Peningamál - 04.11.2015, Side 50

Peningamál - 04.11.2015, Side 50
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 50 RAMMAGREINAR sem sögulegt samband útflutnings við ákvörðunarstærðir sínar gefur tilefni til að ætla eða hvort útflutningsvöxtur hafi verið hægari en ella, t.d. vegna þess að bankakreppan hér á landi og truflunin sem hún hafði í för með sér í erlendri greiðslumiðlun hafi grafið undan erlendum viðskiptasamböndum og gert útflytjendum erfiðara um vik að afla sér lánafyrirgreiðslu (sjá t.d. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, 2015). Því hefur einnig oft verið haldið fram í innlendri efnahagsum- ræðu að fjármagnshöft sem sett voru á hér á landi í kjölfar fjár- málakreppunnar hafi valdið svipuðum vandamálum og því dregið úr útflutningi miðað við það sem ella hefði orðið. Til að skoða þetta nánar er ofangreint líkan notað til að spá fyrir um þróun útflutnings vöru og þjónustu frá fyrsta ársfjórðungi 2009 til lokafjórðungs ársins í fyrra. Mynd 2 sýnir spána og samanburð við raunverulega þróun. Eins og sjá má hefur útflutningsjafnan vanspáð útflutningi í kjölfar fjármálakreppunnar, þótt munurinn sé innan við eitt staðalfrávik og því ekki tölfræðilega marktækur. Ekki er því að sjá að bankakreppan hafi grafið undan útflutn- ingsvexti síðustu ára. Ekki er heldur hægt að sjá merki um að fjár- magnshöftin hafi gert hið sama, þótt auðvitað sé ekki hægt að segja til um hver útflutningsvöxturinn hefði getað verið án haftanna. Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd 1 Áhrif 10% varanlegrar raungengishækkunar X-ásinn sýnir áhrif í lok hvers árs Prósentur -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 151413121110987654321 Prósentur Mynd 1a Útflutningsverð í krónum Mynd 1b Útflutningsverð í erlendum gjaldmiðli Prósentur Prósentur Mynd 1c Innflutningsverð í krónum Mynd 1d Viðskiptakjör Mynd 1e Útflutningur Mynd 1f Innflutningur 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 151413121110987654321 2,0 2,5 3,0 3,5 151413121110987654321 -3,6 -3,2 -2,8 -2,4 151413121110987654321 Prósentur -1,8 -1,6 -1,4 -1,2 -1,0 151413121110987654321 Prósentur 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 5,0 151413121110987654321 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. á verðlagi 2005 Mynd 2 Útflutningur vöru og þjónustu 2005-2014 Útflutningur Spáður útflutningur ± 1 staðalfrávik ± 2 staðalfrávik 300 350 400 450 500 550 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.