Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 51

Peningamál - 04.11.2015, Blaðsíða 51
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 51 RAMMAGREINAR Með þessu er því ekki verið að segja að höftin valdi engum skaða til lengri tíma litið, heldur einfaldlega að ekki sé hægt að sjá að þau hafi dregið úr útflutningi á þeim tíma sem liðinn er frá því að fjár- málakreppan skall á. Að hluta til gæti skýringin verið sú að hér er horft til útflutnings vöru og þjónustu en kröftug aukning hefur orðið í þjónustuútflutningi síðustu ár sem að miklu leyti tengist vaxandi vinsældum Íslands sem áfangastaðar ferðamanna. Mynd 3 sýnir því samsvarandi spá fyrir vöruútflutning einan og sér.5 Eins og myndin sýnir dróst vöruútflutningur nokkuð saman árið 2010 en hefur vaxið nokkuð síðan. Spáin frá ársbyrjun 2009 hefur fylgt þessari þróun vel eftir: útflutningsþróunin hefur reyndar verið heldur hagstæðari en spáin gerir ráð fyrir en skekkjan er vel innan eins staðalfráviks. Hér er því heldur ekki að finna skýr merki þess að bankakreppan eða fjár- magnshöftin hafi grafið undan útflutningi. Heimildir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2015). Exchange rates and trade flows: Disconnected? Kafli 3 í World Economic Outlook, október 2015. Ásgeir Daníelsson, Bjarni G. Einarsson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þórarinn G. Pétursson, Signý Sigmundardóttir, Jósef Sigurðsson og Rósa Sveinsdóttir (2015). QMM: A quarterly macroeconomic model of the Icelandic economy. Version 3.0. Seðlabanki Íslands, Working Paper, væntanlegur. Krugman, P., (1987). Pricing to market when the exchange rate changes. Í S. Arndt and J. Richardson (ritstj.), Real-Financial Linkages Among Open Economies. Cambridge: MIT Press. Phillips, P. C. B., og B. E. Hansen (1990). Statistical inference in instrumental variables regressions with I(1) processes. Review of Economic Studies, 57, 99-125. Seðlabanki Íslands (2012). Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum. Sérrit nr. 7. 5. Jafnan fyrir vöruútflutning er metin frá árinu 1997 en gögn fyrir þann tíma liggja ekki fyrir á ársfjórðungsgrunni í gagnagrunni þjóðhagslíkansins. Jöfnumatið er mjög áþekkt því sem fæst fyrir útflutning í heild. Sambærileg niðurstaða fæst þegar eingöngu er horft til vöruútflutnings án útflutnings áls, sjávarafurða, flugvéla og skipa. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Ma.kr. á verðlagi 2005 Mynd 3 Útflutningur vöru 2005-2014 Útflutningur Spáður útflutningur ± 1 staðalfrávik ± 2 staðalfrávik 170 190 210 230 250 270 290 310 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.