Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.2015, Qupperneq 54
54 Menning Helgarblað 30. janúar–2. febrúar 2015 Ofurhetjusumar og Star Wars-jól n DV rýnir í bíóárið 2015 n Alls konar fyrir nördana L íkur eru á að ofurnördar um allan heim fái raðfullnægingu þann 24. apríl 2015 þegar Avengers: Age of Ultron verð- ur frumsýnd. Myndin er fram- hald stærstu (og einnar bestu) ofur- hetjumyndar allra tíma, frá 2012, og jafnframt af þeim sólómyndum sem hafa komið síðan. Shield hefur verið lokað, en í staðinn skapar Iron Man vélmennið Ultron til þeirra starfa. Sá ákveður þó að hann sé yfir þetta allt hafinn og best sé að útrýma mann- kyni í staðinn. Nýjar persónur mæta til leiks. Quicksilver sást í síðustu X- Men en birtist hér í annarri mynd ásamt systurinni Scarlett Witch. Ekki nóg með það, heldur verður á undan sýnd ný stikla úr næstu Star Wars-mynd. Sú síðasta vakti harð- ar deilur sökum nýrrar geislasverða- hönnunar og má búast við að geim- genglar netsins muni loga á ný, en myndin verður loksins frumsýnd þann 18. desember. Í millitíðinni má orna sér við Ant- Man, sem er nýjasta Marvel-ofur- hetjan til að fá eigin mynd. Hann þyk- ir þó fremur undarlegt val, hæfileikar hans felast í að geta minnkað sig og talað við maura, og ekki bætir úr skák að Paul Rudd (kærasti Phoebe úr Friends) fer með aðalhlutverk. Marvel hefur enn ekki stigið feilspor (plús/mínus Iron Man 2), og verður spennandi að sjá hvernig tekst til hér. Aðrar Marvel-hetjur sem verða endurlífgaðar eru Fantastic Four, en myndirnar með Jessicu Alba og hinu fallega fólkinu (þar á meðal núver- andi Captain America, Chris Evans) fóru fyrir ofan garð og neðan. Hvorki val á leikurum né leikstjóra lofar þó sérstaklega góðu hér. Ofurhetju- mynd sem beðið er eftir með meiri eftirvæntingu er Birdman, þar sem Michael Keaton (Batman) og Ed- ward Norton (Hulk) leika leikara sem reyna að brjótast út úr ofurhetjuhlut- verkum sínum. Myndinni er leikstýrt af Alejandro Inárritu (Babel) og hefur fengið afbragðsgóða dóma vestra. Öskubuska og leikstjórinn Jolie Annars konar ofurhetju má sjá í nýj- ustu Terminator-myndinni, sem væntanleg er í júlí. Jú, Arnie er kom- inn aftur og leikur hér stjúpföður/ persónulegt drápsvélmenni Söru Connor, og haldið er í þá hefð að láta nýjan mann leika John Connor í hvert sinn. Það kæmi skemmti- lega á óvart ef þetta heppnast vel. Þeir sem kjósa frekar hefðbundin ævintýri geta hlakkað til Öskbusku, þar sem Shakespeare-leikstjór- inn Kenneth Branagh leikstýrir Cate Blanchett í 19. aldar útgáfu af sögunni frægu. Ekki síðri díva, sjálf Meryl Streep, leikur í Into the Woods, sem er samkrull af helstu ævintýrum Grimms-bræðra og söngleikur í of- análag. Nokkrar stríðstengdar mynd- ir ættu að birtast snemma á árinu og eru allar byggðar á raunveruleg- um persónum. American Sniper með Bradley Cooper (þessi með krullurnar í American Hustle) fjall- ar um leyniskyttu í Írak sem á Am- eríkumet í einstaklingsmiðuðum manndrápum (heimsmet á Finn- inn Simo Häyhä) og er leikstýrt af Clint Eastwood. Og nú er bara að sjá hvaða „American“-mynd Cooper finnur sér næst, kannski American Pie 5? Angelina Jolie sest bak við töku- vélina í Unbroken, sem fjallar um langhlaupara sem er skotinn niður yfir Kyrrahafi og er lagður í einelti í japönskum fangabúðum. Testament of Youth fjallar um Veru Brittain, rit- höfund, hjúkrunarkonu og femínista sem þarf að horfa á eftir kærasta sín- um í fyrri heimsstyrjöldinni, og það að hann lítur út eins og Jon Snow gerir aðskilnaðinn enn harmþrungnari. Ár snillingsins The Imitation Game, sem var frum- sýnd um miðjan janúar, fjallar um Alan Turing, sem fann upp tölvuna og réð dulmál Þjóðverja í seinni heimsstyrj- öldinni en var að lokum dæmdur fyrir samkynhneigð og framdi sjálfsmorð. Þó að myndin sýni ljótan blett á sögu Breta er hún jafnframt nýjasta tilraun þeirra til að bæta fyrir hina bandarísku U-571, þar sem Bon Jovi og félagar eru látnir vinna hetjudáðir bandamanna sinna í seinni heimsstyrjöldinni. Og varla verður það breskara en að hafa sjálfan Sherlock Holmes, Benedict Cumberbatch, í aðalhlutverki. Fyrir áhugamenn um snillinga (ekki þó af KB banka-gerðinni) er meira um að vera í byrjun árs, því þá birt- ist einnig mynd um gáfaðasta mann í heimi, Stephen Hawking, og nefn- ist hún að sjálfsögðu The Theory of Every thing. Sumir af snillingum kvik- myndagerðarlistarinnar láta einnig á sér kræla. Paul Thomas Anderson snýr aftur með Inherent Vice og Tim Burton með Big Eyes, þar sem snillingurinn Christoph Waltz leikur málara sem stelur hugmyndum konu sinnar. Auk almennra sýninga verða há- tíðir á sínum stað. Franska kvik- myndahátíðin fer nú fram í Há- skólabíói og Borgarbíói á Akureyri, í febrúar verður Stockfish-hátíðinni hleypt af stokknum í Bíó Paradís og í haust snýr RIFF síðan aftur í öllu sínu veldi. Það verður því nóg um að vera þangað til um næstu jól þegar nýjasta Star Wars-myndin verður frumsýnd. Og samt eru dagarnir eitthvað svo lengi að líða … n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Ofurhetjuæði í Hollywood Age of Ultron er önnur myndin um Avengers-ofurhetjuhópinn. Öskubuska eins og þú hefur aldrei séð hana Cate Blanchett leikur í kvikmyndinni Cinderella. Homminn sem sigraði Hitler Fjallað er um hetjudáðir breska stærðfræðisénísins Alan Turing í The Imitation Game. Kominn af léttasta skeiði Í Birdman er Michael Keaton í hlutverki gamals leikara. Sest í leikstjóra- stólinn Angelina Jolie leikstýrir stríðs- myndinni Unbroken. Nýtt íslenskt útvarpsleikrit Á sunnudag frumflytur Útvarps- leikhúsið nýtt leikrit eftir Bjarna Jónsson í Ríkisútvarpinu. Strind- berg – stundin okkar nefnist verk- ið. Leikritið er sett upp eins og útvarpsþáttur þar sem umsjónar- maðurinn, Hjálmar Hjálmarsson, fær hjónin Henning Ólafsson og Ernu Sigurðardóttur til sín í spjall um leikritið „Föðurinn“ eftir sænska leikskáldið August Strindberg. Henning og Erna flytja brot úr textanum og velta vöngum yfir efniviði og persón- um verksins, ásamt umsjónar- manni. En smám saman fer að verða erfitt að greina á milli leik- rits Strindbergs og orða gestanna, og milli raunveruleika og blekk- ingar. Bjarni hefur áður skrifað og leikstýrt þríleiknum Besti vinur hundsins fyrir Útvarpsleikhúsið og hlaut sú uppsetning Grímuna 2008 sem útvarpsverk ársins. Málþing um Listasafn Íslands Laugardaginn 31. janúar frá klukk- an 11 til 14 fer fram í Listasafni Íslands málþing um stöðu og framtíð safnsins. Safnið er 130 ára í ár og er málþingið hluti af há- tíðardagskrá þess. Á málþinginu verður leitast við að varpa ljósi á stöðu þjóðarlistasafnsins í for- tíð og samtíma okkar um leið og sjónum verður beint að hlutverki þess, menningarsögulegri ábyrgð, möguleikum og sýn til framtíðar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir alþingismaður, Hall- dór Björn Runólfsson safnstjóri, Anna María Urbancic, Dag- ný Heiðdal og Rakel Pétursdótt- ir, starfsmenn Listasafns Íslands, munu flytja erindi og Harpa Þórs- dóttir, forstöðumaður Hönnunar- safns Íslands, stýrir umræðum að þeim loknum. Semur ljóð í sjoppum Frá 1. til 4. febrúar fer fram Ljóðaleiðréttingin, vinnustofu- dvöl myndlistarkonunnar og ljóð- skáldsins Ástu Fanneyjar Sigurðar- dóttur í söluturnum Reykjavíkur. Undir lok dvalarinnar, miðviku- daginn 4. febrúar klukkan 19.00, mun Ásta svo kynna afrakstur vinnunnar í sjoppunni á Grundar- stíg. Það er Meðgönguljóð sem stendur fyrir viðburðinum, en Ásta gaf út sína fyrstu ljóðabók, Herra Hjúkket, hjá örforlaginu árið 2012. Hún hefur einnig birt ljóð í tímaritinu Stínu og í kvæðasöfn- unum Ljóð í leiðinni: Skáld um Reykjavík og Þokulúður. Stórleikkona í ævintýramynd Meryl Streep leikur norn í Into the Woods. Snillingarnir á skjáinn Fjallað er um ástir og ævi Stephen Hawking í The Theory of Everything
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.