Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Síða 48
Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 201548 Sport Þetta eru framtíðar landsliðsmenn íslands n Sérfræðingar horfa tvö til fjögur ár fram í tímann n Kynslóðaskipti eru óhjákvæmileg Ó hjákvæmilegt er að kyn­ slóðaskipti verði í íslenska karlalandsliðinu í hand­ knattleik á næstu árum. Fimm leikmenn sem spil­ uðu með liðinu á HM í Katar eru orðnir 33 ára eða eldri. Einn þeirra, Sverre Jakobsson, hef­ ur lagt landsliðsskóna á hilluna en óhjákvæmilegt er að Snorri Steinn Guðjónsson, Guðjón Val­ ur Sigurðsson, Alexander Pet­ ersson, Róbert Gunnarsson og Vignir Svavarsson leggi keppnis­ skóna á hilluna einhvern tímann á næstu fjórum eða fimm árum, hið minnsta. Við hópinn má bæta Þóri Ólafssyni sem hefur verið í lands­ liðinu á undanförnum árum, ef mótið í Katar er undanskilið. DV fékk þrjá heiðursmenn, sem gjörþekkja til handbolta á Íslandi og í Evrópu, til að leggja mat á það hvaða leikmenn munu á næstu tveimur til fjórum árum taka við þeim hlut­ verkum í landsliðinu sem þessir sex til sjö leikmenn hafa gegnt á undan­ förnum árum. Sérfræðingarn­ ir eru Guð­ jón Guð­ mundsson, íþróttaf­ réttamaður og hand­ bolta­ spekúlant, Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eins efni­ legasta liðs á Íslandi um þessar mundir, og Óskar Bjarni Óskars­ son, fyrrverandi aðstoðarlands­ liðsþjálfari og núverandi þjálfari kvennaliðs Vals. Aldur afstæður Guðjón bendir á að aldur sé af­ stæður og að leikmennirnir sem eru orðnir 33–35 ára geti átt nokk­ ur góð ár eftir – og jafnvel leikið lykilhlutverk. Það sjáist ár eftir ár á stórmótum. Hins vegar sé það rétt að kynslóðaskipti verði smám saman á næstu árum. „Við þurfum að fara í endurnýjun lífdaga – það er alveg rétt.“ Engir línumenn bíða Þegar horft er í einstakar stöður hafa sérfræðingarnir líklega mest­ ar áhyggjur af framtíðarmanni á línunni. Þegar Róbert Gunnars­ son kveður, eins og Vignir Svavarsson, stend­ ur Kári Kristjáns­ son einn eftir. Hann er um þrítugt og mun að lík­ indum spila næstu árin. Sér­ fræðingarnir segja erfitt að sjá hver kemur næstur. Atli Ævar Ingólfsson hafi staðið sig ágætlega í landsliðinu en sé ekki sterkur varnarmað­ ur. Í nútímahandbolta þurfi leikmenn að vera jafn vígir í vörn og sókn. „Við eigum ekki línumenn sem eru til­ búnir,“ segir Guðjón. Landsliðið horfir aftur á móti upp á góða tíma í vinstra horninu. Guðjón Valur Sigurðsson er 35 ára og enn einn albesti hornamaður í heimi. Hann gæti átt nokk­ ur góð ár eftir. Stefán Rafn Sigurmannsson stendur fullmótaður á hliðarlínunni og bíður færis. Sérfræðingun­ um ber saman um að Bjarki Már Elís­ son muni veita hon­ um harða samkeppni í horninu, enda hafi hann farið á kostum í Þýskalandi en Bjarki skrifaði nýlega undir samning við Füsche Berlin. Þá er Oddur Grétarsson einnig nefndur til sögunn­ ar. Þessi staða sé því sérstaklega vel mönnuð í nútíð og framtíð. Í hinu horninu telja menn líkleg­ ast að Arnór Þór verði aðalmaður á næstu árum. Hann er 27 ára. Guðmundur Árni Ólafsson gæti deilt með honum stöðunni. Hörgull á örvhentum skyttum Engin örvhent skytta er við að brjóta sér leið inn í landsliðið. Sú var tíðin að Ísland gat valið úr frá­ bærum skyttum í þessa stöðu en nú hallar undan fæti. Það verður skarð fyrir skildi þegar Alexander Petersson leggur skóna á hilluna en sérfræðingunum þremur ber öllum saman um að Rúnar Kára­ son og Ásgeir Örn Hallgrímsson séu enn framtíðarmenn í þessari stöðu; ólíkir leikmenn sem eigi mikið inni. Sérfræðingarnir segja að Aron Pálmarsson muni bera uppi lands­ liðið á næstu árum. Þar fari einn besti leikmaður í heimi. Hann mun að líkindum spila á miðj­ unni. Honum til halds og trausts eru nokkrir nefndir. Ólafur Bjarki Ragnarsson er aðeins 26 ára og gæti hjálpað liðinu en Arnór Atla­ son, sem menn telja að muni færa sig í auknum mæli úr skyttustöð­ unni inn á miðjuna, ætti einnig að eiga góð ár eftir, enda rétt um þrítugt. Mönnum ber þó saman um enginn nýr Snorri Steinn sé í sjónmáli, en þessi 33 ára leik­ stjórnandi hefur verið burðarás í landsliðinu í mörg herrans ár og á vonandi einhver ár eftir. Menn eru ekki endilega þeirrar skoðun­ ar að Gunnar Steinn Jónsson muni leika stórt hlutverk í landsliðinu á næstu árum, þó að hann muni verða í hópnum og geti nýst liðinu ágætlega. Vonir bundnar við Ólafa Ólafur Guðmundsson og Róbert Aron Horstet eru þeir leikmenn sem á næstu árum munu taka við stórum hlutverkum í stöðu rétt­ hentrar skyttu í landsliðinu, að mati Guðjóns, Óskars og Einars. Báðir hafi allt til að bera en þeir þurfi báðir að taka næstu skref með sínum félagsliðum. Sigur­ bergur Sveinsson hefur spilað vel í Þýskalandi en átti erfitt uppdrátt­ ar á HM, eins og raunar flestir leik­ menn íslenska liðsins. Þá er Ólafur Gústafsson nefndur til sögunn­ ar en hann hefur lengi glímt við meiðsli. Hann hefur þó það til að bera að geta leikið burðarhlutverk í varnarleik íslenska liðsins – nái hann sér af meiðslum. Sérfræðingarnir sjá engan markvörð hirða stöðurnar af Björgvini Páli Gústavssyni og Ar­ oni Rafni Eðvarðssyni á næstu árum. Menn eru þó sammála um að gefa þurfi öðrum markvörðum, sem spili í útlöndum, tækifæri. Þar eru nefndir Sveinbjörn Pétursson og Daníel Freyr Andrésson. Böðvar Páll næstur inn í vörnina? Varnarleikurinn er sérfræðingun­ um nokkuð hugleikinn. Sverre Jakobsson skilur eftir sig stórt skarð og Bjarki Már Gunnarsson hefur kannski ekki átt sína bestu leiki að undanförnu. Guðjón seg­ ir að landsliðið þurfi að halda eins lengi og mögulegt sé í Vigni Svav­ arsson, því menn sem geti leikið í miðri vörninni séu ekki á hverju strái. Hann bindur þó vonir við að Böðvar Páll Ásgeirsson, leikmaður Aftureldingar, komi fljótlega inn í landsliðið. Hann sé „fljótur á fót­ unum“ og stór. Að auki sé hann góð skytta og geti spilað vörn og sókn. „Ég sé hann fyrir mér sem næsta varnarmann inn.“ Guðjón segir að þegar þessi kynslóðaskipti verði orðin að veruleika ætti Ís­ land að geta átt eitt af átta til sex­ tán bestu landsliðum í heimi. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Þörf á endurnýjun Íslenskir stuðningsmenn eru góðu vanir. Gengið hefur ver- ið gott á undanförnum árum. Þegar horft er til næstu ára er ekki víst að árangurinn verði áfram jafn góður. Skarð Sú var tíðin að Íslendingar áttu örv- henta menn í röðum. Tímarnir eru breyttir og það verður erfitt að missa Alexander. Tímamót Arons Kristjánssonar landsliðs- þjálfara bíður erfitt verkefni. Við blasir að yngja þarf upp hópinn - smám saman. Það þýðir að lykilmenn landsliðsins á liðnum árum fara að hellast úr lestinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.