Skírnir - 01.01.1946, Síða 9
Skírnir
Sveinbjörn Egilsson
7
hina latnesku þýðingu ellefu binda Fornmanna sagna,
Scripta historica Islandorum, vegna þess yndis, sem þeir
höfðu af stílfegurð hennar og orðkynngi. Lexicon poet-
icum er að verðleikum talið einstakt afreksverk í norræn-
um og íslenzkum fræðum, furðulegt Grettistak, þegar
gætt er allra erfiðleika. Og miklu fleira mætti telja, sem
Sveinbjörn vann fyrir íslenzk fræði og rutt hefur braut
fyrir alla menn, sem hafa stundað þau síðan.
Danskur maður, sem hitti Sveinbjörn Egilsson í Kaup-
mannahöfn 1845 og vissi, að hann var ágætt latínuskáld,
sagði við hann, að hann mundi víst kunna að tala mörg
tungumál. Sveinbjörn svaraði: ,,Eg kann ekki að tala
nema íslenzku.“ f þessu svari er mikið yfirlætisleysi og
þó nokkur metnaður. Hann gaf í skyn, að sér þætti lítils
vert um allan lærdóm sinn í erlendum tungum hjá því að
kunna móðurmál sitt. Þar gat hann líka hiklaust úr flokki
talað.
Hvað verSur Sveinbjörn Egilsson framtíðinni? Verður
hann ekki einmitt maðurinn, sem kunni að tala íslenzku,
heldur áfram að tala íslenzku við óbornar kynslóðir?
Frægur fyrir margt annað, lifandi fyrir þetta, — fyrir
nokkur kvæði sín og vísur, þótt hann gæfi sér ekki tíma
til að leggja þá rækt við skáldgáfu sína, sem hún átti skil-
ið, — fyrir þýðingar sínar, framar öllum Odysseifskviðu
og Ilionskviðu á óbundið mál, — ef til vill fullkomnustu
þýðingar þessara öndvegisrita heimsbókmenntanna, sem
til eru á nokkura tungu, — meistaraverk íslenzkrar orð-
listar, sem aldrei geta bliknað.
Jón Árnason hefur það eftir kunnugum manni, að næmi
og minni Sveinbjarnar á yngri árum hafi verið í góðu
meðaUagi, skarpleiki og greind í betra, lagi. Þetta pund
sitt hefur hann þá ávaxtað af slíkri ástundun og skap-
festu, að fæst gáfnaljón munu öfundsverð af að standa
við hlið hans fyrir dómstóli skapara síns. En síðan er við
bætt, ,,að það, sem heitir smekkur (hafi verið) í bezta
lagi, því að hann fann svo vel og fljótt það tilhlýðilega“.