Skírnir - 01.01.1946, Side 29
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
27
hann hefur lagt fram sinn skerf, og ef til vill er það ein-
mitt þetta, sem hefur dregið hann að leiksviðinu. Tvö
seinni árin voru ásamt sjónleikjunum sýndar „lifandi
myndir“ (tableaux), sem hann hafði undirbúið og kom-
ið fyrir. Hér kemur sögumálarinn Sigurður Guðmunds-
son fram fyrir þjóð, sem kunni ekki að meta önnur mál-
verk en altaristöflur, og lætur hana horfa upp á atburði
úr sinni eigin sögu — á leiksviðinu. Sennilega hefur eng-
um öðrum lærisveini Höyens komið til hugar jafnóbrotin
og áhrifarík aðferð til að vinna sögumálverkinu fylgi.
Myndirnar, sem Sigurður valdi, voru þessar: 1. Hjálmar
og Örvar-Oddur eftir bardagann í Sámsey, 2. Helgi Hund-
ingsbani og Sigrún, þar sem hann hefur vitjað dauður
haugs síns, fyrsta árið. Annað árið: 3. Dauði Helga Hjör-
varðssonar og 1. mynd breytt, „því nú mátti einnig sjá
þá Angantýr og Hervarð, í öllum herklæðum, liggja dauða
í valnum“.30) Og enn sýndi hann þriðja árið, veturinn
1861-62, 4. myndina: Hervör og Angantýr, er hún sækir
Tyrfing í haug þeirra bræðra á Sámsey, og 5. myndina:
Draumur Gísla Súrssonar. Að þessum „lifandi myndum“
hefur Sigurður gert marga uppdrætti, og eru þeir flestir
til í myndasafni hans. „Þetta var spánýtt hér á landi,“
segir Þjóðólfur (10. marz 1860), „enda þótti það fögur
sjón að sjá slíka kappa í öllum herklæðum eins og þeir
voru í lifanda lífi, heyra drunurnar, sjá haugeldana gjósa
upp o. s. fr.“ En Sigurður var ekki ánægður með þetta.
Nú þurfti sjálft söguleikritið að koma fram á leiksviðinu.
Hann sneri sér til skáldanna. Fyrst til vinar síns Stein-
gríms Thorsteinssonar. 1 vorbréfi sínu 1861 skrifar hann:
„Þó að langt sé síðan að ég heyrði Redd-Hannesarrímuna,
þá trúi ég varla, að sá, sem gat gert hana, geti ekki látið
persónur í drama tala með viti. En vel trúi ég, að þú hafir
ekki tíma eða kringumstæður til þess, og að þú sért orð-
inn heldur ókunnugur landsháttum til þess. En þá getur
safn Jóns Árnasonar37) ráðið nokkuð bót á því, þegar það
kemur út, en víst er það, að stór nauðsyn er á þessum rit-
um, bæði til að gefa skáldskapnum fullkomnari stefnu og