Skírnir - 01.01.1946, Page 25
Skírnii-
Sigurður Guðmundsson og’ Smalastúlkan
23
Það var svo margt, sem þurfti að gera í Reykjavík. Fyrst
og fremst var útlit bæjarins. Bærinn var ekki fallegur.
Óskipulegt samsafn af hjöllum, timburhúsum og torfbæj-
um við opna víkina. Það þurfti góða höfn og skipulag á
bæinn — orð, sem ekki komst verulega inn í málið fyrr
en á þriðja tugi næstu aldar. Svo var það heilsufarið í
bænum, óþrifnaðurinn og vatnsleysið. Þetta hélzt allt í
hendur. Göturæsið lá að brunnbrúninni. Það þurfti vatns-
veitu til bæjarins. 1 sjálfum Ingólfsbæ var enginn sýni-
legur vottur þess, að þar var elzta byggt ból á íslandi. Það
mátti ekki minna vera en að friða Arnarhól og reisa Ing-
ólfi styttu þar uppi á hólnum, grafa stalla í hólinn allt frá
læknum og hlaða tröppur úr höggnum steini alla leið upp
að styttunni. Og æskulýður bæjarins þurfti leikvang. Hvar
var hentugan stað að finna? í laugardalnum var tilvalinn
staður fyrir leikvang, þar var skjól og þar var jarðhiti
til að rækta tré og skrautblóm, þar gátu borgarar bæjar-
ins hvílt sig í laufguðum lundi, eða gengið sér til skemmt-
unar um endalausa krákustíga innan um blómskrúð og
annan gróður, og þar átti að reisa ævintýrahöll með hálf-
mána á langri spíru og laukturni. Og sundlaug. Menn
þurftu að læra að synda — og synda í sjó. Fórust ekki
tveir ungir menn á Djúpavogi fyrir kunnáttuleysi í sundi?
„Sunddokk“ mátti gera utan við Battaríið, nálægt Sölf-
hól, með fyrirhleðslu og lokræsi, en grafa inn í hólinn. En
skipulagið? Fyrst og fremst skipulagið. Vísasti vegurinn
til að losna við kaupmannshúsin, hjallana og kofana í
kvosinni var að grafa eiðið milli Tjarnarinnar og Víkur-
innar upp, dýpka Tjörnina og gera þar skipalægi. Stór-
hýsi landsins áttu að rísa upp á hæðunum sitthvorumegin
við Tjörnina, en fram með henni áttu að vera trjáraðir
og gosbrunnar í brekkunum. Menn nugga augun. Er mað-
urinn að fara áravillt? 1946 eða 1864? Sigurður Guð-
mundsson fór aldarvillt. Allt þetta skrifaði hann um eða
hann gerði uppdrætti af því. Borgararnir í Reykjavík
nugguðu augun. Það varð að spekja mannskrattann. Þeir
settu hann í byggingarnefnd.