Peningamál - 04.11.2015, Síða 42
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
5
•
4
42
VERÐBÓLGA
að myndast á vinnumarkaði gæti launaskrið einnig verið vanmetið í
spánni. Þótt laun hækki heldur meira í ár en gert var ráð fyrir í ágúst er
hækkunin milli ársmeðaltala svipuð þar sem nýjar tölur Hagstofunnar
sýna að laun voru að meðaltali hærri árið 2014 en fyrri tölur sýndu.
Launakostnaður á framleidda einingu eykst því um 9% í ár eins og í
ágústspánni en heldur meira á næsta ári eða 8,1% í stað 7,4% (sjá
kafla IV og mynd V-10).
Verðbólguvæntingar
Töluverð óvissa um þróun verðbólguvæntinga
Verðbólguvæntingar höfðu hækkað töluvert á flesta mælikvarða við
útgáfu síðustu Peningamála. Hins vegar hefur þróun þeirra síðan þá
verið nokkuð misvísandi sem gæti átt rætur að rekja til aukinnar óvissu
um innlenda verðlagsþróun. Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði,
reiknað út frá vaxtamun verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa,
hefur lækkað síðan í ágúst. Þótt lækkun álagsins endurspegli líklega
að einhverju leyti hækkun á gengi krónunnar, litla alþjóðlega verð-
bólgu og minni svartsýni um verðbólguþróun í kjölfar kjarasamninga
en mátti sjá í aðdraganda samninganna er erfitt að túlka þróun verð-
bólguálagsins þar sem það litast einnig af miklu innflæði fjármagns
að undanförnu sem hefur leitt til þess að ávöxtunarkrafa á löngum
óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hefur lækkað töluvert (sjá kafla III
og rammagrein 1). Verðbólguálag eftir tvö ár var að meðaltali um
3,3% í október og hafði lækkað um 1 prósentu síðan í ágúst. Þetta á
hins vegar ekki við um verðbólguvæntingar markaðsaðila til skamms
tíma. Samkvæmt könnun bankans sem gerð var í lok október, rétt fyrir
útgáfu þessara Peningamála, bjuggust þeir við 3,8% verðbólgu eftir
eitt ár sem er 0,1 prósentu minna en í síðustu könnun í ágúst (mynd
V-11). Væntingar þeirra um ársverðbólgu eftir tvö ár námu 4% og hafa
hækkað um ½ prósentu síðan í ágúst. Þessar niðurstöður benda því til
þess að einungis megi rekja lítinn hluta lækkunar verðbólguálagsins til
raunverulegrar lækkunar verðbólguvæntinga.
Svipaða sögu er að segja af stjórnendum fyrirtækja sem gerðu
ráð fyrir að verðbólga yrði 3,5% eftir eitt ár í haustkönnun Gallups og
lækkuðu verðbólguvæntingar þeirra um ½ prósentu síðan í sumar. Verð-
bólguvæntingar þeirra til tveggja ára hækkuðu hins vegar lítillega en
námu einnig 3,5%. Heimilin virðast vænta ívið meiri verðbólgu á næstu
misserum en verðbólguvæntingar þeirra til eins og tveggja ára voru 4% í
könnun sem var framkvæmd í september og voru óbreyttar síðan í sumar.
Langtímaverðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lítið breyst
Vísbendingar um langtímaverðbólguvæntingar gefa einnig nokkuð
ólíka mynd af þróun verðbólguvæntinga. Markaðsaðilar búast við að
verðbólga verði að meðaltali tæplega 3½% á næstu tíu árum sem er
svipað og þeir gerðu ráð fyrir í ágúst. Hins vegar hefur verðbólguálag á
skuldabréfamarkaði eftir tíu ár lækkað og var að meðaltali 2,7% í októ-
ber eða rúmlega 1 prósentu lægra en í ágúst (mynd V-12). Hér koma
einnig fram ofangreind áhrif innflæðis erlends fjármagns á innlendan
skuldabréfamarkað. Að auki er möguleiki á að skammtímaáhrifaþættir,
sem hafa leitt til þess að verðbólga hefur reynst minni en búist var við,
smitist að einhverju leyti út í langtímaverðbólguvæntingar.
1. Framleiðniaukning kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á
launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2015-2018.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Mynd V-10
Launakostnaður á framleidda einingu
og framlag undirliða 2008-20181
Breyting frá fyrra ári (%)
Nafnlaun
Launakostnaður annar en laun
Framleiðni
Launakostnaður á framleidda einingu
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
10
12
‘17 ‘18‘16‘15‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08
Mynd V-11
Verðbólga og verðbólguvæntingar til eins árs
1. ársfj. 2010 - 4. ársfj. 2015
%
Verðbólga
Verðbólguvæntingar stærstu fyrirtækja
Verðbólguvæntingar heimila
Verðbólguvæntingar markaðsaðila
Verðbólgumarkmið
Heimildir: Gallup, Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
0
1
2
3
4
5
6
7
8
9
2010 2011 2012 2013 2014 2015
Mynd V-12
Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði1
Janúar 2010 - október 2015
%
Verðbólguálag eftir 2 ár
Verðbólguálag eftir 5 ár
Verðbólguálag eftir 10 ár
Verðbólgumarkmið
1. Framvirkt verðbólguálag út frá vaxtarófi verðtryggðra og
óverðtryggðra skuldabréfa (mánaðarleg meðaltöl). Álagið er vísbending
um væntingar um ársverðbólgu eftir tvö, fimm og tíu ár.
Heimild: Seðlabanki Íslands.
0
1
2
3
4
5
6
201520142013201220112010