Skírnir - 01.01.1946, Síða 18
16
Lárus Sig'urbjörnsson
Skírnir
málning, sem þessi Holm lagði fyrir sig, og strauk Sig-
urður frá honum á 7. degi vistarinnar.1-)
Konráð prófessor Gíslason skarst nú í málið, og fyrir
tilstuðlun hans komust myndir og uppdrættir Sigurðar í
hendur myndhöggvarans Jens Adolfs Jerichaus, sem þá
um haustið varð prófessor við listaháskólann og var kvænt-
ur þýzku listakonunni Elisabeth Jerichau-Baumann.
Meðal mynda Sigurðar var lágmynd, grafin með þjalar-
oddi í blágrýtisstein, af Gísla Konráðssyni, föður Konráðs
prófessors, svo haganlega gerð, ,,að engum, sem þekkti
Gísla, gat dulizt, að það væri hans mynd“.is) Jerichau
þótti þetta svo vel gert af dreng, sem enga tilsögn hafði
haft, að hann bauð honum til sín til kennslu fyrir ekkert.
Á þessu listamannsheimili mun Sigurður hafa hlotið ein-
hverja aðhlynningu auk kennslunnar og æfði sig í því að
draga upp mannshöfuð. Þangað kom Þjóðverjinn Gustav
Friedrich Hetsch, húsameistari og prófessor við listahá-
skólann, og sá handbragð Sigurðar. Þótti honum svo mik-
ið til koma, „að hann bauð Sigurði þá þegar á teikninga-
skólann á Kúnstakademíinu, og hafði hann þar síðan
ókeypis kennslu á hverju kveldi“.14)
Þessir menn, sem nú hafa verið nefndir, fengu hiria
mestu þýðingu fyrir Sigurð, einkum þó Hetsch, sem var
maður einkennilegur og feykilega áhrifaríkur á sinni tíð.
Hann var einn af eftirlegumönnum fornaldarstefnu Win-
kelmanns, húsameistari að námi og húsaskreytingarmað-
ur mikill um miðbik ævinnar, en síðar allur á kafi í list-
iðnaði, útflúri á húsgögnum, silfurmunum og amboðum.
Hann dó 1864, en þremur árum áður en Sigurður kom til
Hafnar var hann upp á sitt bezta; þá heiðruðu iðnaðar-
menn og listamenn hann með því að láta slá minnispening
með mynd hans og fóru til hans blysför, en Oehlenschláger
orti kvæði. Minnispeningurinn er enn þá notaður í vero-
launaskyni í tekniska skólanum í Höfn. Frá Hetsch er það
vafalaust runnið, að Sigurður fékk hinn mesta áhuga á
alls konar skreytingu, eins og síðar kom fram, einkum á
silfursmíði.