Skírnir - 01.01.1946, Page 20
18
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
en tækifærin ekki. Árangurinn af listsögulegum rann-
sóknum Sigurðar er nú helzt að finna í erindi, sem hann
nefnir „Um íslenzka kúnst að fornu og nýju, fljótlega
gert til þess að lesa í samsæti meðal kunningja“, en aldrei
hefur verið gefið út, í merkilegu eftirmyndasafni hans úr
gömlum handritum, í vasabókum hans og í ritgerðum hans
um búning karla og kvenna í fornöld til ársins 1400. En
sögulega málverkið varð í höndum hans að „lifandi mynd-
um“, sem hann sýndi á leiksviðinu í Reykjavík.
Ekki er að sjá, að samtíma dönsk málaralist hafi haft
veruleg áhrif á Sigurð. Helzt er hægt að finna líkingu
með pennateikningum Lundbyes, og á nokkrum ófullgerð-
um uppdráttum, sem eiga að sýna baðstofulíf og atriði úr
þjóðlífinu, er svipuð dramatísk skipun persónanna og hjá
Marstrand. Annað og meira verður ekki talið. Olíumál-
verk af sjálfum sér gerði Sigurður á námsárunum og
beitti þar svipuðum áhrifum ljóssins og Rembrandt.
Komst málverk þetta á sýningu málara í Kaupmannahöfn
og hlaut mikið lof. Það hangir nú í anddyri Þjóðminja-
safnsins, gegnt inngöngudyrum safnsins, en á milli tveggja
leiktjalda, sem Sigurður málaði fyrir sjónleiki í Reykja-
vík.
Á Hafnarárunum kynntist Sigurður Guðmundsson leik-
listinni. Sú viðkynning varð afdrifarík fyrir hann um það
er lauk, en til heilla horfði hún fyrir þessa list hér á landi,
eins og síðar verður vikið að. Á þessum árum var Heiberg
hæstráðandi í leikhúsmálum Dana, forstjóri konunglega
leikhússins 1849—56, en ekki virðist Sigurður hafa verið
ginnkeyptur fyrir söngleikjagerð Heibergs. Holberg og
Moliére voru hans menn, en framar öllum öðrum var þó
Shakespeare skáld hans.16) Hann hefur geymt vandlega
gamlan „teaterseðil" frá sýningu á Lear konungi, sem
hann hefur séð í Konunglega leikhúsinu 23. marz 1851, og
þegar hann er löngu seinna að semja sjónleikinn „Smala-
stúlkuna“, þá hripar hann niður hjá sér eitt og annað úr
„Storminum“ eftir Shakespeare, mælir línufjöldann í