Peningamál - 04.11.2015, Page 44

Peningamál - 04.11.2015, Page 44
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 44 RAMMAGREINAR að verðbólguvæntingar þeirra til lengri tíma hafi lítið breyst. Því er erfitt að sjá að breytingar á væntingum fjárfesta um þróun skamm- tímaraunvaxta eða verðbólguvæntinga til lengri tíma litið leiki stórt hlutverk í mikilli lækkun langtímavaxta undanfarið. Líklegri skýring virðist vera breyting á áhættuálagi lengri óverðtryggðra vaxta. … en kröfulækkunin skýrist líklega að stórum hluta af lægra líftímaálagi … Erfitt er að sjá að óvissa um verðbólguhorfur til langs tíma hafi minnkað mikið frá því fyrr á þessu ári og því virðist lækkun verð- bólguáhættuálags ekki leika stórt hlutverk í að skýra mikla lækkun ávöxtunarkröfu lengri óverðtryggðra ríkisbréfa. Hún kann hins vegar að hluta til að skýrast af lækkun skuldaraáhættu vegna auk- innar bjartsýni um stöðu ríkissjóðs m.a. í kjölfar birtingar aðgerða- áætlunar stjórnvalda um losun fjármagnshafta í byrjun júní sl. og hækkunar stóru alþjóðlegu matsfyrirtækjanna á lánshæfismati ríkis- sjóðs í kjölfarið. Vænst er að losun fjármagnshafta hafi í för með sér lækkun skulda ríkissjóðs samhliða greiðslu stöðugleikaframlags og/ eða -skatts slitabúa fallinna fjármálafyrirtækja sem kann, ásamt nýju fjárlagafrumvarpi, að hafa ýtt undir væntingar um minna framboð ríkisbréfa. Væri lækkun skuldaraáhættu veigamikil skýring á lækkun ávöxtunarkröfu lengri óverðtryggðra bréfa mætti hins vegar ætla að það hefði minni áhrif á halla vaxtaferilsins en hefur orðið raunin, auk þess sem verðtryggðir skuldabréfavextir ættu einnig að lækka með svipuðum hætti en þeir vextir hafa lækkað mun minna frá því í júní sl. Meiri áhrif á lengri óverðtryggð skuldabréf kunna þó að skýrast af meira framboði og seljanleika þeirra en sambærilegra verðtryggðra skuldabréfa (sjá umfjöllun í rammagrein 1 í Peningamálum 2015/2) og einnig því að stærstur hluti styttri óverðtryggðra bréfa er í eigu erlendra aðila með eignir sem eru læstar inni af fjármagnshöftunum en þeir eru líklegir til að vilja halda í ríkisbréf sín eftir að höftin voru hert í mars sl. sem heimilaði þeim eingöngu að fjárfesta í ríkisvíxlum (mynd 5). Að öllu samanteknu virðist því fyrst og fremst mega rekja mikla lækkun langtímavaxta til aukinnar ásóknar erlendra fjárfesta í óverð- tryggð langtímaskuldabréf ríkissjóðs frá því seint í sumar sem hefur þrýst niður líftímaálagi þeirra.1 Nýfjárfesting þessara aðila í lengri óverðtryggðum ríkisskuldabréfum hefur numið tæplega 49 ma.kr. frá maílokum enda hefur áhættuleið réttur vaxtamunur við útlönd sjaldan verið meiri (myndir 6 og 7). Þannig eru vextir hærri hér á landi og efnahagsumsvif meiri en í flestum öðrum iðnríkjum ásamt því að gengi krónunnar hefur verið tiltölulega stöðugt og lánshæfis- mat ríkissjóðs batnað. Kaup erlendra aðila á lengri ríkisskuldabréfum hafa því verið umtalsverð að undanförnu. Til viðbótar kann takmark- aður seljanleiki á innlendum skuldabréfamarkaði að hafa ýkt verð- áhrifin auk þess sem eftirspurn innlendra aðila kann að hafa aukist í kjölfarið vegna væntinga um áframhaldandi nýfjárfestingu erlendra aðila á sama tíma og lánsfjárþörf ríkissjóðs minnkar við losun fjár- magnshafta.2 1. Þetta er einnig í samræmi við álit meirihluta svarenda í könnun Seðlabankans þar sem þeir voru spurðir um hverja þeir töldu vera megin undirliggjandi ástæðu lækkunar verð- bólguálagsins til lengri tíma á skuldabréfamarkaði frá því um mitt sumar. Meiri áhrif á óverðtryggða vexti en verðtryggða endurspeglar því líklega einnig minni áhuga erlendra fjárfesta á síðarnefndu bréfunum þar sem minni hefð er fyrir slíkum skuldabréfum erlendis (verðtryggðir skuldabréfamarkaðir eru enn hlutfallslega mjög litlir erlendis þótt útgáfa hafi farið vaxandi). Einnig gætu álitamál um ríkisábyrgð verðtryggðra skuldabréfa Íbúðalánasjóðs hafa dregið úr áhuga þeirra. 2. Snörp lækkun kröfunnar fram í miðjan ágúst kann einnig að stafa að hluta til af því að lífeyrissjóðir, sem eru stærstu eigendur lengri ríkisbréfa, séu tregir til að selja bréf á hærri kröfu en 6,1% þar sem það myndi veikja tryggingafræðilega stöðu þeirra. Að sama skapi gæti framboð bréfanna hafa aukist við það að krafan fór niður fyrir 6,1% sem dregur úr þrýstingi til lækkunar kröfunnar. Mynd 3 Framvirkir vextir á fjármálamarkaði1 % t = 29. maí 2015 t = 30. júní 2015 t = 30. október 2015 1. Við mat á vaxtaferlinum er notast við vexti á millibankamarkaði og vexti ríkisbréfa. Heimild: Seðlabanki Íslands. t+1 ár t+2 ár t+3 ár 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 t Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 4 Meginvextir Seðlabankans og ávöxtunarkrafa óverðtryggðra ríkisbréfa Daglegar tölur 21. maí 2014 - 30. október 2015 % Prósentur Meginvextir SÍ (vextir á 7 daga bundnum innlánum) (v. ás) Ríkisbréf á gjalddaga 2016 (v. ás) Ríkisbréf á gjalddaga 2031 (v. ás) Vaxtamunur á ríkisbréfum á gjalddaga 2031 og 2016 (h. ás) -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 20152014 4,0 4,5 5,0 5,5 6,0 6,5 7,0 7,5 8,0 Mynd 5 Eigendur ríkisverðbréfa og íbúðabréfa Staðan 31. maí 2015 Nafnverð í ma.kr. Heimild: Seðlabanki Íslands. Bankar og sparisjóðir Ýmis lánafyrirtæki Verðbréfa- og fj.sjóðir Lífeyrissjóðir Fyrirtæki Einstaklingar Aðrir Erlendir aðilar Innlánsstofnanir í slitameðferð 0 50 100 150 200 250 300 H FF 4 4 06 15 H FF 3 4 04 15 H FF 2 4 02 15 R IK S 30 0 70 1 R IK S 33 0 32 1 R IK S 21 0 41 4 R IK S 15 0 41 4 R IK H 1 8 10 09 R IK B 31 0 12 4 R IK B 25 0 61 2 R IK B 22 1 02 6 R IK B 20 0 20 5 R IK B 19 0 22 6 R IK B 17 0 20 6 R IK B 16 1 01 3 V íx la r al ls

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.