Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 46

Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 46
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 46 Rammagrein 2 Áhrif gengisbreytinga á utanríkisviðskipti og viðskiptakjör Raungengið hefur hækkað undanfarið og horfur eru á að það hækki enn frekar þegar áhrif nýgerðra kjarasamninga koma að fullu fram. Meðalhækkun raungengis miðað við hlutfallslegan launakostnað á framleidda einingu gæti því orðið um 10% í ár, að mestu leyti vegna töluvert meiri hækkana innlends launakostnaðar en að meðaltali í helstu viðskiptalöndunum. Seðlabankinn hefur ítrekað fjallað um áhrif svo mikilla launahækkana á innlenda verðbólgu og hvernig peningastefnan þurfi að bregðast við til að tryggja verðstöðugleika til lengri tíma litið. Minna hefur hins vegar verið fjallað um áhrif svo mikillar kostn aðarhækkunar á samkeppnisstöðu þjóðarbúsins og utanríkis- viðskipti. Líklegt er að raungengishækkunin muni að öðru óbreyttu grafa undan samkeppnisstöðunni og draga úr útflutningi. Á sama tíma mun hún lækka verð innflutnings og minnka afgang á viðskipt- um við útlönd þótt á móti vegi hagstæðari viðskiptakjör. Í þessari rammagrein er reynt að leggja mat á hversu mikil áhrif ofangreindrar raungengishækkunar gætu orðið, byggt á sögulegu sambandi utan- ríkisviðskipta og gengisbreytinga. Fræðilegur bakgrunnur Til að leggja mat á áhrif hærra raungengis á utanríkisviðskipti þarf annars vegar að skoða hvernig gengisbreytingar hafa áhrif á verð inn- og útflutnings og hins vegar hvernig þær verðbreytingar hafa áhrif á magn inn- og útflutnings. Til að meta þessi áhrif er stuðst við hefðbundið fræðilegt líkan af utanríkisviðskiptum sem rekja má til Krugmans (1987). Samkvæmt þessu líkani er útflytjendum (bæði íslenskum útflytjendum sem selja til útlanda og erlendum framleið- endum sem selja til Íslands) mögulegt að selja afurðir sínar á ólíku verði á mismunandi markaðssvæðum, þ.e. að stunda það sem kallað er markaðsverðlagning (e. pricing-to-market). Þeir hámarka því hagnað með því að ákvarða afurðaverð með hliðsjón af verði sam- keppnisaðila á sama markaði og almennum eftirspurnaraðstæðum á þeim markaði. Hlutfall afurðaverðs í erlendum gjaldmiðli og verðlags í viðskiptalöndum ræðst því af raungengi Íslands gagnvart viðskipta- löndum og innlendum framleiðslukostnaði, sem í sinni einföldustu mynd má lýsa með eftirfarandi jöfnu (hér og í því sem eftir fylgir eru lágstafir látnir tákna náttúrulegan lógariþma viðkomandi breytu): (1) (px + e – wp) = β(p + e – wp) + η(ulc – p) þar sem px er útflutningsverð í krónum, e er gengi krónunnar (mælt sem verð erlendra gjaldmiðla gagnvart einni krónu), wp er almennt verðlag í viðskiptalöndum, p er almennt verðlag á Íslandi og ulc er launakostnaður á framleidda einingu á Íslandi. px + e = pxf er því útflutningsverð í erlendum gjaldmiðli og p + e – wp er raungengi miðað við hlutfallslegt verðlag. β mælir því áhrif gengisbreytinga á útflutningsverð, þ.e. það sem kalla má „gengisleka“ (e. exchange rate pass-through) útflutningsverðs. Með sama hætti endurspeglar útflutt magn eftirspurnarhlið út- flutningsmarkaðar og ræðst hann af hlutfallslegu verði útflutningsins (þ.e. raungenginu) og almennri eftirspurn í viðskiptalöndum Íslands: (2) x = f(px + e – wp) + swd þar sem x er útflutningur og wd er erlend eftirspurn. f mælir því verðteygni útflutnings, þ.e. áhrif breytinga hlutfallslegs útflutnings- verðs í erlendum gjaldmiðli á eftirspurn eftir útfluttum afurðum Ís- lendinga. Innflutningshlið utanríkisviðskipta má leiða fram með ná- kvæmlega sama hætti, enda er innflutningur til Íslands spegilmynd
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.