Skírnir - 01.01.1946, Page 7
Sigurður Nordal
Sveinb jörn Egilsson
Rœöa flutt í Reykjainkur kirkjugaröi, 16. júní 76/6.
„Ætt manna er sem ætt laufblaðanna. Sumum lauf-
blöðum feykir vindur tii jarðar, en önnur spretta í blóm-
legum skógi, þegar vortíminn kemur.“ Þessi orð hins
fræga Hippolokkussonar úr Ilionskviðu má með nokkur-
um sanni heimfæra upp á þá fylkingu nemenda Reykja-
víkurskóla frá sjö áratugum, sem hafa safnazt saman í
dag. Hér eru kynslóðir, sem hafa þegar átt sér sitt sum.ar,
og aðrar, sem horfa fram á vortímann. En allar eru þær
lauf í einum skógi, vor aldargamli skóli hefur kallað þær
til þessarar afmælishátíðar, — æskan tekur þátt í minn-
ingunum frá fortíð hans og hinir aldurhnignu í árnaðar-
óskum um framtíð hans.
Vér nemum hér staðar við leiði, þar sem hvílast
jarðneskar leifar fyrsta rektors Hins lærða skóla í
Reykjavík. Sjálfsagt hefði verið að minnast hans við
þetta tækifæri, hver og hvers konar maður sem hann
hefði verið. En nú höguðu örlögin því svo, að þessi maður
var Sveinbjörn Egilsson. Og við fá leiði í þessum kirkju-
garði verður sagt í fyllra skilningi: Hann, sem þér leitið,
er ekki hér. — Saga Sveinbjarnar var merkileg, meðan
hann lifði. Áhrif hans eru virk á meðal vor enn í dag.
Og þau verða vonandi mikil í íslenzkri þjóðmenningu um
langan aldur.
Ef spurt er um, hver Sveinbjörn Egilsson var, er þess
fyrst að geta, að þegar hann setti Reykjavíkurskóla
1. október 1846, nýskipaður rektor nýs skóla, átti hann