Peningamál - 04.11.2015, Page 65

Peningamál - 04.11.2015, Page 65
P E N I N G A M Á L 2 0 1 5 • 4 65 þriggja, Hagstofunnar og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Bil hæsta og lægsta spágildis þeirra er sýnt sem skyggt svæði. Þetta bil breikkar jafnan þegar mikil óvissa ríkir um efnahagshorfur eða horft er lengra fram á veginn. Ágætt samræmi er á milli hagvaxtarspáa Seðlabankans og spáa annarra aðila. Hagvaxtarspárnar eru þó nokkru fyrir ofan endan- legar tölur Hagstofunnar fyrir árið 2014. Þetta skýrist að einhverju leyti af því að einkaneysla og fjárfesting árið 2014 reyndist veikari en spáð var. Einnig var spáskekkja í utanríkisverslun, útflutningi var ofspáð og innflutningi vanspáð. Eins og áður var nefnt hefur Hag- stofan innleitt nýja staðla við þjóðhagsreikningagerð sem ekki var tekið tillit til við gerð spánna sem hér eru skoðaðar og því getur hluti spáskekkjunnar verið tilkominn vegna þeirra. Mynd 10 sýnir sama samanburð fyrir spáða verðbólgu fyrir árið 2014. Eins og sjá má spáði bankinn nokkru meiri verðbólgu á árinu en síðan reyndist. Spár Seðlabankans voru þó undir spám ann- arra spáaðila og nær hinu sanna gildi frá og með árslokum 2012. Þá spáði Seðlabankinn að verðbólga árið 2014 yrði 2,7% en meðaltal annarra spáa var 4,2%. Í árslok 2013 hækkaði Seðlabankinn verð- bólguspá sína en aðrir spáaðilar lækkuðu spár sínar. Í lok árs 2014 lækkuðu Seðlabankinn og aðrir spáaðilar spár sínar um verðbólgu. Að meðaltali gerðu aðrir spáaðilar ráð fyrir að verðbólga yrði 2,5% eða 0,5 prósentum frá endanlegu gildi en Seðlabankinn spáði að verðbólga ársins 2014 yrði 2,2%. Eins og áður hefur komið fram reyndist meðalverðbólga ársins vera 2%. RAMMAGREINAR Mynd 10 Spár um verðbólgu árið 2014 Breyting frá fyrra ári (%) Peningamál Meðaltal spáa Verðbólga árið 2014: 2,0% Bil hæsta og lægsta mats spáaðila Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Arion banki, ASÍ, Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, Hagstofa Íslands, Íslandsbanki, Landsbankinn, Seðlabanki Íslands. 0,0 1,0 2,0 3,0 4,0 5,0 6,0 7,0 4. ársfj. 20144. ársfj. 20134. ársfj. 20124. ársfj. 2011

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.