Skírnir - 01.01.1946, Page 26
24
Lárus Siguibjörnsson
Skírnir
Sigurður Guðmundsson vissi vel, að það var löng leið
og erfið að koma málefnum bæjarins í gott horf. Á aðra
hönd var smekkleysið, á hina féleysið. Jón Sigurðsson
þekkti fólkið. „Ég er nú líka hræddur um, að margir fari
að líta í kringum sig, áður en þeir hafa safnað sjóði til
myndar Ingólfs úr steyptum málmi,“ skrifar hann Sig-
urði.24) „Féleysi er lakast,“ skrifar Steingrímur Thor-
steinsson, „og það er nú það, sem Danir byggja upp á, að
þar á muni öll þjóðleg viðleitni okkar stranda." 2r’) Yfir-
ráðum Dana á íslandi varð að sjálfsögðu að verða lokið.
Til þess var öruggasta leiðin að hnekkja verzlun þeirra.20)
Ágætt ráð var það að espa Dani upp, láta þeim verða allt
að slysum, eins og málsóknin á hendur Jóni Ólafssyni, það
gerir eldinn tvöfaldan, „og vil ég óska, að stjórnin og
kaupmenn verði nú sem harðastir og verstir, því þá stæl-
ast íslendingar, svo að þá er komið hatur, og það er það,
sem vantar“.27) „Þar næst þarf að gera aðgang að embætt-
ismönnunum, því þeir eru nú orðnir enn þá svívirðilegri
en kaupmenn, því þeir einir eru nú svo að segja föður-
landssvikarar með einkaleyfi.“2S) í versta tilfelli varð að
leita „hjálpar hjá skrílnum“, hafa „hrossalækninguna“
frönsku, til að hrinda af sér farginu. „Það er að sönnu
voðaleg tilhugsun að leita eftir hjálp hjá skrílnum, því
hann fer of langt. En hvað á að gera, því hinir hafa farið
langt of langt og það þarf að lækka í þeim rostann.“ 20)
— En förum hægt, það er viðkvæðið í hinum berorðu
kunningjabréfum Sigurðar. Miklu varð áorkað um kven-
búninginn með því að fara hægt og bítandi. Það varð að
komast fyrir meinsemdina, og Sigurður þóttist hafa fund-
ið hana: „Fátækt landsins, sem einkum sprettur af órækt-
inni og illri meðferð á skepnum, er í raun og veru kornin
af smekkleysinu; deyfðin og uppburðarleysið er líka kom-
ið af smekkleysi. — En sér í lagi er heilsuleysið komið af
óþrifnaði, en óþrifnaðurinn er eintómt smekkleysi.“ 30)
„Hvorki ég sjálfur eða aðrir þurfa að kippa sér upp
við, þó seigt og fast gangi fyrir mér, þar sem ég er einn
míns liðs, og fáir vilja eða geta skilið mig fyrr en eftir