Peningamál - 04.11.2015, Side 63

Peningamál - 04.11.2015, Side 63
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 63 tvo ársfjórðunga fram í tímann því að einungis einfalda kostnaðarlík- anið spáir betur en ráfferillinn. Þegar spáð var þrjá ársfjórðunga fram í tímann voru nær allar spár með minni spáskekkju en ráfferilsspáin. Aftur á móti skila öll líkönin lakari spá en ráfferillinn þegar spáð var fjóra ársfjórðunga fram í tímann. Uppsöfnuð spáskekkja ráfferilsins var 2,1% sem er svipað og fyrir spá bankans (2,2%).6 Eins og áður hefur komið fram var skekkjan í spánum sem birt- ar voru í Peningamálum minnst í samanburði við önnur líkön þegar spáð var þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann. Mynd 5 sýnir meðaltal spáskekkja árin 2011 til 2014. Þar sést að frá 2011 til 2014 var meðalspáskekkja Peningamála minnst þrjá og fjóra ársfjórðunga fram í tímann en einfalda kostnaðarlíkanið og ARIMA-líkan 3 ná í nokkrum tilfellum betri árangri við að spá til skemmri tíma. Ef skoðað er sérstaklega hvernig líkönin hafa spáð einn ársfjórðung fram í tím- ann síðustu ár (mynd 6) sést að einfalt kostnaðarlíkan spáir öll árin betur en spá Peningamála. Þetta getur verið vísbending um að horfa eigi meira til spáa með einfalda kostnaðarlíkaninu þegar spáð er einn ársfjórðung fram í tímann. Hagvaxtarspár Seðlabankans fyrir árið 2014 Til að fá betri mynd af árangri Seðlabankans við verðbólguspár þarf einnig að horfa til þess hvernig bankanum hefur tekist að spá fyrir um þróun raunhagkerfisins. T.d. er líklegt að bankinn vanspái verð- bólgu á tímabilum þar sem hann vanspáir vexti almennrar eftir- spurnar og ofmetur slaka í efnahagslífinu. Nýir staðlar við þjóðhagsreikninga, ESA 2010, voru innleiddir af Hagstofu Íslands í september 2014. Einnig voru á sama tíma gerðar ýmsar endurbætur á gagnasöfnun og aðferðafræði. Vegna þessa voru söguleg gögn endurskoðuð aftur til ársins 1997. Nánar er fjallað um staðlabreytingarnar í rammagrein 1 í Peningamálum 2014/4. Þessar staðlabreytingar leiddu til töluverðra breytinga á sögulegum þjóðhagsreikningum sem hafa þarf í huga þegar bornar eru saman eldri spár en frá Peningamálum 2014/4 við birta þjóð- hagsreikninga Hagstofunnar frá september 2014. Spár sem gerðar voru fyrir Peningamál 2014/4 byggjast á tölum samkvæmt gömlu stöðlunum, ESA 95, og eðlilegt að kerfisbundinn munur sé á þeim og niðurstöðum nýju þjóðhagsreikninganna. Staðlabreytingin hefur engin áhrif á mælda verðbólgu en hagvöxtur frá árinu 1997 telst nú að meðaltali meiri en áður. Hagstofa Íslands birtir bráðabirgðatölur um þjóðhagsreikninga fyrir hvern ársfjórðung rúmum tveimur mánuðum eftir lok fjórð- ungsins. Fyrstu tölur um fjórða ársfjórðung 2014 og árið í heild voru birtar í mars sl. og endurskoðaðar í september. Spár Peningamála og áætlanir Hagstofunnar fyrir breytingar helstu þjóðhagsstærða frá fyrra ári má sjá í töflu 4. Þegar Peningamál 2014/1 voru gefin út í febrúar 2014 lágu fyrir bráðabirgðatölur frá Hagstofunni um þjóð- hagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung 2013. Spá bankans fyrir árið 2014 þurfti því að byggja á spá fyrir fjórða fjórðung ársins 2013. Breytingar urðu á tölum Hagstofunnar frá birtingu bráða- birgðatalna í mars til endurskoðunar í september. Talsverð endur- skoðun átti sér stað upp á við í fjárfestingu, sem skýrist af vanmati á starfsemi hins opinbera í bráðabirgðatölunum. Aftur á móti var einkaneysla ofmetin í bráðabirgðatölunum sem leiddi til þess að þjóðarútgjöld voru leiðrétt niður á við. Þessi endurskoðun hafði í för með sér að hagvöxtur á árinu 2014 varð 0,1 prósentu minni. Hagvöxtur fyrir árið 2014, samkvæmt nýjustu tölum Hagstof- unnar, reyndist vera talsvert minni en spár höfðu gert ráð fyrir. Spár RAMMAGREINAR 6. Uppsöfnuð spáskekkja er samanlögð spáskekkja yfir tímabilið. Tekið er algildi af spá- skekkjunni á hverju tímabili til að gefa rétta mynd af árangrinum. Vanspáð gildi myndi annars vega á móti ofspáðu gildi sem veldur vanmati á spáskekkju. Mynd 5 Spáskekkjur verðbólgu í Peningamálum og ýmsum einföldum líkönum 2011-20141 Staðalfrávik (%) 1. Fyrsti ársfjórðungurinn sem er spáð er fjórðungurinn þegar Peningamál eru birt. Annar ársfjórðungurinn er næsti fjórðungur eftir birtingu Peninga- mála. Þriðji ársfjórðungurinn er fjórðungurinn þar á eftir. Heimild: Seðlabanki Íslands. Peningamál Einfalt kostnaðarlíkan ARIMA-líkan 1 ARIMA-líkan 2 ARIMA-líkan 3 Ráfferilll VEC-líkan 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 4. ársfj.3. ársfj.2. ársfj.1. ársfj. Mynd 6 Spáskekkjur verðbólgu í Peningamálum og ýmsum einföldum líkönum við spár fyrsta ársfj.1 Staðalfrávik (%) 1. Fyrsti ársfjórðungurinn sem er spáð er fjórðungurinn þegar Peningamál eru birt. Heimild: Seðlabanki Íslands. Peningamál Einfalt kostnaðarlíkan ARIMA-líkan 1 ARIMA-líkan 2 ARIMA-líkan 3 Ráfferilll VEC-líkan 0,0 0,2 0,4 0,6 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 2014201320122011

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.