Peningamál - 04.11.2015, Side 59

Peningamál - 04.11.2015, Side 59
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 59 Megintæki Seðlabankans við spágerð og efnahagsgreiningu er árs- fjórðungslegt þjóðhagslíkan bankans, QMM (e. Quarterly Macro- economic Model). Líkan þetta er í stöðugri endurskoðun og er reglulega uppfært með hliðsjón af nýjum gögnum og reynslu við spágerð og greiningu. Nýja útgáfan (útgáfa 3.0) felur í sér nokkra endurskoðun á fyrri útgáfu sem kom út haustið 2011 (útgáfa 2.2).1 Í þessari rammagrein eru helstu breytingar líkansins raktar. Breytingar í nýrri útgáfu líkansins Þjóðhagslíkön þarfnast stöðugs viðhalds og endurskoðunar, bæði vegna framfara í hagfræði og hagmælingum en einnig vegna þess að ný gögn gefa tilefni til þess að endurmeta efnahagssambönd líkansins. Í þetta sinn eru notuð gögn fram til fjórða fjórðungs ársins 2012 en fyrri útgáfa notaði gögn fram til ársloka 2006. Alla jafna ætti að líða skemmra á milli endurmats á þjóðhagslíkönum en í þetta sinn hefði þurft að taka með gögn fyrir tímabil þar sem bankakerfi með gífurlegar erlendar eignir og skuldir féll og fjármagnshöft voru sett á til að skýla innlendu fjármála- og peningakerfi í kjölfar alvar- legrar fjármálakreppu. Alla jafna batnar mat á stuðlum í jöfnum líkans ef byggt er á meiri gögnum. Þó geta skyndilegir atburðir sem ekki tengjast undirliggjandi gangverki þjóðarbúskaparins við venju- legar aðstæður, en hafa mjög mikil áhrif á lykilstærðir þegar atburð- irnir eiga sér stað, dregið úr spágetu líkansins. Við endurmat á efnahagssamböndum í útgáfu 3.0 er byggt á nýjustu gögnum frá Hagstofu Íslands um helstu þjóðhagsstærðir. Í þeim tölum sem Hagstofan birti í september í fyrra breyttust þessi gögn mikið vegna breytinga á aðferðafræði þjóðhagsreikninga.2 Hingað til hefur Hagstofan birt gögn samkvæmt nýju aðferðinni frá og með árinu 1997. Þessi breyting ein og sér hefði gert það nauð- synlegt að endurmeta líkanið. Önnur mikilvæg breyting á líkani lýtur að vinnumarkaði en í nýju útgáfunni er stuðst við Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar á atvinnuleysi í stað skráðs atvinnuleysis frá Vinnumálastofnun. Einnig er stuðst við mælingar Hagstofunnar á fjölda starfandi og fjölda á vinnumarkaði. Þá hefur verið bætt við líkanið jöfnu sem spáir fyrir um þróun fjölda vinnustunda, auk þess sem jafnvægisatvinnuleysi er ekki lengur ytri stærð sem er að mestu föst.3 Aðrar breytingar lúta mest að út- og innflutningi. Sumar eru til komnar vegna breytinga á aðferðafræði Hagstofunnar, t.d. varð- andi skráningu á innlendri starfsemi sem þjónustu þegar erlendur kaupandi (t.d. áls) á hráefnið sem unnið er úr. Önnur breyting sem skiptir nokkru er að innflutningur er nú skýrður með veginni inn- lendri eftirspurn þar sem vægi einstakra þátta hennar, einkaneyslu, fjárfestingu og samneyslu, ræðst af áætluðum hlut erlendra aðfanga í framleiðslunni. Aðrar breytingar eru minni háttar. 1. Handbók líkansins ásamt nánari upplýsingum um líkanið og gagnagrunn þess má finna á http://www.sedlabanki.is/peningastefna/efnahagsspa/. 2. Fjallað er um breytta aðferðafræði Hagstofunnar í rammagrein 1 í Peningamálum 2014/4. 3. Fjallað er um aðferðina við matið á jafnvægisatvinnuleysi í rannsóknarritgerð Bjarna G. Einarssonar og Jósefs Sigurðssonar, „How “natural” is the natural rate? Unemployment and hysteresis in Iceland“. Seðlabanki Íslands Working Paper nr. 64. Rammagrein 5 Uppfært þjóðhagslíkan Seðlabankans

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.