Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 56

Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 56
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 56 Rammagrein 4 Forsendur um þróun launa í spám Seðlabankans Við gerð þjóðhagsspáa Seðlabankans eru notaðar tölur úr fram- leiðsluuppgjöri þjóðhagsreikninga Hagstofu Íslands fyrir laun og launatengd gjöld. Þar sem þessar tölur birtast með nokkurri töf er einnig byggt á mati sérfræðinga bankans á nýlegri þróun launa þar sem notast er við margvíslega mælikvarða á innlendri launaþróun, m.a. launavísitölu Hagstofunnar. Mat sérfræðinga bankans á launa- þróun á spátímanum byggist síðan á áætlunum um kostnað vegna kjarasamninga á öllum vinnumarkaðnum og forsendum um almennt launaskrið. Reynslan hefur sýnt að það eru einkum tveir þættir sem valda skekkjum í áætlunum bankans á sögulegri launaþróun: annars vegar endurskoðun á þjóðhagsreikningum Hagstofunnar sem hafa verið endurskoðaðir bæði til lækkunar og hækkunar og því leitt til bæði of- og vanmats á launaþróun og hins vegar hefur launaskrið verið vanmetið. Tölur þjóðhagsreikninga Við mat á heildarlaunakostnaði byggir bankinn á gögnum Hag- stofunnar um þróun launakostnaðar í framleiðsluuppgjöri þjóðhags- reikninga. Þar sem þessar tölur endurspegla heildarlaunakostnað að meðtöldum launatengdum gjöldum eru laun án launatengdra gjalda fundin með því að leiðrétta tölur Hagstofunnar með áætlun sem bankinn gerir um þróun launatengdra gjalda (fyrst og fremst þróun lífeyrissjóðsframlags atvinnurekenda og tryggingargjalds). Til að fá laun sem verð á vinnueiningu eru þau síðan umreiknuð yfir í árs- verk með gögnum um fjölda starfandi og meðalvinnutíma úr vinnu- markaðskönnun Hagstofunnar. Þar sem framleiðsluuppgjör Hag- stofunnar er einungis til á ársgrundvelli er launaröðinni síðan skipt upp á ársfjórðunga með tölfræðiaðferðum sem tryggja að ársþróun launa stemmi við ársgögn Hagstofunnar en að þróunin innan ársins verði sem næst breytingum á launavísitölunni.1 Seðlabankinn notar launagögn úr framleiðsluuppgjöri Hag- stofunnar fremur en að nota launavísitölu Hagstofunnar beint við mat á innlendri launaþróun. Ástæðan er sú að launavísitalan sýnir einungis breytingar á reglulegum launum (grunndagvinnulaunum, vaktaálagi, álagsgreiðslum, kostnaðargreiðslum og afkastatengdum bónusgreiðslum sem gerðar eru upp á hverju útborgunartímabili) þeirra einstaklinga sem eru í sama starfi, hjá sama fyrirtæki og í sömu atvinnugrein en tekur ekki tillit til mikilvægra þátta sem hafa einn- ig áhrif á launakostnað fyrirtækja (eins og yfirvinnugreiðslur, upp- mælingar, ákvæðisgreiðslur og ýmsar aðrar greiðslur sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili) auk breytinga í samsetningu vinnuaflsins. Eins og sjá má á mynd 1 getur munað nokkru á milli þessara mælikvarða á innlendri launaþróun, enda eru þeir að mæla ólíka hluti. Einn galli við að byggja á framleiðsluuppgjöri þjóðhagsreikn- inga er að sögulegar tölur þjóðhagsreikninga geta breyst í hvert skipti sem ný endurskoðun liggur fyrir enda aðeins bráðabirgðatölur í byrjun, og liggja þessar tölur jafnan ekki fyrir í endanlegri mynd fyrr en eftir nokkur ár. Hagstofan birtir nýjar tölur um laun og launa- tengd gjöld í mars á hverju ári, við birtingu fyrstu talna fyrir liðið ár. Í fyrra voru þær hins vegar uppfærðar í september þegar nokkuð umfangsmikil staðlabreyting þjóðhagsreikninga tók gildi og einnig í ár vegna nýrra gagna. Nýjasta endurskoðun Hagstofunnar sýnir að laun og launatengd gjöld voru 1,6% hærri í fyrra en áður birtar tölur sýndu (mynd 2). Endurskoðun sögulegra talna er ýmist til hækkunar eða lækk- unar og sýnir enga augljósa kerfisbundna hegðun. Sem dæmi má 1. Útkoman er launaröð sem ætíð má finna í gagnagrunni þjóðhagslíkans Seðlabankans sem birtur er með Peningamálum hverju sinni. Mynd 1 Mismunandi mælikvarðar á þróun launa Laun á ársverk Laun og launatengd gjöld Launavísitala Breyting frá fyrra ári (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 20142013201220112010200920082007 Mynd 2 Laun á ársverk September 2015 Mars 2015 Bil sem tölur Hagstofu Íslands hafa legið á Breyting frá fyrra ári (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. -2 0 2 4 6 8 2014201320122011201020092008 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.