 -2 0 2 4 6 8 10 201520142013201220112010 Mynd V-2 Mæld og undirliggjandi verðbólga1 Janúar 2010 - október 2015 12 mánaða breyting (%) Vísitala neysluverðs Verðbólgumarkmið Bil 1. og 3. fjórðungs Bil hæsta og lægsta mats á undirliggjandi verðbólgu 1. Skyggða svæðið inniheldur ólíka mælikvarða á undirliggjandi verðbólgu þar sem hún er mæld með kjarnavísitölum sem horfa fram hjá áhrifum sveiflukenndra matvöruliða, bensíns, opinberrar þjónustu og reiknaðrar húsaleigu og með tölfræðilegum mælikvörðum eins og vegnu miðgildi, klipptum meðaltölum og kviku þáttalíkani. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.