Skírnir - 01.01.1946, Qupperneq 32
30
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
úr Landnámu, og fer allur leikurinn fram í Noregi, en lýk-
ur þar, sem Leifur kvongast og „segir að veizlunni sína
fyrirætlan“. Hefur Sigurður dregið að sér efni í leikinn,
hripað niður samtöl á víð og dreif, sem mestmegnis hníga
að ástum Hjörleifs og Helgu, og teiknað leiksviðsmyndir.
I annað leikritið hefur hann ætlað að sækja efnið í Njálu.
Það hefur átt að verða 5 þátta leikrit, en ekki verður séð,
að hann hafi unnið að því frekar en að draga saman at-
burði í hverjum þætti. Þriðja leikritið hefur svo átt að
verða „nýmóðins comedía um griðku, sem átti barn“, og
bæjarþvaðrið út af því.
Yfir þessum árum er bjart og heiðskírt, ef dæma má
eftir bréfum Sigurðar til Steingríms Thorsteinssonar.
Listamaðurinn er alls staðar í sókn. Hann er vísvitandi
að skapa í kringum sig umhverfi, sem list hans getur þró-
azt í. Og einmitt á þessum árum tekur hann fyrir eitt stór-
málið enn: stofnun forngripasafns á Islandi. Þetta mál
leiddi hann fram til sigurs. Forngripasafnið var stofnað
1863, og Sigurður var raunverulegur forstöðumaður þess til
dauðadags. Þetta voru lítil hlunnindi, því að starf hans við
safnið mátti heita launalaust, varð hann iðulega að leggja
til safnsins úr vasa sjálfs sín, því að landsstjórnin gerði
hraksmánarlega illa til safnsins, meðan Sigurðar naut við.
Þegar Alþingi fékk fjárráðin í sínar hendur, breyttist
þetta, en þá var Sigurður dáinn. Ólafur, frændi hans, í
Ási, Sigurðsson kvað upp úr á Alþingi 1867 um það, hvað
stjórninni gengi til að vilja ekki styrkja Sigurð og safnið.
Hann sagði: „Mér virðist það ekki vera fjárhagsástandið
eitt, sem hamlar stjórninni frá að veita fé þetta (til safns-
ins), heldur einmitt að safnið er stofnað og geymt á ís-
landi.“45) I þessu sambandi er líka vert að hyggja að inn-
gangsorðum Sigurðar í „Skýrslu um forngripasafn Is-
lands í Reykjavík“,46) því að þar kemur greinilega fram,
að ráðagerð Sigurðar reið alveg í bága við fyrirætlanir
Dana um söfnun forngripa hér á landi til danskra safna.
Hve annt Sigurði hefur verið um framgang Forngripa-
safnsins, verður ef til vill greinilegast séð af bréfaskipt-