Skírnir - 01.01.1946, Page 12
Lárus Sic/urbjörnsson
Sigurður Guðmimdsson og Smalastúlkan
I.
Sigurður Guðmundsson málari dó klukkan 8 að morgni
mánudagsins 7. september 1874. Hann lagðist banaleg-
una í Davíðshúsi. Þar eru nú Uppsalir í Reykjavík. Að
kveldi dags 3. september leit skáldið Matthías Jochums-
son inn til listamannsins. Það var stutt á milli húsa í
Reykjavík í þá tíð, ekki nema steinsnar eða vel það yfir
í Anikuhús, þar sem Matthías bjó. Litlu norðar við Aðal-
stræti var Hákonsenshús. Þar dó Sigurður Breiðfjörð
röskum mannsaldri fyrr úr ,,lús og lambasótt“, eins og
Matthías skrifar í bréfi til Steingríms Thorsteinssonar
1866. Þegar Matthías gekk út úr Davíðshúsi frá vini sín-
um, sá hann glöggt, hvert stefndi. Daginn eftir skrifar
hann síra Jóni Bjarnasyni í Winnipeg svo sem í frétta-
skyni og neðanmáls í bréfinu: „Málara-auminginn er að
deyja — úr bjúg og tæringu. Ég sat (í Davíðshúsinu) yfir
honum í gærkvöldi, og gjörði „skeifur“, þegar ég gekk út.
Hann lá í hundafletinu í einum bólgustokk, ískaldur und-
ir tuskum og aleinn — og banvænn, alltaf að tala um, að
ekkert gangi með framför landsins.“ Eftir þetta hefur
verið gengið í það að útvega dauðvona listamanninum að-
hlynningu. Hann er fluttur í sjúkrahús bæjarins handan
við Aðalstræti, þvert yfir götuna. Þar voru sjúkrastofur
uppi, en gildaskáli niðri, og þar voru sjónleikir sýndir.
Og þar andaðist Sigurður Guðmundsson málari á þriðja
degi uppi á lofti skálans, sem hann hafði prýtt með
skjaldarmerkjum, þegar dansað var í Reykjavík, fyrir
ofan leiksviðið, sem hann hafði sjálfur útbúið og valið að
einkunnarorði: „Gaman og alvara“. Matthías Jochums-