Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 14
12
Lávus Sigui'björnsson
Skírnir
Öldin þekkti aðeins tvennt verðmætt, f jármuni og mann-
virðingar, og drógu þær hvað lengst, því að fé var af
skornum skammti í landinu, og þó vafalaust meira en oss
er gjarnt að hugsa. Menn voru fastir á fé og kunnu ekki
að ávaxta það, höfðu enda lítil tæki til þess. „Menn eru
svoddan nápínur á Islandi, að þeir tíma ekkert til að
leggja, nema þar sem brennivínið er öðrumegin," 2) það
var einkunnin, sem öldin fékk hjá Jóni Sigurðssyni.
Batinn kom þjóðhátíðarárið. Fór samt hægt. Árið eftir
deyr Bólu-Hjálmar í beitarhúsum norður í Skagafirði, og
á sjálfri þjóðhátíðinni eru tvær ræður haldnar fyrir minni
þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar, en ekki minnzt
á Matthías. Svo koma Ameríkuferðirnar og létta stórum
áhyggjunum af íslenzkum sveitastjórnarmönnum. Þá
fóru af landinu Ólafur Ólafsson á Espihóli og Stephan G.
Stephansson. En í andleysinu undir aldarlok minnist raun-
sæismaðurinn Gestur Pálsson með söknuði „húsanna í
Reykjavík“, þar sem menntað heimilislíf þróaðist í skjóli
listelskra heimilisfeðra eins og Jóns ritstjóra Guðmunds-
sonar og Péturs organista Gudjohnsens, „þar sem menn
komu saman, skemmtu sér með söng, með því að tala um
skáldskap, bókmenntir og fagrar listir“.3) Þó að hér megi
bæta við húsi Péturs biskups Péturssonar, Jóns bókavarð-
ar Árnasonar og Helga E. Helgesens skólastjóra, þá var
samt helzt til langt á milli þessara húsa í Reykjavík. Þau
gátu haldið lífinu í listamanni eins og Sigurði Guðmunds-
syni með því að gefa honum að borða við og við, þau gátu
skapað hugljúfan, rómantískan hugblæ, sem fylgdi börn-
unum í húsunum, ömmum vorum, inn í „fúnkishús“ 20.
aldarinnar, en þau gátu ekki breytt aldarfarinu né hugs-
unarhættinum.
„Menn sáu hann (Sigurð Guðmundsson) ganga fátæk-
legan um göturnar í Reykjavík, heyrðu, að hann fengi
gefins að borða tímakorn á veturna í húsi einu í bænum,
og því er ekki að furða, þótt sumir menn hristu höfuðið,
þegar þeir sáu hann. Þeir sáu ekki annað í honum en
ónytjung, sem ekki hefði dugað til þess, sem hann hefði