Skírnir - 01.01.1946, Side 22
20
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
V.
„Svo voru námsárin á enda.“
Það er Páll alþingismaður Briem, sem leggur oss orð
í munn í Andvaragrein 1889 og lýsir um leið, hvernig góð-
ur maður og Sigurði velviljaður leit á ráðabreytni hans.
Páll heldur áfram: „En einmitt þessi tími er hinn hættu-
legasti fyrir listamenn. Þegar menn koma af skólanum,
er undir því komið, að þeir geti haldið áfram við list sína
og unnið sér eitthvað til frægðar. Sigurður ætlaði að mála
viðburði úr fornsögunum, og vakti það miklar umhugs-
anir hjá honum um búninga og forngripi, og fór hann því
að lesa fornsögurnar af miklum áhuga. — Það getur hver
skilið, hversu þetta var hættulegt fyrir áhuga hans á mál-
aralistinni.“
I Reykjavík stóð eitt sinn málverk eftir Sigurð af Arn-
ljóti Ólafssyni presti úti í glugga í Gildaskálanum. Bjarni
rektor gekk fram hjá og tók djúpt ofan. Bjarni rektor og
Páll Briem voru hin grænu trén.
Eins og litla lágmyndin í þjóðminjasafninu af Gísla,
föður Konráðs prófessors, sorfin með þjalaroddi ofan í
skagfirzkan blágrýtismola, opnaði Sigurði leið til list-
anna, eins lýkur hann upp hliðinu að starfssviði sínu í ís-
lenzku þjóðlífi með langri grein í Nýjum félagsritum
1857 um kvenbúninga á íslandi. Út úr þessari grein og
„Hugvekju til íslendinga“, sem hann skrifaði síðar (1862)
til að koma fótunum undir Forngripasafnið, er vandræða-
laust að lesa stefnuskrá málarans og listamannsins Sig-
urðar Guðmundssonar. Málefni fyrri greinarinnar, breyt-
ingin á kvenbúningnum með silfursmíði og skrauti, fékk
lærisveini Hetschs prófessors ærinn starfa, og er óvíst,
að nokkur annar lærisveinn hans hafi gert það betur en
Sigurður, sem gerbreytti smekk heillar þjóðar á þessu
sviði. 1 seinni greininni segir Sigurður berum orðum:
„Ég vil leyfa mér að spyrja góða menn, hvernig ætti sögu-
málari að mála viðburði úr okkar fornsögum, ef hann
hefði enga hugmynd um búninga, vopn, húsakynni og skip