Skírnir - 01.01.1946, Síða 16
14
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
lætur í hátt og hvellt. Helgi E. Helgesen hefur í æviágripi
Sigurðar reynt að skýra kaldlyndi hans til Dana út frá
ertni danskra félaga hans og öfundar þeirra, er Sigurði
sóttist vel námið á listaháskólanum í Kaupmannahöfn.
Hann kannast hins vegar við, að Sigurður hafi ætíð borið
hlýjan hug til ýmsra danskra velgerðarmanna sinna, svo
sem málarans Jerichaus, Hetschs prófessors og Rosenkilde
leikara. Verður þess vegna trautt fallizt á, að persónuleg-
ar ástæður séu fyrir hendi til skýringar á ofsalegu Dana-
hatri Sigurðar. Hitt er nær, að söguþekking Sigurðar og
brennandi ættjarðarást hans hafi magnað þessa tilfinn-
ingu í brjósti hans. Kemur þetta m. a. greinilega í ljós í
leikritinu „Smalastúlkan“, sem Sigurður skrifaði vetur-
inn 1872.°)
Snemma þjóðhátíðarsumarsins gengu þeir sér einu
sinni til skemmtunar út á Mela Sigurður Guðmundsson
málari og Matthías skáld Jochumsson. Frá þessu segir
Matthías í bréfi til síra Jóns Bjarnasonar, en hann var
góður kunningi beggja. Jón Ólafsson getur þess á einum
stað,10) að móðir hans hafi haft þá í kosti, síra Jón Bjarna-
son (þá á Prestaskólanum) og Eirík Briem, samtíða Krist-
jáni skáldi Jónssyni, en þangað hafi Sigurður málari kom-
ið dögum oftar, og báðir eru þeir, síra Jón og Sigurður,
taldir félagar í „Kvöldfélaginu“, þar sem skáldskapur og
listir sátu í fyrirrúmi. Matthías skrifar 12. júní:
„Og þá er ,,McUarinn“ — þetta pessimismans píslar-
verkfæri á einum, innan litils tíma, gatslitnum brókum.
í vetur hefur þetta grey átt hundfugtuga daga, alltaf veik-
ur, skinmagur og skröltandi í skynvirkjum sálarinnar,
ófær til alls, nema að rölta milli sinna fáu og fátæklegu
málkunningja og vandræðast um að öllu moki aftur og
danskan ætli að drepa alla hluti, lifandi og dauða, hráa
og soðna. Heldur er hann hálfum þumlungi skárri, en þó
mikið spursmál, hvort hann veslast ekki upp. Um daginn
labbaði ég með honum út á Mela, og skemmti mér og hon-
um við að lofa honum að taka iterum atqve iterum í gegn-
um sitt venjulega paradigma — pessimismann. Hann