Skírnir - 01.01.1946, Page 34
32
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
þetta leyti leggur hann Hjörleifi þessi orð í munn: „Ég
vissi ekki af því, að ég elskaði hana, fyr en ég heyrði, að
annar sagðist gera það. Enginn veit hvað átt hefur, fyr
en misst hefur.“ Fleiri miðar eru hér útkrotaðir með ásta-
málum, feimnislegum, nærri barnalegum, eins og að þeim
standi unglingur haldinn af þunglyndislegri ástarleiðslu.
Hjörleifur á að forðast að tala um Helgu, segir á einum
miðanum, og hleypur í burt í snatri, þegar kallað er á
hana. — „Það er ekta reynsla,“ bætir Sigurður við.
Enginn fer í þá hirzlu, sem Sigurður hefur lokað. Eng-
inn þekkir nafn konunnar, sem hann elskaði. Getgátum
einum verður að leitt. Löngu seinna tekur Sigurður fram
drög þau, er hann gerði að sjónleiknum um Hjörleif. Það
var, þegar hann samdi sjónleikinn um ,,Smalastúlkuna“
1872. Þá er fyrnt yfir þessi ástamál, en þau eru ekki
gleymd. „Smalastúlkan“ er fyrst og fremst leikrit um
ástir, þó að ýmislegt annað verði líka uppi á teningnum.
Fleira var það en vonbrigði í ástamálum, sem gerði Sig-
urði lífið leitt. Fullur beiskju hefur hann upp orð Ham-
lets: „Dyggðin verður að betla krjúpandi um náð hjá löst-
unum.“ Það hnígur að baráttu hans fyrir Forngripasafn-
inu. „Ég verð fyrst og fremst að bjarga lífinu,“ skrifar
hann vini sínum haustið 1865. Hann er þá að mála altaris-
töflur og setur upp 100 rd. fyrir stykkið. En hann málar
„aldeilis mekanískt, því það borgar sig ekki að hafa of
mikið við það“. Þó hann sé ráðdeildarsamur og nýtinn,
lifir hann í sárustu fátækt, og hann finnur til þess: „Það
er ekki von á góðu, þegar allir þeir, sem hafa sál, hljóta,
vegna kringumstæðanna, að verða fótum troðnir fátækl-
ingar.“48) Kunningjar hans og vinir héldu honum uppi,
gáfu honum að borða mánaðartíma í bili, og þó var víst
ekki trútt um, „að hann hafi stundum beinlínis soltið og
liðið skort og þrautir af klæðleysi og kulda“.49) Von er að
lífsskoðun Sigurðar snúist í bölsýnisátt og hann verði
kaldranalegur í viðmóti. „Mér liggur við að hlæja stund-
um, þegar ég sit fyrir framan þessar Kristamyndir (sem
reyndar er fjarst mínu skapi að mála af öllu), þegar ég