Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 28
26
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
sig að sauma. Mest var um vert, að kvenfólkið var Sigurði
innilega þakklátt fyrir búningsbótina, þegar frá leið og
fyrstu andstöðu gegn þessari nýjung var hrundið.33) Og
Jón Sigurðsson, sem fylgdist með öllu úr fjarlægð, sem
hér á landi var vel eða miður gert, skrifaði honum í ágúst-
mánuði 1870: „Það er gaman, að þér hafið getað komið
dálitlu fylgi í kvenfólkið. Þær geta gjört óttalega mikið,
þar sem þær leggjast á, því enginn er heitari í andanum,
eða réttara að segja: tilfinningunum, og enginn fylgnari
sér eða jafnvel klókari, þar sem því er að skipta.“34) —
Síðara málefnið varð Sigurði í raun og veru þyngra í
skauti, en honum var það hugleikið umfram flest annað,
sem hann fékkst við. Að vanda setti hann markið hátt.
Hann vildi stofna „nationala scenu“ í Reykjavík. 1871
gerir hann áætlun um það, hvernig ýmis félög í bænum
eigi að koma sér saman um að byggja gott samkvæmis-
hús. Síðan segir hann: „Þá kemur aðal-áherzlupunktur-
inn: Fáist þetta hús byggt, þá er að stofna félag af intelli-
gent mönnum, sem geti samið og útlagt góð leikrit. Því
næst eiga menn að taka lán til að byggja fasta scenu við
þetta hús (fáist ekkert einstakt félag til þess) og láta
megnið af árangri af leikunum borga scenuna með tím-
anum, með 100 rd. tvisvar á ári, en leika ekki fyrir annað
(að marki). Nytsemi: Frá scenunni má mennta þjóðina
í skáldskap, söng, músik, sýna mönnum alla helztu þjóð-
siði á öllum öldum, bæði andlega og útvortis, málverk,
tableau etc., og styrkja með því þjóðerni vort meir en með
flestu öðru. Allir danskir leikir bannsyngist með öllu, og
slíku rétti enginn hjálparhönd (ég meina einkum að leika
á dönsku).“ 3r>) Hann getur þess, að þetta hafi vakað fyrir
sér og öðrum lengi eða frá 1858, en það ár settist hann
einmitt að í bænum.
Fremst á stefnuskránni er það, að fá „intelligent menn“,
þ. e. skáldin, til að semja eða þýða góð leikrit. Þrjá vetur
í röð hafa sjónleikir verið sýndir í Reykjavík með hand-
leiðslu Sigurðar. Hann hefur reynslu fyrir því, að fólkið
vill sjá sjónleiki. Sjálfur er hann ekki leikritaskáld, en