Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 46
46 Lífsstíll Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Út fyrir kassann Kristín Tómasdóttir utfyrirkassann@gmail.com S amkvæmt rannsóknum á ís- lenska þjóðin á brattann að sækja hvað fjármálalæsi varð- ar. Við getum sannarlega ver- ið meðvitaðri neytendur og mörg- um hættir til að eyða um efni fram. Þættirnir Ferð til fjár á RÚV hafa það að markmiði að bæta úr þessu kunnáttuleysi og leggur þar Andrea Sóleyjar- og Björgvinsdóttir sitt af mörkum með því að skoða hvernig hún getur bætt sína persónulegu fjárhagsstöðu. Andrea gefur hér ráð, sem hún hefur nýlega tileink- að sér, um hvernig fara megi út fyrir þægindarammann í þeim tilgangi að bæta fjárhag sinn. „Sko, ég mæli með því að fólk reyni að vera meðvitaðra um hvað það er að borga og hvers vegna, t.d. hjá bankanum, tryggingum og olíu- félögum. Ekki hika við að gefa þér tíma til að hafa samband við þess- ar stofnanir, óska eftir tilboðum frá samkeppnisaðilum og vega og meta hvort það hreinlega borgi sig að skipta. Að auki, ekki vera feimin við að biðja um afslátt hvert sem þú ferð. Oft eru fyrirtæki reiðubúin að slá aðeins af svo að þú verslir hjá þeim frekar en annars staðar. Hvað er það versta sem getur gerst? Þeir segja nei og þú brosir og segir ókei en þú græðir ekki krónur nema láta vaða og spyrja. Markaðurinn, þar með talið þú og ég, eigum að hafa áhrif og ráða ferðinni meira en nú er.“ n Ekki vera feimin að biðja um afslátt Andrea gefur ráð um hvernig bæta megi fjárhaginn Óskaðu eftir tilboðum Andrea segir fyrir- tæki oft tilbúin að slá aðeins af til að viðskipta- vinurinn fari ekki yfir til samkeppnisaðilans. Líkamsrækt og sjálfsvirðing Í grunnskóla venjumst við reglulegum leikfimitímum einu til tvisvar sinnum í viku. Það er frábært því líkamsrækt stuðlar að bættri heilsu, bæði líkamlega og andlega. Í leikfimi fáum við að kynnast mismunandi hreyfingu, t.d. hóp- og einstak- lingsíþróttum, fimleikum og boltagreinum. Okkur er kennt að byggja upp þol og hreysti auk þess sem við lærum fljótt að eitt skipti á ári er ekki nóg til þess að komast í gott form. Þetta vitum við, enda skólaskylda á Íslandi. Finnum öll fyrir neikvæðri sjálfsmynd Flestir þekkja ofurfæðutegund- irnar bláber, chia-fræ og spínat. Margir sneiða markvisst hjá kol- vetnaríkum fæðu- tegundum, um- ræðan er hávær þegar kemur að skaðsemi sykurs og lífrænt er mjög gott. Sjálfsrækt horf- ir öðruvísi við okkur. Öll höfum við fundið fyrir neikvæðri sjálfs- mynd á einhverjum sviðum en fæst höfum við lært sitthvað þegar kemur að því að styrkja sjálfsmyndina. Geðlyfjanotkun Íslendinga hefur aukist gríðarlega undan- farna áratugi, æ fleiri börn greinast með kvíða og eftirspurn eftir sjálfstyrkingarnámskeiðum er meiri en framboðið. Fjórar mín- útur á dag í sjálfsrækt Þess væri óskandi að þekk- ing okkar væri sam- bærileg þegar kemur að því að bæta andlega og líkamlega heilsu. Að við stunduðum sjálfsrækt í fjórar mínútur til móts við hvern lík- amsræktartíma á viku. Að við þekktum mismunandi leiðir til þess að stunda sjálfsrækt og að við legðum jafna áherslu á að kenna börnunum okkar að hlúa vel að líkama og sál. Út fyrir kassann mun á næstu vikum leggja til leiðir sem allir geta tileinkað sér einmitt í þeim tilgangi að styrkja sjálfsmynd sína og rækta sálina á fyrirbyggj- andi hátt. Verkefni vikunnar: Þú getur byrjað á því að huga að sjálfs- mynd þinni í hvert sinn sem þú burstar tennurnar. Þú get- ur spurt þig spurninga á borð við: „hver er ég?“, „hvað er ég ánægð/ur með?“ og „hvað mætti betur fara?“. Einfaldar spurningar sem leiða þig áfram í átt að ræktinni sem hentar þinni sjálfsmynd. Þægindaramminn orðinn miklu stærri n Svavar tók nýja stefnu í lífinu n Sökkti sér ofan í matarferðamennsku F yrir nokkrum árum tók Svavar Halldórsson nýja stefnu í lífinu. Hann sagði starfi sínu lausu og einbeitti sér að því sem er honum kærast og gerir hann hamingjusaman. „Fyrir fáeinum misserum ákvað ég að segja upp starfi mínu sem fréttamaður hjá RÚV og reyna fyrir mér upp á eigin spýtur sem matar- blaðamaður, ráðgjafi og sitthvað fleira. Þetta var risastökk út úr þægindarammanum, enda var ég búinn að vera í hefðbundinni blaða- mennsku í meira en áratug.“ Starfið snýst um mat Það sem dreif Svavar áfram var fyrst og fremst forvitni, þorsti í krefjandi viðfangsefni og ástríða fyrir mat. Síð- an hefur hann skoðað mat og mat- vælaframleiðslu frá öllum sjónarhorn- um. Nýja starfið er fjölbreytt en flest sem hann gerir hverfist þó um mat. „Ég viðurkenni að ég var alveg eins og rati þegar ég fór að sökkva mér ofan í pælingar um matarferða- mennsku, ímyndarmál og fleira í þeim dúr. Nú líður mér hins vegar ágætlega í því hlutverki og ég á bágt með að trúa því hvað ég vissi lítið fyrir aðeins fáeinum árum.“ Sátt að hafa tekið þetta skref Svavar hefur ekki bara fundið marga mismunandi vinkla á matarástríðu sinni sem gerir starf hans afar fjöl- breytt en eitt af því fyrsta sem hann gerði var að skrifa Íslensku ham- borgarabókina. „Þótt meginstefið í bókinni sé auðvitað hamborgarar þá lít ég sjálfur á hana sem innlegg í baráttuna fyrir því að fólk borði hreinan, hollan og staðbundinn mat. Í bókinni tók ég þennan vin- sælasta rétt í heimi og reyndi eft- ir fremsta megni að búa til hágæða hamborgara úr hreinu íslensku hrá- efni, kjöti, fiski og grænmeti. Það er auðvitað annarra að dæma um hvernig til tókst, en ef eitthvað er að marka sölutölur virðist það bara hafa tekist ágætlega.“ Svavar segist hafa stokkið langt út fyrir kassann sinn en að hann sjái ekki eftir neinu. „Ég er afskaplega sáttur við að hafa tekið þetta skref út fyrir boxið. Hið skrítna er reyndar að ég er að vissu leyti ennþá inni í þægindarammanum, þetta er bara nýr rammi, og miklu stærri.“ Að lok- um splæsir Svavar góðri hugmynd að óhefðbundnum helgarham- borgara sem allir ættu að ráða við að kokka í góðu tómi um helgina. n norskur góðborgari n 1⁄2 kíló af nautahakki n 1⁄2 kíló af kálfahakki n 50 ml af Vals tómatsósu n Lúka af smátt söxuðum graslauk n Sjávarsalt og svartur pipar n 2 hvítlauksrif n 50 ml af repjuolíu n Lúka af fersku dilli n Kryddlegin söl (t.d. frá Íslenskri hollustu) n 1 haus af íslensku kínakáli n 250 gr majónes n 1 óseytt rúgbrauð Aðferð Setjið hakkið, saxaðan hvítlaukinn og graslaukinn, tómatsósuna, salt og pipar í skál, og blandið vel saman. Búið til 6–8 borgara og kælið. Blandið saman repju- olíu og söxuðu dilli. Steikið borgarana á pönnu eða grilli. Setjið kál ofan á átta brauðsneiðar. Setjið slettu af majónesi þar ofan á og loks borgarana. Önnur væn sletta af majónesi á toppinn. Gerið litla holu í miðjuna á majónestoppnum og látið drjúpa í dálitla repjuolíu með dilli. Látið standa í tvær til þrjár mínútur. Setjið smávegis af kryddlegnum sölum ofan á allt saman. Síðan er borgaranum lokað með öðru brauði ofan á og herlegheitin borin fram. Borðist í lopapeysu, helst við sjóinn. Fy r ir S ex T il á T TA Fór út fyrir kassann Ákvað að fara að sinna því sem honum er kærast og gerir hann hamingjusaman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.