Skírnir - 01.01.1946, Page 13
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
11
son flutti líkræðuna við jarðarförina, sem gerð var frá
sjúkrahúsinu. Var hún prentuð ári síðar ásamt æviágripi
Sigurðar eftir Helga E. Helgesen skólastjóra og eftirmæl-
um eftir skáldin Steingrím Thorsteinsson og Matthías
Jochumsson, svo og kveðjuerindum frá Brynjólfi frá
Minna-Núpi og Jóni ritstjóra Ólafssyni. En áður en það
varð, víkur Matthías enn að þessum atburðum í bréfi til
síra Jóns Bjarnasonar, og sem fyrr neðanmáls. Hann
skrifar 27. nóvember 1874: „Ég sagði þér ég hefði geng-
ið grátandi út frá málaranum; á 3. degi þar frá var hann
himlaður. Ég vildi ræðan væri komin til ykkar. Stein-
grímur kallaði hana góða. En það er ekkert; — hann lifði
og dó útlagi.-----Hann var líka stirður, kaldranalegur,
einlyndur og skeptiskur. En einkennilegt mikilmenni, an-
tíkur karaktér, og rammþjóðlegur gáfu-, íþrótta- og fram-
kvæmdarmaður var Siggi.“
II.
Öldin, sem leið — öldin, sem ól þá nafna Sigurð Breið-
f jörð og Sigurð Guðmundsson, þekkti ekki listamenn sína.
Margir hinna fjölhæfustu listamanna aldarinnar grotn-
uðu niður. Fjölhæfni þýddi auðnuleysi á hennar máli.
Hún sá Jón Þorláksson deyja „úr hungri og kröm og týn-
ast dauður innan um moldarþúfurnar á Bægisá“, um sein-
an grét hún snillinginn Jónas, fullhugann Baldvin og eld-
sálina Tómas, hún gekk svo fram af snyrtimanninum
Benedikt eldra Gröndal, að hann missti ráð og rænu, og
hún gerði dótturson hans að viðundri, hún lagði húsa-
málningu og söðlasmíði fyrir fyrsta lærða málarann, Þor-
stein Guðmundsson, og köldum augum horfði hún á „grey-
ið hann Sigga geni“. „Hann er nýr, genial, en hans íþrótt-
ir eru hér að dragast upp úr hor. Hann er nú alltaf að róta
í antiqvitetum og íþróttasögu okkar, og gengur það frem-
ur seint, því að hann er einn að safna, en margar þús-
undir að týna. — Andi voru teppin hans í „Útilegu-
m[önnunum]“ falleg.“ ú