Skírnir - 01.01.1946, Síða 38
36
Lárus Sigurbjörnsson
Skírnir
aldamót orðinn það gildur, að iðnaðarmenn, sem þá voru
að byggja Iðnaðarmannahúsið, beittu sér fyrir því með
forystu Þorvarðar Þorvarðarsonar prentara að stofna
Leikfélag Reykjavíkur til þess að fá peningana í húsbygg-
ingu sína. Með framsýni sinni má segja, að Sigurður Guð-
mundsson hafi þannig lagt grundvöllinn að allri starfsemi
Leikfélagsins, sem er undanfari Þjóðleikhússins í Revkja-
vík.
Eins og fram kemur í gjafabréfinu frá 1866 og víðar,
hafði Sigurður Guðmundsson þá trú, að hér á landi gæti
leiklistin orðið einhver sterkasta stoðin undir listum og
menningu þjóðarinnar, áhrifaríkasta ráðið „til að laga
alla þjóðina“. I þá daga voru ekki margir, sem trúðu því.
1 því efni hafði hann ekki fundið neinn sálufélaga. Matt-
hías Jochumsson hafði gert vel með „Útilegumönnunum“,
Steingrímur þýtt eitt leikrit eftir Shakespeare, og Matt-
hías gerði enn betur, þegar hann í „búskaparbaslinu“ á
Móum þýddi þrjá sorgarleiki Shakespeares, en bæði Matt-
hías og Steingrímur hösluðu sér völl á öðrum sviðum skáld-
skaparins. Sigurði þótti það horfa í rétta átt, þegar skóla-
piltar léku í Latínuskólanum á jólum 1867 og sömdu sjálf-
ir leikina. Höfundarnir voru þeir Valdimar Briem, síðar
vígslubiskup, og Kristján Jónsson skáld.38) Seinna bætt-
ist Jón Ólafsson í hópinn. En enginn þessara manna var
gagntekinn af leiklistinni. Hann hafði náin kynni af þeim,
og þeir, hinir yngri menn, fundu, hvað þeir áttu áhrifum
Sigurðar mikið að þakka,5T) en allir létu þeir staðar num-
ið eftir fyrstu skrefin á leiklistarbrautinni. Sigurður hafði
enn ekki komið auga á sveitunga sinn, kornungan skóla-
pilt norðan úr Skagafirði, sem stóð fyrir aftan áhorfenda-
sætin á sýningu ,,Útilegumannanna“ 1866 og sagði við
sjálfan sig: „Þetta er það mesta í heimi.“58)
Saga leiklistarinnar á Islandi verður aldrei skrifuð
öðruvísi en þar verði höfð kapítulaskipti, er hefst við-
kynning Indriða Einarssonar og Sigurðar Guðmundsson-
ar. Það má vel veita því athygli, að eftir þá viðkynningu
liggur Sigurði hlýrra orð til Latínuskólans og æskumann-