Skírnir - 01.01.1946, Page 17
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
15
skalf af kulda, en þá aumkaðist himininn yfir hans mjall-
hvítu hörmung og lét sína signuðu vorsól líta hlýjum aug-
um ofan yfir hann. Þá sagði ég: „Æ, þar hellir himininn
sínum björtu líknarstraumum yfir okkur.“ En þá gellur
hornuglan við og segir: „Það er ekkert gagn í þessari sól,
því bölvaður vindurinn eyðileggur hana, svo að hún er
verri en ekkert.“
IV.
Sigurður Guðmundsson er fæddur 9. marz 1833 á Hellu-
landi í Hegranesi. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafs-
son bóndi frá Vindhæli á Skagaströnd og Steinunn Péturs-
dóttir frá Ási í Hegranesi. Þeir voru systkinabörn, Sig-
urður og Ólafur Sigurðsson umboðsmaður og alþingis-
maður í Ási. Varð þessi frændi Sigurðar honum margvís-
lega að liði, þegar hann hafði tekið við mannaforráðum
í Skagafirði. Foreldrar Sigurðar fluttu að Hofstöðum
1844, og þaðan eru stíluð bréf þeirra, sem hann hefur
geymt vandlega. Faðir hans var strangur reglumaður og
kunni illa þeirri ráðabreytni sonar síns að slá frá sér
handverksnámi og fara út á órudda listamannsbraut, en
studdi hann samt eftir beztu getu. Hann dó á öðru náms-
ári Sigurðar, en þá hlupu frændur hans og jafnvel vanda-
lausir menn í Skagafirði undir bagga með honum og skutu
saman nokkurri fjárhæð honum til styrktar. Bréf móður
hans bera vott um innilega hlýju og elsku til sonarins, og
hún er einatt að senda honum sitthvað fata- eða matar-
kyns norðan úr Skagafirði til Kaupmannahafnar og
Reykjavíkur allt til hans síðasta, en hún lifði hann um
nokkur ár.11)
I uppvextinum kom það brátt í ljós, að Sigurður var
einkar drátthagur og handlaginn, skarpur að skilningi,
en frábitinn hversdagsstörfum. í Hofsósi var þá kaupmað-
ur, Holm, gamall maður og góðgjarn, og varð það að ráði,
á sextánda aldursári Sigurðar, að honum var komið til
málaranáms hjá bróður Holms kaupmanns í Kaupmanna-
höfn. Þegar til kom, var það húsamálning, en ekki list-