Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 60

Peningamál - 04.11.2015, Qupperneq 60
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 60 Rammagrein 6 Reynsla af spám Seðlabankans Í þjóðhagslíkönum er búin til einföld mynd af þjóðarbúskapnum. Ef vel tekst til lýsa jöfnur líkansins þeim efnahagssamböndum sem mestu máli skipta en óhjákvæmilega verður að sleppa mörgum sem minna máli skipta. Gögnin eru einnig háð einhverjum mæliskekkjum. Þegar spárnar eru gerðar þarf að byggja á bráðabirgðatölum fyrir nýliðna tíð, gögn sem liggja ekki fyrir í endanlegri mynd fyrr en jafn- vel nokkrum árum síðar. Af þessu leiðir að það verða nær alltaf ein- hverjar skekkjur í þjóðhagsspám. Athugun á skekkjum í eldri spám gefur hugmynd um þá óvissu sem er í nýju spánni. Þetta nýtist við frekari þróun á haglíkönum Seðlabankans, notkun þeirra við spá- gerðina, endurbætur á vinnubrögðum við greiningu almennt og framsetningu spáa. Þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans Þjóðhags- og verðbólguspár Seðlabankans eru gerðar fjórum sinn- um á ári til þriggja ára í senn. Þær byggjast á ítarlegri greiningu á stöðu þjóðarbúsins hverju sinni. Forsendur um alþjóðlega efnahags- þróun byggjast m.a. á alþjóðlegum spám og því sem lesa má út úr framvirku verði um verðþróun helstu hrávörutegunda. Þjóðhags- reikningar eru helsti grundvöllur matsins á stöðu þjóðarbúsins en því til viðbótar leggja sérfræðingar bankans sjálfstætt mat á stöðu þess með spurningakönnunum, samtölum við forsvarsmenn fyrir- tækja, stofnana og aðila á vinnumarkaði og tölfræðilegri greiningu á þróun lykilstærða. Þjóðhagslíkan Seðlabankans er það tæki sem heldur utan um þessar upplýsingar. Sumar jöfnur líkansins eru bók- haldslegs eðlis en aðrar eru hegðunarjöfnur sem metnar eru með tölfræðilegum aðferðum. Spá bankans, einkum fyrir nýliðinn tíma og næstu framtíð, ræðst ekki síður af mati sérfræðinga bankans, ýmsum öðrum spálíkönum og margvíslegum upplýsingum sem ekki eru til staðar í þjóðhagslíkaninu. Framvinda peningastefnunnar á spátímanum er lykilforsenda í hverri spágerð. Í þjóðhagslíkaninu er peningastefnan ákveðin með framsýnni peningastefnureglu þar sem vextir Seðlabankans ákvarð- ast út frá væntu fráviki verðbólgu frá verðbólgumarkmiði og fram- leiðsluspennu. Þessi regla tryggir að vextir bankans stýri verðbólgu að markmiði við lok spátímans, sé hún frábrugðin því. Peninga- stefnureglan í þjóðhagslíkaninu var valin þannig að fórnarkostnaður við að tryggja að verðbólga sé við markmið sé sem minnstur.1 Verðbólguspár Seðlabankans fyrir árið 2014 Verðbólga hjaðnaði töluvert árið 2014 frá fyrra ári. Meðalverðbólga ársins var 2% en var 3,9% árið áður. Verðbólga án áhrifa óbeinna skatta var einnig 2%. Eins og rakið hefur verið í fyrri heftum Pen- ingamála var megindrifkraftur verðbólgu síðasta árs hækkun íbúða- verðs en verðlækkun innfluttrar vöru og þjónustu, lækkun olíuverðs og hækkun á gengi krónunnar vó á móti. Mynd 1 sýnir hvernig til tókst við að spá verðbólgu innan ársins. Ársverðbólgu hvers ársfjórðungs var í öllum tilfellum ofspáð. Frávikið á síðasta ársfjórðungi litast mjög af ófyrirséðri lækkun olíu- verðs á síðustu mánuðum ársins: í febrúarhefti Peningamála var gert ráð fyrir liðlega 6% lægra olíuverði á síðasta fjórðungi ársins en á sama tíma ári fyrr en reyndin varð hátt í 30% lækkun milli ára. Tafla 1 sýnir að meðalverðbólgu ársins var ofspáð í öllum Peningamálum ársins en spáin verður nákvæmari þegar líða tekur á árið og meiri upplýsingar eru til staðar, en var þó enn ofmetin um 0,2 prósentur á síðasta ársfjórðungi. 1. Nánar er fjallað um þjóðhagslíkan Seðlabankans í rammagrein 5. Sjá auk þess umfjöllun í Ásgeir Daníelsson, Bjarni G. Einarsson, Magnús F. Guðmundsson, Svava J. Haraldsdóttir, Þórarinn G. Pétursson, Signý Sigmundardóttir, Jósef Sigurðsson og Rósa Sveinsdóttir (2015), „QMM: A quarterly macroeconomic model of the Icelandic economy – Version 3.0“, Seðlabanki Íslands, Working Paper, væntanlegt. Mynd 1 Ársfjórðungsleg verðbólga árið 2014 og spár Peningamála Frávik (prósentur) Heimild: Seðlabanki Íslands. PM 2014/1 PM 2014/2 PM 2014/3 PM 2014/4 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 4. ársfj.3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.