Peningamál - 04.11.2015, Side 64

Peningamál - 04.11.2015, Side 64
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 64 RAMMAGREINAR Peningamála 2014/1 til 2014/3 ofmátu hagvöxt um 0,8-1,9 pró- sentur miðað við niðurstöður þjóðhagsreikninga frá september sl. Hafa ber þó í huga að þetta ofmat orsakast að hluta til af áðurnefnd- um staðlabreytingum þar sem þessar spár byggjast á gögnum sam- kvæmt gömlu stöðlunum. Spár Peningamála 2014/4 til 2015/1, sem byggjast á gögnum samkvæmt nýju stöðlunum, ofmátu hagvöxt um 0,2-1,1 prósentu. Þessa skekkju má m.a. rekja til ofmats á útflutningi og vanmats á innflutningi. Mynd 7 sýnir hvernig skekkjur í spám um útgjaldaliðina skýra skekkjuna í spánum um hagvöxt ársins 2014. Þar sést að vanspá innflutnings skýrir stóran hluta skekkjunnar en spár um útflutning voru nokkuð nærri lagi. Birgðabreyting reyndist einnig vera vanmetin í spám bankans. Ofmat á einkaneyslu í spám Peningamála 2014/2 og 2014/4 vó þó á móti og varð spáskekkja í hagvexti því ekki eins mikil. Á myndinni má einnig sjá breytinguna á milli bráðabirgðatalna Hagstofunnar fyrir árið 2014 sem voru birtar í mars sl. og endurskoðaðra talna sem voru birtar í september sl. Þar sést að endurskoðun á einkaneyslu og fjármunamyndun leiddi til stærstu breytinganna. Hér á landi, líkt og í öðrum löndum, eru sögulegar hagtölur endurskoðaðar reglulega og endanleg niðurstaða fæst því oft ekki fyrr en að nokkrum árum liðnum. Hér virðist tilhneigingin vera sú að yfirleitt eru hagtölur endurskoðaðar til hækkunar fremur en lækk- unar.7 T.d. var hagvöxtur árin 2001 til 2013 endurskoðaður um 1,8 prósentur að meðaltali frá fyrstu tölum til þeirra síðustu. Í rúm- lega 60% tilfella var um hækkun að ræða. Mynd 8 sýnir þróunina í tölum Hagstofunnar um hagvöxt frá fyrsta fjórðungi ársins 2001 til fyrsta fjórðungs ársins 2014. Á árunum 2001 til 2009 var hagvöxtur endurskoðaður að meðaltali um 2,4 prósentur og í 78% tilfella til hækkunar. Frá árinu 2010 var endurskoðun hagvaxtar einungis um 0,6 prósentur að meðaltali og einungis í fjórðungi tilfella til hækk- unar. Leiðrétting einkaneyslu niður á við á árunum 2010 til 2013 gæti að hluta til útskýrt þennan mun í endurskoðun hagvaxtar fyrir og eftir árið 2010. Spár Seðlabankans í samanburði við spár annarra spáaðila Á mynd 9 má sjá hagvaxtarspár Seðlabankans fyrir árið 2014 í samanburði við meðaltal spáa annarra aðila sem birta reglulega spár um íslenskan þjóðarbúskap. Spár Seðlabankans voru allar gerðar á fjórða ársfjórðungi á árunum 2011-2014. Meðaltalið samanstendur af síðustu spá hvers árs meðal sjö spáaðila: spám Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, Alþýðusambands Íslands (ASÍ), stóru viðskiptabankanna Tafla 4 Þjóðhagsspár Peningamála og gögn Hagstofunnar fyrir árið 2014 Spátímabil frá: 2013/4 2014/1 2014/2 2014/3 2014/4 Bráðab. Endursk. tölur tölur % frá fyrra PM PM PM PM PM (mars (sept. ári 2014/1 2014/2 2014/3 2014/4 2015/1 2015) 2015) Einkaneysla 4,6 4,4 4,4 4,3 3,6 3,7 3,1 Samneysla 0,6 0,9 1,1 1,0 0,9 1,8 1,8 Fjárfesting 5,4 19,0 22,2 17,6 13,7 13,7 15,4 Þjóðarútgjöld 3,6 5,6 5,8 5,3 4,4 5,3 5,2 Útflutningur 1,4 2,9 4,3 3,6 4,3 3,1 3,1 Innflutningur 3,1 6,4 8,9 8,3 9,4 9,9 9,8 Hagvöxtur 2,6 3,7 3,4 2,9 2,0 1,9 1,8 7. Sjá t.d. Ásgeir Daníelsson (2008), „Accuracy in forecasting macroeconomic variables in Iceland“, Seðlabanki Íslands Working Paper, nr. 39. Mynd 7 Framlag spáskekkju útgjaldaliða til spáskekkju í hagvexti 20141 Prósentur 1. Miðað við rauntölur birtar í september 2015. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Einkaneysla Fjármunamyndun Útflutningur Innflutningur Birgðabreyting Samneysla Skekkja í spám um hagvöxt -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 Bráðabirgða- tölur mars 2015 PM 2014/4 PM 2014/2 PM 2013/4 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd 8 Endurskoðun á hagvexti Síðasta mat Hagstofunnar fyrir staðlabreytingu ESA 2010 Bil hæsta og lægsta mats Hagstofunnar -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 Mynd 9 Spár um hagvöxt árið 2014 Breyting frá fyrra ári (%) Peningamál Meðaltal spáa Hagvöxtur árið 2014: 1,8% Bil hæsta og lægsta mats spáaðila Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Arion banki, ASÍ, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Hagstofa Íslands, Íslandsbanki, Landsbankinn, Seðlabanki Íslands. 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 4. ársfj. 20144. ársfj. 20134. ársfj. 20124. ársfj. 2011

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.