Skírnir - 01.01.1946, Blaðsíða 33
Skírnir
Sigurður Guðmundsson og Smalastúlkan
31
um hans við Jón Sigurðsson,47) en það er langt mál að
telja allt upp, sem Sigurður gerði safninu til góða, svo að
útrætt verður að vera um það hér.
VI.
Þá syrtir í lofti.
Haustið 1863 og þar eftir kveður við nýjan tón í bréf-
um Sigurðar Guðmundssonar til Steingríms Thorsteins-
sonar. Hann hefur allt á hornum sér. „Andinn í Vík er
alltaf að versna.“ Sjónleikar voru engir haldnir frá því á
útmánuðunum 1862 og þar til í janúar 1866, ekki einu
sinni í Latínuskólanum. „Latínuskólinn er skapaður til að
drepa alla íslenzku og föðurlandstilfinningu — alveg gagn-
stætt Bessastaðaandanum hæðast skólapiltar að þeim, sem
nefna föðurland, og kalla það ,,loftkastala-Patriotisma“
-----skemmtanatilraunir verður maður að berja blákalt
fram með odd og egg í trássi við allt. en má búast við óvild
í staðinn.-----Föðurlandsást hef ég hér ekki fundið. Ég
þori a. m. k. að bölva mér upp á að hún fæst ekki ókeypis.
— Prestaskólinn er orðinn að sönnu forbetrunarhúsi.
Þangað fara ekki aðrir en þeir, sem ekki duga til annars.“
Svona er höfuðstaðurinn, engin menntatilfinning, flestir
einsýnir eintrjáningar, hann reiðir sig á að „landsbyggð-
in sé nokkuð skárri“. Hann huggar sig við, að þrjár alt-
aristöflur, sem hann er að mála, „verði þó ögn skárri en
þær, sem tíðkazt hafa hingað til hér á landi“. í þessum
bréfum haustið 1863 skýtur líka upp umkvörtun, sem
hvergi finnst annars staðar í bréfum Sigurðar: „Tryggð
er hér varla til meðal karla og kvenna, það er eintómt út-
hugsað, stefnulaust dekur (þurradufl), sem enginn getur
reitt sig upp á.“
Nú hafði Sigurður þann hátt, þegar hann var að undir-
búa leikrit sín, að hann hripaði niður á miða, sem hendi
var næstur, setningar og brot úr samtölum eftir því, sem
þær gáfu tilefni til. Sumar þessar setningar eru teknar úr
bókum, en langflestar lúta þær að reynslu hans sjálfs. Urn