Skírnir - 01.01.1946, Page 37
Skírnh'
Sigurður Guðmundsson og' Smalastúlkan
35
Hvert handtak, sem miðar í framfaraátt, gleður lista-
manninn. Það er þó vottur um eitthvert líf, að „hér hafa
verið byggð alls átta hús ný í sumar“ (1868), og lagður
„þráðbeinn“, átta álna breiður vegur, framhald af Hlíðar-
húsastígnum, og verið er að leggja átta álna veg fyrir
sunnan Skólavörðu. Skólavarðan sjálf „er komin upp, átta
álnir. Hún verður held ég allsnotur. Hún er að mestu gerð
eftir minni teikningu". Harðindin ætla allt að drepa, „en
samt stækkar Reykjavík, en ekki neinir aðrir staðir á
landinu“. Hann víkur aftur að vexti Reykjavíkur sumar-
ið 1870. Þá er hann kominn í byggingarnefndina. „Menn
eru alltaf að byggja hér við og við og gera vegi og götur.
Bærinn eykst stórum.“
Árin, sem ekki var leikið, þykir honum illt, „ef það deyr
alveg út. Því menn hafa þó mikil áhöld til leika, og ættu
menn, á meðan hvíld er, að sækja í sig veðrið og safna
leikritum“. Veturinn 1866 rak samt að því, að „Útilegu-
mennirnir“ voru sýndir aftur. Þá notar hann tækifærið
til að hrinda í framkvæmd aðalatriðinu í stefnuskránni
frá 1861 um „nationala scenu“ í Reykjavík. Hann fær
forstöðumenn sjónleikanna þennan vetur til að gefa 100
rd. í sjóð og að auki „tjöld, fatnað, vopn og Coulisser til
Reykjavíkurbæjar, þannig, að þeir, sem eftirleiðis léki hér
slíka leiki, hefði frjáls afnot þessara muna“, gegn 50 rd.
leigu í hvert sinn, sem leggist við sjóðinn. En um tilgang
sjóðsins segir í gjafabréfinu, sem er dagsett 30. maí 1866:
„Oss fannst mest þörf á húsi fyrir sjálft leiksviðið með
áhöldum þess, þar sem scenan og öll leikáhöld gæti staðið
alltaf uppsett ár eftir ár. Oss kom því til hugar að leggja
grundvöll til sjóðs, er slíkt scenuhús yrði síðar meir byggt
fyrir; vér höfum hugsað oss, að þetta gæti skeð með þeim
hætti, að þegar bæjarmenn hér fengi sér almennt og sam-
eiginlegt samkvæmishús, þá yrði byggt út úr því minna
hús, er einungis væri til þess ætlað, að þar stæði leik-
sviðið sjálft, fyrir peninga þá, er safnazt hefði í þenna
sjóð.“55) Það var ekki Sigurðar sök, að sjóðurinn ávaxt-
aðist illa í höndum bæjarfulltrúanna, en þó var hann undir
3*